Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 19
til að viðhalda líkamskröftum
sínum. Síðar á öldum gleymdust
þessar listir að mestu vegna efna-
hagslegra erfiðleika. Lífsbjörgin frá
degi til dags krafðist líkamlegs
erfiðis. Matvana fólk, úrvinda af
þreytu eftir strit fyrir daglegu
brauði, stundar ekki leiki og
íþróttir. Síðan óx gengi þjóðarinnar
á ný og nauðsyn líkamlegs erfiðis
við öflun fæðu og nauðþurfta
minnkaði. Stór hluti þjóðarinnar
fór þá að búa við líkamlegt
makræði. Orkulindirnar knýja nú
vélar sem koma í stað strits líkam-
ans og skila margföldum afköstum.
Sú þróun er hárrétt, en felur í sér
veigamikla hættu fyrir höfund sinn,
'tianninn: Gleymst hefur þörf
líkama hans fyrir hreyfingu og
stælingu.
Börn eru sífellt á hreyfingu og
telja ekki eftir sér sporin. Flestir
unglingar reyna hressilega á
iíkamskrafta sína af og til eins og af
■nnri þörf. En þegar komið er fram
að tvítugs aldri, hverfur megin
þorri manna og kvenna úr leik. I
langflestum tilvikum er tening-
unum kastað ú milli 25 og 30 ára
aldurs, hversu verður um viðhald
°g viðurgerning við líkamann til
æviloka. Trúlega kemur þú
áþreifanlega í ljós önnur tilhneig-
ing mannverunnar, sem efalaust er
líka frumstæð og áhrifarík: Til-
hneigingin til hóglífis og makinda,
náskyld öðrum djúpstæðum
mannlegum eiginleika, letinni.
Menn eru í eðli sínu latir og ótrú-
lega fúsir að taka áhættuna af
óhollum lifsvenjum, þótt ekki sé
mikils krafist: 77/ þess að viðhalda
starfshœfni Uffœra og líkamans í
heild, nœgir 15 lil 30 mín. líkams-
stœling á dag eða 1.5 til 3 klst. á
viku.“
Og loks segir Nikulás Sigfússon
yfirlæknir Hjartaverndar m.a. í
sinni grein í þessum sarna bækl-
ingi: „Hér á landi deyja nú á
fimmta hundrað manns á ári
hverju úr hjartasjúkdómum. Lætur
nærri að þessir sjúkdómar valdi
dauða þriðja hvers íslendings.
Margar rannsóknir hafa sýnt að
fólki sem er í góðri líkamlegri
þjúlfun er ekki eins hætt við krans-
æðasjúkdómum og hinu, sem illa
eða ekki er þjálfað. Mun láta nærri
að óþjálfuðu fólki sé tvisvar sinnum
hœttara við kransœðasjúkdómum en
hinum vel þjálfuðu. Meðal einföld-
ustu og vinsælustu æfinga sem fólk
getur tileinkað sér í þessum efnum
má nefna göngur, skokk, hlaup,
hjólreiðar, sund, fjallgöngur og
skíðagöngur.
Líkamsþjálfun er mikilvægur
þáttur í þeirri viðleitni að verjast
hjarta- og æðasjúkdómum en bestur
árangur fæst ef tillit er tekið til allra
áhættuþátta sem hægt er að hafa
áhrif á, en það er að halda likams-
þyngd eðlilegri, fara gætilega í
neyslu mettaðrar fitu og sykurs,
hætta reykingum og fara reglulega í
eftirlit hjá lækni."
Þessi ummæli læknanna þriggja
þurfa engra skýringa við. Þau eru
einföld og skýr og byggð á læknis-
fræðilegum staðreyndum. Aðal-
atriðið fyrir hinn almenna borgara
er að láta sér ekki nægja að lesa
þau, heldur tileinka sér þau og hafa
Svo virðist sem Kim Grove, höfundur
hinna kunnu teikninga um ástina,
telji að hreyfing sé æskileg tii
heilsubótar.
ást er...
. að selja bílinn
og kaupa hjól
SEPTEMBER 1977
19