Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 2
Nýir vindar: Það Ieika nýir vindar um svið íslenskra stjórn- mála. Þeir feykja burt öllu því gamla sem fúið er, rotið eða visnað og blása nýjum eld- móði, nýrri von í brjóst allra þeirra vonsviknu þúsunda sem undanfarna mánuði hafa horft uppá þjóðina sökkva stöðugt dýpra og dýpra niður í fen erlendra skulda og innlendrar ór- áðsíu, horft á undirstöðu atvinnuvegi þjóðar- innar drabbast niður vítt og breitt um byggðir landsins, meðan peningahallir milliliðafurst- anna spretta upp eins og gorkúlur suður í henni Reykjavík. —Leiðari: Núverandi ríkisstjórn er komin að fótum fram. Hún er fyrir löngu búin að glata allri tiltrú kjósenda sinna. Þetta er ekki einhver innantóm glamuryrði einhvers vonsvikins stjórnarandstæðings, heldur hafa þau sloppið út úr munnum jafnvel eindreginna fylgismanna stjórnarflokkanna. Auðvitað sitja ráðherrarnir sem fastast þrátt fyrir þetta. Svo er nú reyndar komið fyrir þeim sumum að þeim veitti ekki af sérstökum blaðafulltrúum hverjurn fyrir sig, sem hefðu það að aðalstarfi að semja nýjar yfírlýsingar í stað þeirra sem ráðherrarnir verða að taka aftur. Og auðvitað er þjóðin orðin langþreytt á þessu fólki. Slagorð, glamur eða einhverjir óljósir minn- ispunktar og viljayfírlýsingar duga ekki lengur. Fólk vill athafnir ekki orð. Skoðanakannanir að undanförnu sýna svo ekki verður um villst að Alþýðuflokkurinn er í mikilli sókn um þessar mundir. Mikils er um vert að hann kikni ekki undir þeirri ábyrgð sem á herðar hans er lögð. Flokkurinn verður að sýna það að hann geti risið undir því að vera stórt og ábyrgt lands- stjórnarafl. Til hans mæna nú þúsundir íslendinga von- araugum. Þeim má hann ekki bregðast. Sagan frá 1978 má ekki endurtaka sig. R.A. Sigurður V. Ingólfsson um flokksstarfió: Kvíði ekki framtíðinni sameinist fólk um kjörorð jafnaðarmanna Sigurður V. Ingólfsson, bif- vélavirki, er formaður kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra auk þess sem hann er formað- ur fulltrúaráðs Alþýðuflokks- félaganna á Akureyri. Alþýðu- maðurinn sneri sér til Sigurðar til að forvitnast um starfsemi kjördæmisráðsins og flokksfé- laganna á Akureyri. Kjördæmisráð Sigurður sagðist bara hafa verið formaður kjördæmisráðsins í nokkra mánuði og væri hann því ekki enn búinn að kynnast starf- inu til hlítar. Kjördæmisráðið er apparat, sem samanstendur af öllum flokksfélögum í kjördæminu, sem er heimil þátttaka á kjör- dæmisþingum, sem stilla upp list- um í forystu kjördæmisráðs. Það eru þrír menn í stjórn kjördæmisráðsins, en hlutverk Norðurverk hf. Óseyri 16. Sfmi 96-21777. Verktakar - Vélaleiga - Viðgerðir. Tækniþjónusta Sigurður V. Ingólfsson. þess er fyrst og fremst að sjá um uppstillingu á lista til alþingis- kosninga, auk þess sem það hefur yfirumsjón með allri starfseminni í kringum kosningar. Þetta er meginstarf kjördæmis- ráðsins í dag en mikill hugur er í núverandi stjórn þess að víkka út starfsemina, en þar sem kjör- dæmisráðið hefur enga tekju- möguleika, eru því settar ákveðnar skorður fyrir starfsem- inni. Sagði Sigurður að þessu þyrfti að breyta, svo kjördæmisráðið geti stuðlað að auknum tengslum félagsmanna innan kjördæmisins. Öll slík starfsemi hlýtur að efla flokkinn. Enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvert næsta skerf verður, en stjórnin hefur fullan hug á að finna lausn á þessu svo kjördæmisráðið geti orðið virkari tengiliður milli al- mennra flokksmanna, hvar sem er í kjördæminu. Sagði Sigurður að sú hugmynd hefði komið fram að Norðurland eystra og vestra héldu sameigin- legt kjördæmisþing, þar sem unn- ið yrði að semeiginlegum stjórn- málaályktunum. Væri hugmynd- in að halda tveggja daga þing í einhverjum heimavistarskóla og þinga þar um stjórnmálaástandið í landinu. Ef þessi hugmynd kemst í framkvæmd, sem von- andi verður, mun það auka tengsl og félagsstarf flokksmanna milli héraða. Fulltrúaráð Alþýðu- flokksfelaga Á Akureyri starfa tvö Alþýðu- flokksfélög, Alþýðuflokksfélag Akureyri og Kvenfélag Alþýðu- flokksins. Félag ungra jafnaðarmanna er ekki lengur formlega starfandi en mikið hefur verið rætt að koma því á fót aftur. Sagði Sigurður að það vantaði tilfinnanlega áherslu hjá flokkn- um að ná til unga fólksins og fá það til að starfa að framgangi jafnaðarstefnunnar. Kvenfélag Alþýðuflokksins er aftur á móti mjög virkt. Innan þess starfa nú um fimm- tíu konur og hefur þeim fjölgað um 10 núna í vetur. Er töluverð drift í því félagi og konurnar alltaf tilbúnar að taka til hendinni ef á þarf að halda. Áslaug Einarsdóttir er formað- ur Kvenfélags Alþýðuflokksins og hefur verið það síðan 1975. Starfsemin hjá Alþýðuflokks- félagi Akureyrar er fyrst og fremst fólgin í bæjarmálafund- um, sem eru haldnir hálfsmánað- arlega yfir veturinn, kl. 1.30 ann- an hvern sunnudag í Strandgötu 9. Þessir fundir eru opnir öllum. Sagði Sigurður að sér fyndist vanta meiri viðleitni hjá flokkn- um að leita til þeirra, sem ekki sækja sjálfkrafa fundi félagsins. Óskar Alfreðsson er formaður félagsins og getur fólk snúið sér til hans ef það hefur áhuga á að starfa með Alþýðuflokknum. Jafnréttissinninn er ekki hagsmuna- pólitíkus Að lckum sagði Sigurður V. Ing- ólfsson, að Alþýðuflokksfélagar væru opnir fyrir öllum nýjum hugmyndum í sambandi við flokkstarfið. „Okkar hugsjón er að efla flokksstarfið með því að fá fólk til starfa. Sá sem hugsar um jafnrétti og bræðralag er kannski ekki hags- munapólitíkus fyrir sjálfan sig og sína og því stendu félagsstarfs- emin hjá okkur kannski ekki eins vel að vígi og margra annarra. Fyrir mína parta finnst mér að fari flokkurinn eftir þessum þrem kjörorðum - frelsi, jafnrétti, bræðralag, þá sé ekki hægt að hugsa sér neitt jákvæðara flokks- starf hvað varðar t.d. kaup og kjör almennings. Ef fólkið sameinast um þessi kjörorð kvfð ég ekki framtíð- inni.“ 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.