Heilbrigðismál - 01.09.1977, Síða 20
að léiðarljósi varðandi daglegar
lífsvenjur.
Hér á landi hefur ekki farið
fram. svo niér sé kunnugt, athugun
á því hversu margir sjúklingar
liggja árlega á sjúkrahúsi vegna
hjarta- og æðasjúkdóma eða eru frá
vinnu af þeim sökum um lengri eða
skcmmri tíma. Það væri þó verðugt
rannsóknarefni þegar m.a. er haft í
huga að hver legudagur á sjúkra-
húsi kostar um það hil 20.000
krónur. Með öðrum orðum kostar
það um 7 milljónir króna að liggja
eitt ár á sjúkrahúsi. Á þessu sést
greinilega hversu fyrirbyggjandi
aðgerðir eru þýðingarmiklar og að
þeim fjármunum er vel varið sem
veitt er til fyrirbyggjandi aðgerða,
þar á meðal lil að hvetja fólk og
skapa því aðstöðu til útivistar og
hrcyfingar. Slíkir fjárniunir skila
sér margfaldlega aftur með færri
dvalardögum á sjúkrahúsum og
minni fjarvistum frá vinnu en
stuðla í þess stað að því að við
eignumst heilbrigðari og ham-
ingjusamari þjóðfélagsþegna.
Sænskur vísindamaður. Per Olof
Ástrand, réðst í það verkefni að
athuga sanibandið milli hjarta-
dreps og líkamsræktar í Svíþjóð.
Ekki eru hér tök á að greina í ein-
stökum atriðum frá þessari rann-
sókn, enda var hún viðamikil og
fjölþætt. Niðurstöður hennar gefa
þó ótvírætt til kynna að tölfræði-
lega er um gífurlegar upphæðir að
ræða. annars vegar í sjúkrahús-
kostnaði og hins vegar í fram-
leiðslutapi vegna fjarvista frá
vinnu. Vísindamaðurinn komst að
þeirri niðurstöðu, að ef hægt væri
að minnka hjartadrep um 30% gæti
þjóðarframleiðslan aukist um 16.7
milljarða ísl. króna. en með því að
minnka það um 10% gæti hún
aukist um 5.6 milljarða.
Ef þessar tölur væru reiknaðar út
frá fólksfjölda hér á landi saman-
borið við Svíþjóð, mundi þjóðar-
framleiðslan hér á landi í fyrra til-
vikinu aukast um 417 milljónirog í
hinu siðara um 140 milljónir.
Af framansögðu og mörgu fleiru.
sem ekki hefur verið drepið á hér,
ætti öllum að vera Ijós hin gífurlega
Gönguferðir eru kjörnar fyrir fólk
sem fær litla hreyfingu í sínum
hversdagslegu störfum. Enda þótt
ekki sé nauðsynlegt að ganga á há
fjöll til að njóta slíkrar útiveru þá
dregur það ekki úr ánægjunni ef
landslagið er stórbrotið og heillandi
eins og á Eyjafjallajökli.
Mynd: Gunnar V. Andrésson.
þýðing fyrirbyggjandi aðgerða við
heilsugæslu. Útivist og hreyfing
vega þungt í því sambandi.
Sigurður Magnusson, úlbreiðslu-
stjóri ISÍ, tók saman.
ALLT
MEÐ
EIMSKIP
B.MVALLA
20
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL