Heilbrigðismál - 01.09.1977, Blaðsíða 30
senda sýnið áfram til Rannsókna-
stofu Háskólans við Barónsstíg.
Taka þvagsýna
Þegar þvagsýni er tekið verður að
gera það á mjög samviskusamlegan
hátt. Óhreinindi vilja safnast á ytri
kynfæri og í kringum þvagrásarop,
og geta þau blandast þvaginu og
truflað rannsóknina. Það verður
því að hreinsa vel eða þvo þarna í
kring. Á sjúkrahúsum er notað
gerilsneytt vatn, blandað sótt-
hreinsandi efni, en í heimahúsum
má vel notast við ylvolgt, soðið vatn
og sápu. í lok þvottar skal ætíð
skola yfir svæðið með hreinu vatni,
svo hinn sótthreinsandi lögur eða
sápa blandist ekki þvagsýninu. Hjá
stúlkum er þvotturinn fram-
kvæmdur þannig, að burðar-
barmarnir eru glenntir í sundur og
síðan þvegið svæðið á milli þeirra.
Þægilegast er að nota til þess
bómullarhnoðra, sem vættir eru í
hreinsivökvanum og er farin ein
yfirferð með hverjum hnoðra,
strokið framan frá og aftur eftir.
Nóg er að gera þetta 5—6 sinnum,
síðan skolað yfir með hreinu vatni,
eins og áður er sagt. Hjá drengjum
verður að fletta forhúðinni upp og
þvo rækilega í kringum þvagrásar-
opið, en gæta þess, að forhúðin
skreppi ekki fram fyrr en eftir að
þvagsýnitöku er lokið. Hjá yngri
drengjum er forhúðin oft þröng og
ekki hægt að ná henni það langt
upp á reðurhúfuna, að sjáist í
þvagrásaropið. Svæðið er þá
hreinsað og þvegið eins og kostur er
og síðan beðið átekta eftir niður-
stöðu fyrstu þvagskoðunar. Ef hún
er eitthvað vafasöm má reyna að
hreinsa betur forhúðina að innan-
verðu með því að sprauta skol-
vökva upp í gegnum forhúðaropið.
Hjá eldri börnum er tekið svokall-
að miðbunuþvag, sem er í því
fólgið, að fyrsta hluta þvagbun-
unnar er kastað, en síðan tekið sýni
til rannsóknar. Hjá yngstu börnun-
um er varla gerlegt að ná mið-
bunuþvagi, því til þess þarf skilning
og samvinnu af hendi barnsins. Þó
er furða hvað mæður eru oft lagnar
við að ná mjög svo viðunandi
þvagsýni með því að vakta vel
barnið, þegar það helst losar sig við
þvag, t. d. eftir svefn eða meðan á
máltíð stendur. Annars verður hjá
ungbörnunum að nota plastpoka,
sem límdir eru á kynfæri eftir að
búið er að þvo þau og hreinsa
rækilega og síðan er beðið eftir, að
þvagið safnist fyrir í pokann. Slík
sýnitaka verður ekki eins áreiðan-
leg eins og með miðbunu að-
ferðinni.
Jafnmikilvægt og það er að
vanda vel allan undirbúning að
þvagtökunni ef hitt ekki síður
áríðandi, að ílátið sé algjörlega
hreint, dauðhreinsað og sömuleiðis
að sá sem tekur þvagið framkvæmi
það á sem hreinlegastan hátt, þvoi
sér um hendur áður en athöfnin
hefst og snerti ekki við innra borði
loks eða íláts, sem þvagið er látið í.
Þvagsýni skal helst taka að morgni
og það þarf að komast sem fyrst í
hendur þess sem á að rannsaka
það. Að vísu má geyma þvagsýni í
einn sólarhring eða svo, ef það er
látið strax í kæli (ca. 4° C.). í
stofuhita má þvagið ekki standa
nema sem allra styst í mesta lagi
eina klukkustund.
Þúsundir af bakteríum
Vafalaust hefur fólk heyrt ein-
hverjar tölur nefndar í sambandi
við bakteriu ræktanir. Bakteríurnar
eru taldar eftir sérstökum
aðferðum. Talning upp á 100 þús-
und eða meira af sömu bakteríunni
er talið öruggt merki um þvag-
sýkingu. Sé gefin upp talan 10 þús-
und eða minna er sennilega engin
sýking til staðar. Tölur, sem þarna
liggja á milli, getur verið álitamál
hversu taka eigi alvarlega. Því
þarf stundum að gera margar
ræktanir í röð hjá sama sjúklingi til
þess að átta sig á, hvort um raun-
verulega þvagsýkingu sé að ræða,
en í slíkum vafatilfellum er jafn-
framt tekið mið af því hvort gröftur
finnst í þvaginu eða ekki.
Lyfjameðferð
Þegar búið er að staðfesta sýk-
ingu er nauðsynlegt að gefa lyf til að
uppræta hana. Læknirinn ákvarðar
hvaða lyfjategund skuli nota og
er þá venjulega farið eftir næmis-
prófi, ef það liggur fyrir. Lyfin
verður að gefa nógu lengi eða 10 —
14 daga og með reglulegu millibili
yfirsólarhringinn, venjulega á 6 —8
klukkustunda fresti, en þó er ein-
staka lyf, sem einungis þarf að gefa á
12 stunda fresti. Aðalatriðið er að
halda sig við fyrirmæli læknisins.
Það má ekki láta villa sér sýn og
hætta meðferð, þó einkenni hjaðni
eftir tveggja til þriggja daga lyfja-
gjöf. Slík batamerki tákna alls ekki
það sama og að sýkingin sé að fullu
yfirunnin.
í færri tilvikum finnst skýring á
því, hvers vegna sum börn fá
þvagsýkingu, stundum aftur og
aftur, en önnur sleppa. Svipað er
raunar að segja um sýkingar í önd-
unarfærum, við vitum að sum börn
eru síkvefuð og önnur fá aldrei hor
í nös. I vissum tilvikum má rekja
þvagsýkingu hjá börnum til með-
fæddra missmíða í þvagfærum.
sem oft er þannig varið, að þau
valda meiri eða minni rennslis-
^fréttimaæ VÍSIB
30
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL