Heilbrigðismál - 01.03.1999, Side 14

Heilbrigðismál - 01.03.1999, Side 14
Tómas Jí 1. Grundvallaratriði Framsóknarflokkurinn telur að ís- lendingar eigi áfram að halda uppi heilbrigðisþjónustu sem er með því besta sem gerist. Meginhlutverk hennar er að tryggja öryggi lands- manna, jafnræði og jafnt aðgengi að fullkomnustu þjónustu sem völ er á, án tillits til búsetu, efnahags eða félagslegra aðslæðna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sér- staka áherslu á að allir landsmenn búi við jafnrétti og valfrelsi og njóti fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Tryggja skal gæði, hag- kvæmni í rekstri, fjárhagslega ábyrgð og að einstaklingsframtak fái að njóta sín til fullnustu. Allir landsmenn skulu eiga jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, án til- lits til stöðu, efnahags eða búsetu, að mati Frjálslynda flokksins. Góð heilbrigðisþjónusta er einn af horn- steinum velferðarkerfisins. Samfylkingin vill að unnið verði markvisst að endurmati á hlutverki ríkisvaldsins í samfélaginu til að tryggja velferð, jafnrétti og skil- virkni samfélagsþjónustunnar. I stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs segir að vel starf- hæft heilbrigðiskerfi, sem reist er á þeirri meginforsendu að allir hafi þar sama rétt til þjónustu, sé einn af hornsteinum sterks velferðar- kerfis. Stefna hreyfingarinnar er að efla og styrkja heilbrigðiskerfið. 2. Skipulag Framsóknarflokkurinn vill að unn- ið verði áfram að stækkun þjón- ustusvæða heilbrigðisstofnana og bættri nýtingu fjármagns með út- boðum og samvinnu sjúkrastofn- ana m.a. við innkaup. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hlutverk heilbrigðis- stofnana verði endurskoðað og skilgreint með gerð þjónustusamn- inga. Samvinna heilbrigðisstofnana og fyrirtækja á sviði heilbrigðis- mála er nauðsynleg og ákveðin verkaskipting óhjákvæmileg í sér- hæfðustu þjónustunni. Frjálslyndi flokkurinn telur nauð- synlegt að gera raunhæfa áætlun í heilbrigðismálum til að minnsta kosti fimm ára í senn. . ajim liejll * ) i J,1 . S' 1Sft liiíi 1 H » l! ggii iim 1 . ÍBI * * íiiii ! » « * • • • • •• • * I 3. Rekstur Framsóknarflokkurinn telur að tryggja verði eðlilega hagkvæmni og verkaskiptingu í heilbrigðis- þjónustunni og vill að skoðaðir verði möguleikar á breyttu rekstr- arformi einstakra þjónustuþátta með það að markmiði að tryggja íbúum góða þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á tilfærslu verkefna innan heilbrigðisþjónustunnar, frá ríkinu yfir til einkaaðila og sveitarfélaga. Fjölbreytni í rekstrarfyrirkomulagi verði tryggð með sérstakri áherslu á einstaklingsframtak og rekstur á vegum fagfólks. Frjálslyndi flokkurinn telur að heil- brigðisþjónustan skuli fyrst og fremst greidd úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ýmsir þættir þjónustunnar geta þó verið í einka- rekstri, samkvæmt skilvirkum þjónustusamningi. Samfylkingin ætlar að tryggja að heilbrigðisþjónustan fái fjármuni til þess að vinna þau verkefni sem stjórnvöld krefjast af henni með lögum og reglum. 14 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.