Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 31
HEILBRICÐISMÁL hætti: / fyrsta lagi geta V-, J- og D- bútarnir stokkast saman hvernig sem er og ennfremur getur hver þung keðja tekið saman við hvaða léttu keðju sem vera skal. Miðað við þekktan fjölda bútanna má reikna út að samsetningarmögu- leikarnir eru upp undir tíu milljón- ir. / öðru lagi er samsetning bút- anna hverju sinni ónákvæm og verða gjarnan minni háttar úrfell- ingar á mörkunum. Par með breyt- ist kjarnasýruröðin, sem aftur leið- ir af sér örlítið breytta amínósýru- röð í mótefnasameindinni, en jafn- vel ein breytt amínósýra breytir sérhæfi mótefnisins. / þriðja lagi er stundum bætt inn í kjarnasýruröð- ina þegar bútarnir eru skeyttir saman, með sömu afleiðingum og áður er lýst. / fjórða lagi eru svo V- genbútarnir viðkvæmari fyrir stökkbreytingum en almennt ger- ist. Jafr.framt rannsóknum á mót- efnagenunum vann Tonegawa, og reyndar margir fleiri á öðrum stöð- um, að því að komast að eðli við- Skýringarteikning af myndun mót- efnagena. Efst eru genin óstokkuð, eins og þau eru í stofnfrumum, i næstu röð eru dæmi um uppstokkuð gen í B-eitil- frumum, sfðan koma prótein og loks fullmynduð mótefni. takans sem T-eitilfrumur hafa á yf- irborði sínu. Petta tókst loks árið 1984. Þessi viðtaki reynist vera samsettur af tveimur mismunandi peptíðkeðjum, sem minna mjög á léttar keðjur mótefnanna, og hafa breytilegan og óbreytilegan hluta. Það kom svo í ljós að fjölbreytileiki þessarar sameindar verður til með mjög svipuðum hætti og þekkt var orðið um mótefnin með uppstokk- un genbúta. Gildi þessara rannsókna felst fyrst og fremst í sjálfum niður- stöðum þeirra. Það hefur tekist að komast að mjög snjallri aðferð sem náttúran hefur til að leysa flókið viðfangsefni. Skilningur á starf- semi gena ónæmiskerfisins hefur átt þátt í auknum skilningi al- mennt á því að erfðaefni er ekki eins fastnjörvað og óbreytilegt og menn töldu. Sé spurt um hagnýtar afleiðingar þessara rannsókna þá hefur Tonegawa svarað því svo sjálfur að forsenda þess að skilja bilanir og sjúkdóma í ónæmis- kerfinu sé sú að hafa fyrst góðan skilning á eðlilegri starfsemi þess. Þannig eru þessar rannsóknir mjög mikilvægur liður í að auka þekkingu manna á til dæmis sjálfsónæmis- sjúkdómum, verkun ónæmisað- gerða og fleiru. Það er gaman að geta þess að lokum að Susumu Tonegawa kom til íslands sumarið 1985 sem gesta- fyrirlesari á fimmtánda þing norr- ænna samtaka ónæmisfræðinga og tók einnig þátt í umræðufundi. Að sjálfsögðu flutti hann stórfróðlegan fyrirlestur um viðtakann á T-eitil- frumum, en mér er líka minnis- stætt að það vildi svo til að ég sá yfir öxlina á honum þegar hann skráði nafn sitt í gestabók hjá Vig- dísi forseta á Bessastöðum og gerði það með japönsku letri. Þetta litla atvik sýnir að hann lítur ennþá á sig sem Japana, þrátt fyir langa bú- setu utan Japans. Hann er fyrsti Japaninn sem hlýtur Nóbelsverð- laun í læknisfræði. Fyrir einu ári hélt hann fyrirlestur á alþjóðlegu þingi sem haldið var í Tokyo. Sagt er að japanskir blaðamenn hafi þá gengið hart að honum með spurn- ingar um það hvenær kæmi loks að því að Japanir eignuðust Nó- belsverðlaunahafa í læknisfræði. Þeir þurfa ekki að spyrja lengur. itarefni: Susumu Tongeawa: The Molecules of the immune system. Scientific American 1985, 253:104-113. Helga M. Ögmundsdóttir, Ph.D., er læknir og sérfræðingur í ónæmis- fræði. Hún er nú forstöðumaður Rannsóknastofu í sameinda- og frumu- líffræði sem Krabbameinsfélagið hefur nýlega komið d fót. HEILBRIGÐISMÁL 4/1987 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.