Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 28

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 28
1... Nú bjóóura við enn eina isnýjung, is meó rjóma og sultu. í Hjá okkur getió þió valið úr fjöl- rbxeyttasta úrvali ÍKejarins af is. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 Reykjavík að komið verði í veg fyrir vanheilsu á fullorðinsárum. Gerö þvagfæranna Það er ekki úr vegi að rifja upp helstu atriði varðandi útlit eða gerð þvagfæranna og starfsemi þeirra. Nýrun eru tvö (sjá mynd), um það bil 10 cm að lengd, eins og stórar baunir í laginu og liggur sitt hvoru megin hryggjar, og er efri endi þeirra í hæð við neðstu rif. Ofan á nýrunum liggja nýrnahetturnar, kirtlar sem framleiða ýmis hormón, en hafa ekki beinlínis neitt með starfsemi nýrnanna að gera. Nýrað er myndað af nýrnaberki (1), en þar fyrir innan nýrnamerg (2) sem liggur að nýrnaskjóðunni og er að nokkru umlukinn af henni. Aðal- starf nýrnanna er að losa líkamann við ýmiss konar úrgangsefni sem myndast við bruna eða niðurbrot næringarefna, svo og að stjóma salt- og vatnsbúskap líkamans. Við nýrnabilun truflast útskilnaður þessara úrgangsefna sem safnast þá fyrir í blóðinu og leiðir það til þvageitrunar sem er lífshættulegt ástand. Líta má á nýrun sem nokk- urs konar síur þar sem þvagið skilst frá blóðinu er í gegnum þau renn- ur. Síðan streymir þvagið eftir flóknu gangakerfi í nýrnavefnum og niður í nýrnaskjóðuna. Þaðan dreitlar svo þvagið jafnóðum niður eftir þvagleiðurum (4), sem opnast í blöðruna. Þvagblaðran (5) tekur misjafnlega mikið og fer rúmmál hennar að sjálfsögðu eftir aldri barnsins. Þegar hún er full ertast taugar í blöðruveggnum og barn- inu verður mál að pissa. Tæming blöðrunnar er ósjálfráð hjá yngstu börnunum, en að jafnaði fara þau um þriggja ára aldur að geta haldið sér þurrum. Or botni blöðrunnar gengur svo þvagrásin (6), sem hjá drengjum er 4 —5 sinnum lengri en hjá stúlkum. Undir eðlilegum kringumstæðum getur þvagið ekki gengið úr blöðru upp í nýrnaskjóð- urnar, nokkurs konar lokur í blöðruveggnum koma í veg fyrir Uppdráttur af þvagfærum. Skurð- flötur af hægra nýra (A) sýnir innri byggingu í stórum dráttum. Sjá enn fremur skýringar í greininni. það. Þessi lokuverkun getur bilað, einkum við endurteknar og lang- varandi þvagsýkingar og kemst þá blöðruþvagið óhindrað upp eftir þvagleiðurunum. Gerist það sér- staklega þegar þrýstingur í blöðr- unni vex, t. d. við þvaglát. Helstu einkenni Þar sem svo oft ríkir um það ó- vissa, einkum þegar böm eiga hlut að máli, hvað þvagsýking hefur staðið lengi eða hversu margar sýkingar hafi áður átt sér stað, er erfitt að áætla um sjúklegt ástand innri þvagfæra. Er því varlegast að gera ráð fyrir að þvagsýking stað- fest með ræktunum hafi þá þegar náð upp í nýrun og geti náð þangað hvenær sem er. Með þennan möguleika í huga og alvarlegar af- leiðingar hans er hyggilegast að hætta að tala um blöðrubólgu, sem í augum fólks hefur hingað til verið talin meinlaus kvilli er ekki þyrfti að hafa neinar áhyggjur af og þarfnaðist tæpast nokkurrar með- ferðar. Það er ekki óvenjulegt að heyra eldri konur nefna í lok 28 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.