Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 12
HEILBRIGÐISMÁL / Jóna* Er pillan betri en af er látíð? Grein eftir Reyni Tómas Geirsson og Jens A. Guðmundsson Nú eru liðin nær þrjátíu ár frá því að fyrst var farið að nota östró- gen og prógesterón hormón í töflu- formi til getnaðarvarna. Á þessum tíma hefur „pillan", eins og lyfið er jafnan kallað, orðið ein algengasta getnaðarvörn sem konur nota, á ís- landi sem annars staðar. Pillan hafði frá upphafi þá kosti að vera öruggt og tiltölulega ódýrt lyf, sem getnaðarvörn. Alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar, hún er auðveld í notkun, án áhrifa á frjósemi þegar notkun hennar er hætt og ekki er þörf neinna sér- stakra annarra varna þegar samlíf á sér stað. Reynslan þessi þrjátíu ár hefur sýnt mikilvægi þessara kosta pillunnar fram yfir aðrar getnaðar- varnir. Á sama tíma hafa hormóna- tegundirnar sem notaðar eru í pill- una breyst nokkuð. Lyfjaskammt- urinn hefur verið minnkaður og betri skömmtunaraðferðir hafa fundist. Konur þola nýrri pilluteg- undir betur en þær eldri. Umfangsmiklar faraldsfræðileg- ar rannsóknir á síðustu árum hafa staðfest að pillan er eitt öruggasta lyf sem völ er á sérstaklega þegar miðað er við kosti hennar við fjöl- skylduáætlanir.1 Rannsóknir síð- ustu ára hafa þó ekki verið alveg samhljóða, og af og til hafa komið upp efasemdir um ágæti pillunnar, einkum hvað varðar langtíma áhrif á líkamann. Áhugi fjölmiðla á upp- lýsingum um hugsanlega skaðsemi pillunnar hefur oft orðið til þess að dregið hefur úr notkun pillunnar Nú nota 18% íslenskra kvenna d atdr- inum 20-44 ára piltuna og 35% lykkj- una, samkvæmt upplýsingum sem safnað er i Leitarstöð Krabbameinsfé- lagsins. Eins og sést á línuritinu hefur pillan yfirburði meðal kvenna undir 25 ára aldri. Um 80-90% kvenna á aldr- inum frá tvítugu til fertugs hafa ein- hvern tímann notað pilluna. um tíma.2 í þjóðfélaginu hafa líka ýmsar gróusögur spunnist um pill- una og verið lífseigar. En hvað er rétt og satt í þessu nú við lok áttunda áratugarins? Hvað er vitað um langtíma öryggi pillunn- ar og tíðni alvarlegra aukaverkana? Hvernig nota konur pilluna hér á landi? Lítum fyrst á það síðasta. Pillunotkun á íslandi Notkun pillu og lykkju hjá kon- um sem komu í krabbameinsleitar- stöðvarnar á síðasta ári, 1986, er sýnd eftir aldri á meðfylgjandi línuriti. Par má sjá að pillan er al- geng getnaðarvörn hjá yngri kon- unum, notkun hennar minnkar hratt með hækkandi aldri og um þrítugt nota aðeins um 15% kvenna pilluna. Á sama aldurs- skeiði eykst notkun lykkjunnar. Eftir fertugt, þegar frjósemi minnkar og ófrjósemisaðgerðir eru algengari, dregur einnig úr notkun lykjunnar. Þótt tölur séu ekki fyrir hendi, má ætla að pillan sé langal- gengasta getnaðarvörnin undir tví- tugsaldri. Meðal kvenna á síðari hluta frjósemisskeiðs hefur lykkjan orðið mun algengari sem getnaðar- vörn, á kostnað pillunnar. Frá 1971, þegar um 36% kvenna á aldrinum 20-44 ára notuðu pilluna hefur pillunotkun farið stöðugt minnk- andi niður í um 18% árið 1986. Þetta er svipað hlutfall og í Sví- þjóð3, og reyndar í öðrum ná- grannalöndum okkar.2 Á sama tíma og dregið hefur úr notkun pillunnar hefur fóstureyð- ingum hins vegar fjölgað hér á landi. Mjög margar af þeim konum sem um þá aðgerð sækja (20%) hafa notað pilluna á rangan hátt.4 50% 40% 30% 20% 10% Notkun getnaðarvarna 1986 y — ■ Lykkjan Pillan y \ L A \ N V 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 ára ára ára ára ára ára 12 HEILBRIGÐISMAL 4/1987 i

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.