Heilbrigðismál - 01.03.1999, Page 6
Erlent
Aukagreiðsla
um aldamót
Stéttarfélög heilbrigðis-
starfsmanna í Bretlandi
hafa farið fram á auka-
greiðslu til þeirra sem
þurfa að vinna aðfaranótt
1. janúar árið 2000 og
missa þess vegna af öll-
um hátíðahöldunum.
Gerð er krafa um 57 þús-
und króna greiðslu fyrir
næturvaktina og helming
þeirrar upphæðar fyrir þá
sem þurfa að vinna á nýj-
arsdag og verða að taka
því rólega nóttina áður.
Launagreiðendur hafa
tekið vel í þetta, en svip-
uð ósk hefur komið frá
þeim sem vinna á hótel-
um og skemmtistöðum.
BBC News, janúar 1999.
Fleiri kossa!
Samtök bandarískra
tannlækna fullyrða að
kossar dragi úr tann-
skemmdum. Þeir koma
að vísu ekki í staðinn
fyrir að bursta og nota
tannþráð, en gera sitt
gagn vegna þess að við
kossa eykst myndun
munnvatns, sem vinnur
gegn skemmdum á tönn-
um.
CNN Health, febrúar 1999.
Nokkrir kossar á dag . . .
Þegar vorar er engin af-
sökun lengur fyrir því
að fara ekki út að ganga
og njóta heilsubótarinn-
ar sem því fylgir.
Karlar ættu
að kynna sér
kosti selens
Vísindamenn við
Harvard háskóla mældu
selen hjá 34 þúsund
læknum og fylgdust síð-
an með heilsu þeirra í sjö
ár. Þá kom í ljós að karl-
ar sem höfðu mest af
þessu snefilefni í líkam-
anum áttu mun síður á
hættu að fá krabbamein í
blöðruhálskirtil en þeir
sem voru með minnst
selen. Eldri rannsóknir
hafa sýnt að selen dregur
einnig úr hættu á
krabbameini í lungum
og ristli.
Ekki er talið æskilegt
að taka meira en 200
míkrógrömm af seleni
dag hvern, hvort sem er í
fæðu eða sem fæðubótar-
efni. Of stórir skammtar
valda eiturverkun.
Health,
nóvembcr-desember 1998.
Borgar sig að lifa
heilbrigðu lífi
Þeir sem komnir eru á
fimmtugs- eða sex-
tugsaldur, hafa aldrei
reykt og eru með blóð-
þrýsting og blóðfitu und-
ir hættumörkum geta
horft björtum augum til
framtíðarinnar.
I Chicago var hópi
fólks á þessum aldri fylgt
eftir í tvo áratugi og kom
þá í ljós að þeir sem
höfðu engan af þessum
þrem áhættuþáttum kost-
uðu sjúkratryggingakerf-
ið ekki nema helming
eða þriðjung þess sem
aðrir kostuðu.
Health,
janúar-febrúar 1999.
Ekki gott fyrir
meltinguna
Neysla á reyktum og
söltum mat tvöfaldar
hættu á krabbameini í
ristli og endaþarmi. Þetta
voru niðurstöður finnskr-
ar rannsóknar þar sem
tíu þúsund manns var
fylgt eftir í aldarfjórðung.
Reyktur fiskur reyndist
verri en reykt kjöt.
Þessi áhrif eru rakin til
nítrósamíns sem myndast
í meltingarveginum úr
nítrati og nítríti sem sett
er í matinn til að auka
geymsluþol hans.
AMA Health Insight,
mars 1999.
Lögin við
vinnuna
Breskum skurðlæknum
finnst þægilegt að hlusta
á tónlist meðan þeir
skera upp. Flestir þeirra
kjósa sígilda tónlist, sam-
kvæmt nýlegri könnun.
Arstíðirnar eftir Vivaldi
eru vinsælastar en síðan
kemur fiðlukonsert ópus
61 eftir Beethoven,
Brandenborgarkonsertar
Bachs, Svanurinn eftir
Saint Saens og Valkyrj-
urnar eftir Wagner.
Sumir skurðlæknanna
eru meira á léttu nótun-
um og velja lögin
„Smooth operator" eða
„Heaven is a place on
Earth". Svæfingalæknar
eru hrifnari af laginu
„Every breath you take".
Tónlist er talin hafa
góð áhrif á starfsfólk á
skurðstofum og jafnvel á
sjúklinga - áður en þeir
eru svæfðir. Það er þó
misjafnt eftir löndum
hvernig þessu er háttað. I
Japan, til dæmis, er alltaf
leikin tónlist undir að-
gerðum.
BBC News,
mars 1999.
Hvaða lög létta mest
lundina við aðgerðir?
6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999