Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 34

Heilbrigðismál - 01.09.1977, Side 34
 meir að viðbrögðum manns- líkamans við krabbanum og það hefur komið í ljós að stundum eru þau lík og þegar hann smitast af sýklum eða sett eru í hann framandi líffæri. Til eru dæmi þess að líkaminn hafi af sjálfsdáðum ráðið niðurlögum krabbans. Janúar — mars 1971. Þekkir þú ekki þessi einkenni? Einkenni járnskorts, með eða án blóðleysis, eru æði marg- breytileg og valda sjúklingnum mismunandi miklum óþæg- indum. Algengasta kvörtunin er sí- felld þreyta, dugleysi, úthalds- leysi til vinnu, syfja. Þetta gerist svo hægt að fæstir gera sér grein fyrir byrjuninni. Þreytan vex síðan og smá viðvik geta vaxið sjúklingunum svo í augum að þeir koma sér helst ekki að verki. Oft rekur þetta fólk sig áfram meira af vilja en mætti. Höfuðverkur er ekki óalgeng umkvörtun, einnig ýmsar truflanir á húðskyni, dofatil- finning eða náladoði. Mjög áberandi og óþægileg einkenni er mikil kulvísi á höndum og fótum. Neglur verða óvenju þunnar og linar og rifna oft af litlu tilefni. Sumir fá særindi í tungu eða munnslímhúð, þurrk í hálsinn og erfiðlega gengur að kyngja. Sprungur og afrifur í munn- vikinu er algeng kvörtun. Enn aðrir fá einkenni frá meltingar- færum, svo sem lystarleysi, vindgang, ropa, tregar hægðir eða niðurgang, ógleði og upp- köst. Flest þessi einkenni járn- skorts stafa að öllum líkindum af truflun á starfsemi hvata (enzyrna) en sé blóðleysi fyrir hendi fylgja því hin venjulegu einkenni svo sem hjartsláttur, máttleysi og mæði. (Úr grein eftir Sigmund Magnússon, lækni.) Okt.—des. 1966. Blýeitranir í börnum Á fimm ára tímabilinu frá 1958 til 1962ertaliðað310börn undir 15 ára aldri hafi verið lögð inn á spítala í Bretlandi vegna blýeitrunar. Dauðsföll af völdum blýeitrunar á þessu tímabili voru 9. Af þremur tilfellum sem voru tilkynnt nefnd þeirri sem rann- sakar voveifleg dauðsföll og slys í heimahúsum var eitt banvænt, en orsök eitrunar ekki tilgreind, en hin tvö stöfuðu af miklu blýmagni í málningu á rúmum barnanna. Innflytjendur hafa fengið fyrirmæli um að gæta þess að plastleikföng sem flutt væru inn í landið væru sem allra minnst blýblönduð og magnið mætti aldrei fara fram úr 0,025%. í plastleikföngum sem flutt voru inn frá Hong Kong hafði mælst tífalt þetta magn. f ljós kom að 10,6% af blýi voru í málningu á leikfanga- kubbum til að raða saman og byggja úr, en nú hafa verið gefin út ströng fyrirmæli um að blýmagn í málningu á barna- leikföngum megi aldrei fara fram úr 1,1%. Blýeitrun er sennilega mjög fátíð hjá börnum hér á landi og ekki hefur tekist að fá neinar upplýsingar um slík tilfelli fram að þessu. Svo virðist sem ekki ætti að vera mikil hætta á eitrun frá máluðum hlutum eða plast- vörum sem eru framleidd hér. JÚH — sepl. 1965. Forsíður Fréttabréfs um hell- brigðlsmál frá 1965, 1970 og 1975. Öll ellefu ritstjóraár Bjarna Bjarnasonar kom blaðið út reglulega fjórum sinnum á ári. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.