Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 31
Erlendar
heilbrigdisffréltflr
hindrun á þvagi. Sem dæmi má
nefna þrengsli í þvagleiðurum eða
þvagrás. Slík missmíði finnast þó
aðeins í litlum hluta þeirra barna,
sem fá þvagsýkingar. Oft má laga
missmíðin að einhverju eða öllu
leyti, með aðgerðum og ríður því á
miklu, að þau séu uppgötvuð
tímanlega, áður en alvarlegar
skemmdir hljótast af. Eins og áður
er minnst á eru þvagsýkingar hjá
börnum, sem komin eru á legg,
mun fáséðari hjá drengjum en
stúlkum. Þykir því ástæða til að
fara fyrr út í ítarlegar þvagfæra-
rannsóknir hjá drengjum með
þvagfærasýkingu en stúlkum, því
líklegt er, að meðfædd missmíði
liggi þar á bak við.
Hreinlæti mikilvægt
Barni sem einu sinni hefur
fengið þvagsýkingu er hætt við
sýkingu öðru sinni. Oft þurfa þessir
sjúklingar á langvarandi meðferð
°g eftirliti að halda. Sé reglulegu
eftirliti framfylgt af öllum aðilum
eru góðar horfur á lækningu.
Ástæða er til að brýna fyrir
börnum, sem fengið hafa þvag-
sýkingu, að fara vel með sig. Ekki
er þó vert að hefta um of athafna-
frelsi þeirra. Þau verða að temja
sér hreinlæti, fara oft í bað
(sturtu) og þvo sér þá rækilega að
neðanverðu, skipta reglulega um
naerföt og venja sig á, að þurrka sér
eftir hægðir framan frá og aftur
eftir. Þau verða að forðast vosbúð
°g kulda. Þau skulu nota hlýjan
fatnað i kuldatíð, einkum að
neðanverðu, þurrka sér rækilega
eftir bað og rjúka t. d. ekki blaut og
•Ha búin út í kulda að vetrarlagi,
eftir leikfimi og sund. Það eru
nokkuð skiptar skoðanir um hvort
leyfa eigi stúlkum, sem hætt er við
þvagsýkingum að vera í sundi.
Taka verður ákvörðun um slíkt
1 hverju einstöku tilfelli, en sé
framangreindum varúðarráð-
stöfunum um búnað sinnt og alls
þrifnaðar gætt á sundstað er varla
ástæða til að banna þeim það. □
Pillan hættuleg
þeim sem reykja
Fyrir tveimur árum var í fyrsta
sinn talið að sýnt hefði verið frarn á
ótvírætt samhengi á milli notkunar
getnaðarvarnarpillunnar og aukn-
ingar á kransæðastíflu (myocardial
infarctions).
Með nákvæmari athugunum á
þeim bresku rannsóknum sem þá
voru lagðar til grundvallar hefur
komið í ljós að pillan hefur verið
höfð fyrir rangri sök að verulegu
leyti. Eftir allt saman er hún ekki
svo ýkja hættuleg nema ef konan
sem notar hana reykir einnig.
Þessi fylgni er mest áberandi
meðal kvenna á aldrinum 40 til 44
ára. Dánartíðni af völdum áður-
nefndra hjartasjúkdóma meðal
þeirra sem hvorki reykja né taka
pilluna er 7 af hverjum 100.000 á
ári. Þær konur sem taka pilluna en
reykja ekki hafa tíðnina 10 af
100.000 og meðal þeirra sem reykja
en taka ekki pilluna er hún 16 af
100.000. Að þessu leyti eru reyk-
ingar einar sér hættulegri en pillu-
notkunin.
Ferdinand veit sennilega að nægur
svefn ætti að vera fastur þáttur í
daglegum lífsvenjum fólks.
En þegar konur í þessum aldurs-
flokki bæði reykja og taka pilluna
þá hækkar dánartíðnin gífurlega
eða í 58 af 100.000 og hjá þeim sem
reykja mikið (15 sígarettur eða
fleiri á dag) hækkar þessi tala í 83
af 100.000 á ári.
í yngri aldurshópum, t.d. 30 til 39
ára, vartíðnin nokkru lægri. í þeim
hópi juku reykingar dánarlíkur
þeirra sem notuðu pilluna
fimmtánfalt, en í eldri hópnurn
voru líkurnar sextán sinnum meiri.
MEDICAL WORLD NEWS, 18. APRlL
1977. TOHAKKEN OO VI. 2/1977.
Heilræði fyrir þá sem
vilja lengja líf sitt
Samkvæmt rannsóknum Bres-
lows og Belloc eru líkurnar á lengra
lífi og góðri heilsu að miklu leyti
háðar því að fylgt sé eftirfarandi sjö
reglum:
1. Þrjár máltíðir á dag á reglu-
legum tímum og ekkert snarl
þess á milli.
2. Morgunverður daglega.
3. Hæfileg líkamsþjálfun tvisvar
til þrisvar í viku.
4. Nægur svefn (sjö eða átta tímar
hverja nótt).
5. Engar reykingar.
6. Réttur líkamsþungi.
7. Ekkert áfengi eða í miklu hófi.
Maður sem er 45 ára og fer eftir
þessum lífsreglum getur vænst þess
að lifa ellefu árum lengur en sá sem
sinnir þessu ekki (til 78 ára aldurs í
stað 67 ára). Ekki getur það spillt
fyrir að máltíðirnar séu hafðar
fjölbreyttar og fremur sé neytt
grófra brauða en brauða úr fín-
möluðu korni.
USIS: IPS BYLINER 4/77,49.
SEPTEMBER 1977
31