Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 14
kransæðasjúkdómum.1 Bæði hor- mónin koma þar við sögu. Til þess að hér verði um raunverulega hættu að ræða þarf þó tvennt til viðbótar, vissan aldur og reyking- ar. Ef konan er eldri en 35 ára og sérstaklega ef hún er komin yfir fertugt, ætti hún síður að nota pill- una. Konur sem reykja og taka pilluna eru í tvisvar til fjórum sinn- um meiri hættu á að fá kransæða- þrengsli heldur en þær sem ekki reykja. Aðrir þættir sem auka áhættuna eru hækkaður blóðþrýst- ingur, mikið af sumum fituefnum (VLDL) í blóði og sykursýki. Lengi hefur verið vitað að pillan leiðir til vægrar hækkunar á blóð- þrýstingi1 en hækkunin fylgir bæði hækkuðum aldri konunnar og lengri notkun pillunnar. Pýðing þessa til lengri tíma er óviss. Um ein af hverjum 100.000 kon- um sem nota pilluna fá blóðtappa, en til samanburðar ein af hverjum 200.000 sem nota hana ekki. Hér er því um sjaldgæft fyrirbrigði að ræða, sem hefur orðið enn óal- gengara með nýrri pillutegundum og minni hormónaskammti. Pillan og ófrjósemi Upphaflega er sú ráðlegging frá læknum komin að konur eigi að taka sér „hvfld frá pillutökunni" í tvo til þrjá mánuði á ári hverju til að tryggja að hormónajafnvægi lík- amans raskist síður. Þessi skoðun á rætur að rekja til þess tíma þegar byrjað var að nota pilluna til getn- aðarvarna og lítið var vitað um áhrif hennar á frjósemi þegar til lengdar lét. Engin lyfjafræðileg eða læknisfræðileg stoð er fyrir þessu.4 Annar greinahöfunda (RTG) hefur reynt að finna eldri og nýrri athug- anir þar sem stoðum væri rennt undir þessa skoðun, en jafnvel í eldri rannsóknum á pillunni er ekkert slíkt að finna. Hins vegar hefur um tíundi hluti fóstureyð- inga á íslandi verið bein afleiðing ótímabærra þungana í pilluhvfld.4 Þessa landlægu ranghugmynd um pillunotkunina er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk kveði niður. Þvf hefur oft verið haldið fram að langvarandi og stöðug notkun pillunnar valdi tíðateppu (amenorr- hea) og minnkaðri frjósemi, þegar töku hennar er hætt. Rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki og frjó- semi er að minnsta kosti jafnmikil hjá þeim konum sem hætta á pill- unni og þeim sem hætta notkun annarra getnaðarvarna. Tíðatrufl- anir eftir pillunotkun eiga sér oft- ast aðrar orsakir, sem eru óháðar áhrifum pillunnar. Pillan og væg aukaáhrif Aðalástæður þess að konur hætta notkun pillunnar og velja aðrar getnaðarvarnir eru oft ýmis vægari aukaáhrif hennar sem ekki eru hættuleg heilsu, en engu að síður hvimleið. Meðal þessa má telja ógleði, þyngdaraukningu, höfuðverk, skapbreytingar og út- ferð úr leggöngum. Þessi áhrif eru allt frá vægum óþægindum, sem konan venst og hættir að taka eftir, í óbærilegar aukaverkanir. Mjög misjafnt er frá einni konu til annarr- ar hvort og hvernig slíkra áhrifa verður vart, jafnvel þótt þær taki sömu pillutegundina. Nýrri pillu- tegundir hafa verið þróaðar til að draga úr aukaáhrifunum. Sum þessara áhrifa minnka á fyrstu þrem mánuðum notkunarinnar vegna þess að hormónin í pillunni örva myndun hvata í lifur sem brjóta niður kynhormón. Mikil- vægt er að konum sé gert þetta ljóst og að pillutegundin sem valin er sé reynd í hæfilegan tíma. Þá er misjafnt hvernig hormónin sem notuð eru í pilluna bindast frum- um líkamans og hve lengi sú bind- ing helst virk. Breyting á pilluteg- und, getur því haft veruleg áhrif á það hvernig svar líkamans við pill- unni verður.8 Það getur til dæmis bætt ógleðitilhneigingu ef breytt er um prógesterónefni. Oft er ekki breytt um pillutegund á nógu áhrifaríkann hátt ef kona þolir illa þá tegund sem hún hefur byrjað á. Sömu hormónin eru gefin í breytt- um skammti undir öðru vöruheiti. Afleiðingin verður í samræmi við það, konan gefst upp og hættir tökunni. Meðal kvenna sem komu í fóstureyðingu á Kvennadeild Landspítalans hafði um helmingur áður notað pilluna um ótilgreindan tíma og hætt notkuninni vegna óþæginda af pillutökunni. Þessum konum sem þá notuðu óöruggari eða engar getnaðarvarnir, hefur fjölgað á síðari árum.4 Betri ráðgjöf um val á pillutegund og notkun hennar ætti að stuðla að fækkun þessara ótímabæru þungana. Ný hormón í pillunni Hormónasamsetning getnaðar- varnapillunnar hefur ekki breyst mikið frá því hún kom fyrst á •' markað þar til nýlega. Helstu breytingamar hafa verið minni styrkur östrógens og prógesteróns, auk mismunandi styrkleika eftir dögum. Östrógenefnin í pillunni hafa verið af tveim gerðum, etinýlöstra- díól og mestranól, sem bæði hafa sams konar eiginleika. Ný östró- gen eru ekki í sjónmáli. Prógesteróntegundir eru fleiri og hafa nokkuð ólíka eiginleika hvað snertir styrk og aukaverkanir. Á síðustu árum hafa komið fram tvö ný afbrigði (desógestrel og gestó- den). Þau eru talin hafa minni óæskileg áhrif á efnaskipti líkam- ans, sérstaklega blóðfitu. Ef kostir þessara nýju hormónategunda Pillutegundir á markaði á íslandi Tegund Hlutfall hormóna Töflu- fföldi Brevicon Jafnt í öllum töflum 21 Contumin Jafnt í öllum töflum 21 Eugynon Jafnt í öllum töflum 21 Gynatrol Jafnt í öllum töflum 21 Lyndiol Jafnt í öllum töflum 22 Marvelon Jafnt í öllum töflum 21 Microgyn Jafnt í öllum töflum 21 Neogynon Jafnt í öllum töflum 21 Neovulen Jafnt í öllum töflum 21 Ortho-Novin Jafnt í öllum töflum 21 Ovysmen Jafnt í öllum töflum 21 Synatrol Jafnt í öllum töflum 21 Sequilariun Tvískipt 21 Trinordiol Þrískipt 21 Triquilar Þrískipt 21 Exlutona* Aðeins prógesterón 35 *Væntanleg 14 HEILBRIGÐISMAL 4/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.