Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 18
Hreyfing sem heilsiibót
Trúlega efast enginn lengur um
þá staðreynd að hæfilcg hreyfing og
útivist eru meðal þýðingarmestu
atriða til að koma í veg fyrir eða
draga úr ýmiss konar sjúkdómum,
sem eru eins konar fylgifiskar vel-
ferðarþjóðfélagsins. En þrátt fyrir
það eru menn ótrúlega værukærir í
þessum efnum og alltof fáir haga
lífsvenjum sínum eins og þyrfti að
vera. Það er fyrst þegar menn reka
sig á, stundum illilega, að þeir
vakna til meðvitundar um hvað er á
seiði.
Iþróttasamband Islands hefur
um árabil beitt sér fyrir því að hafa
jákvæð áhrif í þessum efnum, m.a.
með ýmiss konar útgáfu- og kynn-
ingarstarfsemi. Læknar hafa lagt
sitt að mörkum á þessu sviði, enda
eru þeir vafalaust dómbærastir á
hvar skórinn kreppir mest frá
heilsufarslegu sjónarmiði.
Meðal kynningarrita sem Í.S.Í.
hefur gefið út á þessum vettvangi er
bæklingurinn „Trimm og heilsu-
rækt“, skrifaður af þremur
þekktum og virtum læknum sem
hver á sínu sviði þekkja vel til
þessara mála af eigin raun.
Prófessor Hjalti Þórarinsson
segir m.a. svo í nefndum bæklingi:
„Það er sorgleg staðreynd að sam-
fara aukinni velmegun í velferðar-
þjóðfélögum nútímans eykst
ískyggilega mikið tíðni ýmissa lífs-
hættulegra sjúkdóma. Má þar fyrst
nefna hjarta- og æðasjúkdóma.
Margir áhættuþættir eru þegar
kunnir varðandi þessa sjúkdóma,
t.d. offita, streita, hár blóðþrýst-
ingur, reykingar og allt of miklar
kyrrsetur. Nútima læknisfræði
leggur réttilega síaukna áherslu á
fyrirbyggjandi aðgerðir, þ.e a.s. að
koma í veg fyrir sjúkdóma, ef það
er kleift. En oft er talað fyrir
daufum eyrum. Að áliti lækna eru
þeir alltof margir sem sýna líkama
sínum fullkomið hirðuleysi. Því
veldur stundum sinnuleysi, leti,
ímyndaður tímaskortur eða oftrú á
endingu og hæfni mannlegs
líkama.
Staðreynd er að þeir sem þjálfa
líkamann dyggilega og misbjóða
honum ekki eða sjaldan með óhóf-
legu hóglífi eða alltof skaðlegum
lífsvenjum fá síður ýmsa af þeim
lífshættulegu sjúkdómum sem
fylgja aukinni velmegun, og hafa,
mun betri batahorfur ef þeir fá
þessa sjúkdóma. Þess vegna ættu
sem allra flestir að gefa sér tóm til
að huga að aukinni velferð líkam-
ans með útivist og hreyfingu. Með
því öðlast þeir andlega og líkam-
lega vellíðan, aukið viðnám, þrek
og þrótt.“
Haukur Þórðarson yfirlæknir
segir í sama bæklingi m.a.:
„Enginn lætur húsið sitt grotna
niður eða bílinn sinn hristast í
sundur. En hvað um þá fasteign og
hreyfitæki sem aldrei er hægt að
endurnýja, líkamann?
Áróður síðustu ára fyrir aukinni
líkamsrækt og líkamsstælingu
byggist ekki á nýlega uppgötvuðum
sannindum. Mörg staðreyndin um
þessi mál virðist hinsvegar gleymd
og grafin núlifandi kynslóðum,
sem jafnvel fornmönnum var vel
kunn. íslendingasögur segja frá
áhuga fornmanna á leikjum og
íþróttum, ekki aðeins barna og
unglinga, heldur einnig fullorð-
inna. Á sjötugs aldri gekk Skalla-
grímur til knattleiks. „Iþróttir kann
ég átta“, sagði Haraldur harðráði á
efri árum. Fornaldarkóngur einn í
Svíþjóð er hugsanlega fyrsti
trimmarinn. Hann gekk langa vegu
morgun hvern í öllum herklæðum
Sund er sú tegund líkamsræktar sem
flestir stunda. Árið 1976 voru gestir á
sundstöðum í Reykjavík um 1034
þúsund, en tíu árum áður voru þeir
607 þúsund. Aukinn áhugi á hæfi-
iegri hreyfingu hefur ásamt öðru leitt
til lækkunar á dánartíðni af hjarta- og
æðasjúkdómum í sumum nágranna-
landanna.
18
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL