Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 33

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 33
 ENDURBIRT EFNI: Járn, t>lý og krábba- mein / tveimur fyrstu tölublöð- um pessa afmœlisárgangs hefur verið birt sýnishorn af efni frá þeim tíma þegar Niels Dimgal og Baldur Johnsen voru ritstjórar Fréttabréfs um heilbrigðismál. Nú er röðin komin að Bjarna Bjarnasyni sem var ritstjóri tímaritsins frá 1965 til 1975. Hér birtast lilutar af nokkrum greinum frá þessu tímabili, bœði eftir hann og aðra. Á alþjóðlegu krabbameinsári Alþjóða heilbrigðismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) helgaði árið 1970 krabbameinsvörnum og krabbameinsleit. Lögð var sér- stök áhersla á að hér eftir verði unnið meira en nokkru sinni fyrr að því að finna krabbamein snemma, svo að hægt sé að koma við fullkomnum að- gerðum og tryggja sjúkling- unum varanlegan bata. Sannleikurinn er sá að lang- flestar tegundir krabba er hægt að lækna ef hann finndist alltaf nógu snemma og leitað væri tafarlaust fullkominna aðgerða og læknishjálpar. Sú bábilja er ótrúlega lífseig hjá mörgum að krabbi sé sama og dauðadómur. Við vitum að um og fyrir síðustu aldamót dó nánast hver einasti maður sem fékk krabbamein en á þessu hefur orðið stórkostleg breyt- ing. Samkvæmt skýrslum alþjóðakrabbameinsstofnunar- innar læknast nú orðið 33% alls krabba. Þetta rná heita ævin- týralegur árangur á ekki lengri tíma. Þó segir í söntu skýrslum að hundraðstalan gæti hæglega verið kornin upp í 50 ef fólk væri nógu vel á verði og sant- vinnan á ntilli þess og læknanna væri eins og hún ætti að vera. Höfuðeinkennin sem geta boðað byrjandi krabba, en eru þó oftast eitthvað annað, eru sjö og skulu nú rifjuð upp. /. Hvers konar sár sem ekki gróa á eðlilegum tima. 2. Óvenjuleg blceðing eða út- ferð. J. Langvarandi hósti eða hœsi. 4. Hvers konar breytingar á vörtum eða fœðingarblettum. 5. Hnútar og hersli í brjósli eða annars staðar. 6. Brevtingar á hcegðavenjum eða annarri starfsemi þarm- anna. 7. Meltingartruflanir eða örðugleikar við aö kyngja. Öll þessi hættumerki sem geta boðað krabba ættu allir að læra utanað og rifja upp öðru hverju svo að þau gleymist ekki. Látið ekki dragast stundinni lengur að fara til læknis ef einhver þessara einkenna konta í Ijós. Lungnakrabbinn færist óhugnanlega ntikið í vöxt. Á árununt frá 1931 til 1954 eða á 24 árum fundust 34 sjúklingar á Islandi nteð lungnakrabba, en frá 1955 til 1968, á 14 árum, urðu tilfellin 264*. Það þarf ekki að skýra það lengur fyrir fólki, því að allir vita það nú- orðið, að sígarettureykingar eiga söká95 —97% allra þessara krabbatilfella. Lungnakrabbinn myndi sem sagt hverfa að mestu ef fólk fengist til að leggja niður sígarettureykingar. Við skulurn vona að árið sem nú er að liða og þau sem á eftir koma verði okkur happadrjúg í baráttunni gegn krabbanum og að við fáum bolmagn til að beita öllum tiltækum ráðunt að finna hann snemma meðan hann enn er á byrjunarstigi, svo að hægt sé að veita sjúklingun- um læknisnteðferð sem leiðir til varanlegs bata. Þó skurðlækningar og geisla- meðferð séu þau vopn sem best bita gegn krabbanum eru þó fleiri liðtæk kornin til skjalanna eins og ýmis kemísk efni, hormónar eða vakar og fúkka- lyf. Á seinni árum beinist athygli vísindamannanna æ * Fjöldi greindra lilfella af lungna- krabbameini frá 1955 til 1976 var 541 (á 22 árum). Bjarni Bjarnason læknir. SEpTEMBER 1977 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.