Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 4
NORSKA AFENGISVARNARÁÐIÐ * Áfengi, heilsa .°8 gestrisni Áfengisneysla íslendinga er enn einu sinni til umræðu og núna vegna frumvarps á Alþingi um leyfi til sölu áfengs öls, á sama hátt og nú eru seld létt og sterk vín. Heildaráfengisneysla íslendinga er sú lægsta í Evrópu. Samt sem áður mun misnotkun íslendinga á áfengi vera jafnalgeng og hjá mörgum öðrum þjóðum sem hafa miklu hærri heildarneyslu á hvem íbúa. Þetta misræmi má skýra með drykkjuvenjum íslendinga, sem drekka mikið í senn, en með hvíld- um, og dagdrykkja í hófi er lftið stunduð hér. Sala áfengs öls á almennum markaði hér kemur að allra dómi til með að auka lítratölu hreins vín- anda á hvem íbúa. Stóra spurning- in er sú, hvort heilsufarsleg og fé- lagsleg áhrif breyttra drykkjusiða, sem munu fylgja bjórnum, verði til skaða eða ekki. Enda þótt ekki hafi verið sannað að hófleg neysla áfengis valdi lík- amiegu eða andlegu heilsutjóni er ekki nokkrum blöðum um það að fletta að félagsleg áhrif áfengis eru mikil, jafnvel í minnstu skömmt- um. Tilgangur þeirra sem áfengis neyta er fyrst og fremst að ná fram skapbreytingum, og jafnframt að sefa þreytu og líkamleg ónot sem fyrir kunna að vera. Áfengisneysla á föstudags- og laugardagskvöld- um tengist þessu beint og er til þess gerð að sefa eða fresta afleið- ingum erfiðrar vinnuviku. Sam- kvæmi, sem fólk sækir, eru til þess að skemmta og því skiptir máli að öllum líði vel og þeir nái saman. Áfengið er notað til þess að brjóta múra milli fólks, en verður oft til þess, þegar lengra er gengið, að ekki aðeins brotna múrar heldur eru líka borgir lagðar í rúst. Lítið magn áfengis daglega gæti verið skaðlegra heilsu en talið er. Vægustu áfengisáhrif draga úr skapandi hugsun og nákvæmni hreyfinga, þótt þess verði sjaldan vart nema með mælingum. Þetta finna þó flestir, sem áfengis neyta, hjá sjálfum sér ef vel er að hugað, þótt ekki sjáist þess ytri merki. Áfengi kann að vera gott til þess að draga tímabundið úr streitu, en þess ber að gæta að áfengi sem slíkt er sjálft streituvaldur, og sitja því flestir verr eftir en áður þegar af þeim rennur. Víman gefur falsk- an kraft þar sem hún losar aðeins um hömlur og eftir sem áður er þörf hvfldar, sem er því frestað þar til víman er horfin. Þeir sem neyta áfengis reglulega og daglega, þótt í litlu magni sé, ná sjaldan sínu besta. Hjá þeim gætir á víxl þreytu eftir fyrri drykkju og áfengisáhrifa. Fyrir nokkrum árum var í þessu riti vakin athygli á auglýsingu frá heilbrigðisstjórninni á Nýja Sjá- landi, þar sem fólki var bent á að hafa í huga, þegar veislur eru skipulagðar, að sumir neyta ekki áfengis og að ókurteisi er að ota áfengi að fólki. Þetta ættu íslend- ingar að hafa hugfast. Hér ríkir al- menn velmegun og henni tengist mikill kaupmáttur flestra og kemur hann meðal annars fram í auknum áfengiskaupum. Sífellt er meira um það að boðið sé upp á áfenga drykki í heimahúsum, hvort sem um er að ræða formleg matarboð eða óvæntar tækifærisheimsóknir. Hið gamla og góða kaffi er á und- anhaldi og mundu sumir telja það h'mabært, þar sem íslendingar eru á meðal mestu kaffiþambara heimsins. En skipti á kaffi og áfengi eru slæm skipti. Síðdegis- drykkjur af ýmsu tilefni, vegna af- mæla fólks eða stofnana eða til kynningar á nýjum vörum eða fyr- irtækjum, eru daglegt brauð. Þar er gestum mætt með bakka með úrvali drykkjarfanga. Þeir sem ekki vilja neyta áfengis í það skipti, og þeir eru oft margir, þurfa að leita vel á bakkanum að einhverju fyrir sig. Oft er þar aðeins eitt glas eða jafnvel ekkert án áfengis. Þarf gestur þá að biðja sérstaklega um óáfengan drykk og fylgja því snún- ingar fyrir þjón og leiðindi fyrir gest. Gestrisni á að vera sýnd á þann hátt, að veitingar séu þær sem við eiga og best henta hverjum gesti. jónas Hallgrímsson, prófessor. 4 HEILBRIGÐISMAL 4/1987 é

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.