Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 23

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 23
Rætt um orsakir maga- kratibameins í sumar kom hingað til lands á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins bandarískur vísinda- maður, dr. Steve Tannenbaum, prófessor í matvælaefnafræði við MIT-háskólann í Massachusets í Bandaríkjunum. Dr. Tannenbaum hefur um alllangt skeið unnið að rannsóknum á orsökum maga- krabbameins. Krabbameinsfélag íslands bauð honum að segja stutt- lega frá þessum rannsóknum á opnum fundi sem haldinn var að Suðurgötu 22 í Reykjavík. Rannsóknir dr. Tannenbaums hafa beinst að sérstökum efnum, svokölluðum nítrötmn (sem finnast m. a. í saltpétri) og nítrítum, í fæði og magavökva meðal íbúa í af- skekktum fjallahéruðum í Colum- bíu í Suður-Ameríku þar sem tíðni magakrabbameins er mjög mikil. Þetta fólk býr við ákaflega frum- stæð skilyrði og lifir á fábreyttu fæði, sem er að mestu leyti maís og baunir. Athuganir hafa sýnt að drykkjarvatn á þessu svæði er auð- ugt af nítrötum og er þetta at- hyglisvert fyrir þá sök að alþekkt er að nítröt geta umbreyst í krabba- meinsvaldandi efni, svokölluð nítrósamín, ef vissar aðstæður eru fyrir hendi, t. d. í líkamanum. Tíðni magakrabbameins er mjög há meðal íbúa nokkurra landa svo sem Columbíu, Chile, Japans, ís- lands og Finnlands enda þótt hún fari nú nær alls staðar lækkandi. Telur dr. Tannenbaum þá tilgátu geta staðist að magabólgur séu fndanfari magakrabbameins. Samfara magabólgum minnkar sýruinnihald magans og gerlar eiga auðveldara með að þrífast þar. Gerlarnir geta breytt nítrötum og nítrítum í hið krabbameinsvald- andi nítrósamín. Eins óg áður var getið er tíðni magakrabbameins mjög há hér á landi. Þar að auki er ýmislegt sem bendir til þess að tíðni magabólgu sé hér einnig mikil. Þá er og vitað að nítröt og nítrít hafa verið notuð hér um alllangt skeið, m. a. við pækilsöltun á kjöti. Með vaxandi framboði á nýmeti og breytingu á geymslumöguleikum matvæla hefur neysla saltkjöts dregist saman á seinni árum. Dr. Tannenbaum benti á að eitt efni, C-vítamín, getur hindrað myndun hinna krabbameinsvald- andi efna í maganum. I þessu sam- bandi vekur það athygli að magn C-vítamíns í fæði íslendinga hefur löngurn verið mjög lítið vegna þess Á fundi hjá Krabbameinsfélaginu í sumar sagði dr. Steve Tannenbaum frá rannsóknum sínum á orsökum magakrabbameins. Mynd: Jens Alexandersson. SEPTEMBER 1977 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.