Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 15
HEILBRICÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) verða staðfestir við langtímanotk- un er líklegt að þær muni leysa eldri tegundir af hólmi og auka þannig enn meira á öryggi pillunn- ar. Kostir pillunnar Enda þótt pillan kunni að vera sjúkdómsvaldur í stöku tilfellum kemur notkun hennar í meira mæli í veg fyrir sjúkleika.9 Petta vill oft gleymast. Notkunin hefur þannig áhrif til verndar gegn góðkynja æxlismyndun í brjóstum, tíðablæð- ingar verða reglulegar, verkjalaus- ar og minni (sem ver gegn blóð- leysi af járnskorti) og áhrif til lækk- unar á tíðni krabbameins í legslímhúð og eggjastokkum voru áður nefnd. Oft lagast spenna fyrir tíðir, en hún veldur mörgum kon- um töluverðum vandkvæðum. Hlutfall utanlegsfóstra hjá þeim sem verða þungaðar á pillunni er ekki aukið, en það er gagnstætt því sem sést hjá konum með lykkju. Pillan hefur jákvæð áhrif á „en- dometriosis", sjúkdóm þar sem legslímhúð er til staðar utan við legið inni í kviðarholinu. Með því að hafa áhrif í átt til að gera slímið í leghálsinum seigara er pillan viss vörn gegn bakteríum sem geta valdið bólgu og skemmd- um á eggjaleiðurum. Meðal þess- ara örvera má telja lekandasýkla og klamýdíur. Pillan hefur þannig verndandi áhrif á frjósemi kvenna. Vegna þess að þessar sýkingar eru algengastar meðal ungs fólks er pillan heppileg getnaðarvörn hjá yngri konum, sem ekki hafa byrjað barneignir eða lokið þeim. Góð getnaðarvörn Pillan er nú sem fyrr ein besta getnaðarvörn sem völ er á. Örygg- ið er 99,8% miðað við rétta notkun. Væg aukaáhrif pillunnar eru ekki eins algeng við notkun nýrri pillu- tegunda sem innihalda minna hor- mónamagn og hafa tilhneigingu til að minnka þegar líður á notkunar- tímann. Auk þess má með skyn- samlegum breytingum á pilluteg- und sem konan notar, forðast þessi óþægindi og finna pillu sem hentar betur. Alvarlegar aukaverk- anir eru fátíðar, sérstaklega meðal yngri kvenna. Flestar rannsóknir á áhættu af pillunni hafa verið gerðar á hópum kvenna sem hafa notað pillur með mjög mismunandi prógesterón- innihaldi, oftast hærra en í þeim pillutegundum sem mest eru not- aðar í dag. Enginn vafi er á því að prógesteróninnihald pillunnar hef- ur mikla þýðingu fyrir hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Með minna prógesteróni má ætla að sú áhætta muni minnka verulega.7 Nauðsynlegt er samt að kona sem tekur pilluna fari reglulega í krabbameinsleit og fylgst sé með blóðþrýstingi og almennu heilsu- fari hennar. Ef undan er skilinn sá hópur kvenna sem er í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúk- dóma, (þær sem eru eldri en 35 ára og reykja eða eru of feitar, eru með sykursýki eða hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóma) geta flestar konur tekið pilluna í þeirri vissu að um mjög öruggt lyf sé að ræða. Heimildir: 1. R.W. Shaw: Adverse long-term effects of oral contraceptives. A review. Br J Obstet Gynaecol, 1987, 94:724-730. 2. J. Guillebaud: The pill. Oxford: Oxford University Press, 1980. 3. O. Meirik, H-O. Adami, T. Christoffer- sen, E. Lund, R. Bergström, P. Bergsjö: Oral contraceptive use and breast cancer in young women. Lancet, 1986, 2:650-654. 4. Þórður Óskarsson og Reynir Tómas Geirsson: Fóstureyðingar og notkun getnað- arvama. Læknablaðið 1987, 73:321-326. 5. M.P Vessey, J. Baron, R. Doll, K. McPherson, D. Yeates: Oral contraceptives and breast cancer. Final report of an epidem- iological study. Br J Cancer, 1983, 47:455-462. 6. M.P. Vessey, M. Lawless, K. McPher- son, D. Yeates: Neoplasia of the cervix uteri and contraception. A possible adverse effect of the pill. Lancet, 1983, 2:930-934. 7. C.R. Kay: Towards safer contraception. í: R. Rolland (ritstj.): Advances in fertility cont- rol and the treatment of sterility. Lancaster: MTP Press Limited, 1984:57-59. 8. S.O. Skouby: Oral contraceptives. Effects on glucose and lipid metabolism in insulin- dependent women and women with previous gestational diabetes. Lægeforeningens Forlag, 1987. 9. E.B. Connell: Contraception. í: Medical and Health Annual 1986» Chicago: Encyclopædia Britannica Inc., 1985: 208-213. Reynir Tómas Geirsson, dr. med, er sérfræðingur í kvenlækningum og starfar á Kvennadeild Landspítalans, en er einnig dósent við Læknadeild Há- skóla íslands. Jens Albert Guðmundssson, dr. med., er sérfræðingur í kvenlækning- um (innkirtlasjúkdómum kvenna) og starfar á Kvennadeild Landspítalans. HEILBRIGÐISMÁL 4/1987 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.