Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 21

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 21
Leiiad svara Er reyksýran hættuleg? í ýmsum apótekum fæst efni sem nefnt er reyksýra og virðist sums staðar á landinu notað nokkuð niikið við „reykingu" á laxi og silungi. Er hugsanlegt að hættulegt sé að nota þetta efni í matvæli vegna þess að í því sé benspyren sem talið er að valdið geti krabbaincini? Leiiað var svara hjá Þorsteini Þorsleinssyni lifefnafrceðingi: Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Póllandi í fyrra, var Talið er að með þeim aðterðum sem nú eru notaðar við reykingu á matvælum hjá íslenskum fram- leiðsluaðilum sé sneytt eins og frekast er kostur hjá myndun krabbameinsvaldandi efna. Á myndinni er verið að vinna ýsu- flök fyrir reykingu. Mynd: Gunnar V. Andrósson. fjallað um krabbameinsvald- andi efni í matvælum. Þar kom greinilega fram að rannsóknir þær sem Niels Dungal lét gera á árunum 1964 til 1967 hafa flýtt verulega þeirri þróun sem orðið hefur víða um lieim að sett hafa verið ákvæði um hámark af benspyren í matvælum. Meðal annars vegna þessarar þróunar hafa framleiðendur reyksýru keppst við að losna við sem mest af þessu hættulega efni úr vöru sinni án þess að bragð matvælanna sem sýran er noluð á breytist. Af þessum ástæðum tel ég ntjög litlar líkur á að hér á landi sé til sölu reyksýra sem er varasöm að þessu leyti. Töflur við sjóveiki f niarshcfti Fréttabréfs 11111 heilbrigðisniál var þess getið að á meðan Niels Dungal ritstýrði blaðinu hafi m.a. verið sagt frá nýju sjóveikismeðali (Dramamin). Spurt er hvort þetta meðal hafi gefist ver en Anautin töflurnar sem nú virðast mest scldar. Leitað var svara hjá Ttyggva Ásmundssyni lœkni: Lyfjaverksmiðjan Searle í Bandaríkjunum framleiðir lyfið dimenhydrinate undir nafninu Dramamin. Lyf þetta er ekki að finna í sérlyfjaskrá frá 1. desember 1976 og því ekki til sölu hér á landi. Sala á eftirtöldum sjóveiki- lyfjum er leyfð hér á landi án lyfseðils (mest 10 töflur eða stílar handa einstaklingi): Anautin, töflur og stílar. Cinnarizin, töflur. Diphenhydramin (Benadryl R), töflur. Coffinautin, töflur. Meclozin (Postafen R), töflur og stílar. Öll þessi lyf hafa svipaða verkan og dimenhydrinate (Dramamin R) og einnig svip- aða ókosti, sem eru aðallega þurrkur í rnunni, syfja og höfgi hjá sumum sem taka þessi lyf. Getur því verið varasamt fyrir stjórnendur samgöngutækja og aðra sem vinna störf sem krefjast árvekni að vera undir áhrifum þessara lyfja. Erfitt er að benda á eitt ákveðið lyf sem kjörlyf við sjóveiki. Áhrifin eru vafalaust nokkuð einstaklings- bundin og það sem einurn finnst eiga best við sig getur verkað miður vel á annan. Þó eru ýmsir sem mæla með lyfinu Meclozin. einkum til lengri sjóferða. Það hefur mun lengri verkun en hin lyfin og er síður talið valda syfju. □ SEPTEMBER 1977 21

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.