Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 25
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson sem slíkur vinna þær líklega skemmdarverk sín á æðunum. Nikótín er sterkt efni sem gefur róandi áhrif í nokkrar mínútur en það hækkar síðan spennu almennt lengi á eftir. Til dæmis hækkar blóðþrýstingur um tuttugu prósent í allt að tuttugu mínútur eftir eina sígarettu. Aðrir spennuþættir hækka einnig. Miklar reykingar geta því kynt undir stöðugu streituástandi. Varðandi sóðaskap- inn getur sá sem hefur séð biksvört lungu reykingamanns í krufningu aldrei gleymt þeirri sjón." Er ekki koffein líka streituvald- ur? "Jú, svipað gildir um koffein og nikótín. Kostir koffeins eru taldir þeir að það örvar og hressir. Flestir þekkja að kaffiþamb getur valdið svita, andvöku, hjartsláttarónotum og brjóstsviða. Allt eru þetta skýr merki um streitu. Því miður drekk- ur fólk oft marga bolla af kaffi án þess að taka eftir því. í þessu sam- bandi má minna á hið fræga sjö mínútna vinnuhlé í frystihúsum. Það er sá tími sem nægir til að fá sér einn bolla af kaffi og eina síga- rettu. Þetta er það sem síst hvílir þann sem vinnur tilbreytingarlítið starf við spennu ákvæðisvinnunn- ar. Þetta nærir vöðvagigtina vel. Það gæti verið hagur atvinnurek- enda að stuðla að því að starfsfólk- ið stundi líkamsrækt, annað hvort með því að fá fólk til að hreyfa sig á vinnustaðnum, eins og gert hef- ur verið í sumum frystihúsum, eða jafnvel með því að borga fólki fyrir að fara í sund eftir vinnu. Yfir- menn bandarískra og japanskra fyrirtækja hafa löngu áttað sig á að það er hagur fyrirtækisins að starfs- fólkið safni ekki þreytu heldur rækti heilsu sína í vinnutímanum. Ég vil samt alls ekki varpa allri ábyrgð- inni á vinnuveitandann. Starfsfólkið verður sjálft að fá að bera ábyrgð á heilsu sinni." Þá komum við aftur að líkams- ræktinni. Er hún besta streitu- vömin? "Hún hefur að minnsta kosti reynst mér vel", sagði Ingólfur. „Að fara í leikfimi, sund eða út að hlaupa í hálftíma eftir langan dag í andlegri vinnu er mér forsenda fyrir góðum svefni. Tveggja daga fjallaferð getur verið jafngildi hálfs mánaðar frítíma. Um síðustu páska fór ég með Ferðafélagi íslands inn í Landmannalaugar. Þar var gengið á skíðum, farið í Laugarnar á kvöldin og lifað ein- földu lífi. Ég get varla hugsað mér betri tilveru. Þegar ég aðstoða fólk við að koma sér út úr streituást- andi geri ég oft samning við svo- nefndan sjúkling um að hann fari daglega í sund í einn mánuð. Að þeim tíma liðnum hefur hann lagast mikið og menntast mikið. Hann hefur lært að meta gildi líkams- ræktar. Það er gleðilegt þegar sá sem áður var ánauðugur stressinu sínu segist þurfa að fara í sund eða göngu á hverjum degi — annars líði sér ekki nógu vel." Hve lengi er streitan að hverfa við meðferð, til dæmis hjá þeim sem er kominn með einkenni streitu á öðru stigi? "Sá maður er yfirleitt ekki óvinnufær þótt hann sé með ýmis óþægindi. Hann þarf venjulega HEILBRIGÐISMAL 4/1987 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.