Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 4
Að undanförnu hafa staðið yfir umræður um fjárhagsáætlun Ak- ureyrarbæjar ásamt tilheyrandi tekjuöflun sem menn eru að von- um ekki á eitt sáttir um. Þá er ýmislegt markvert að gerast á sviði flokksmála og þjóðmála almennt. Tíðindamanni Alþýðu- mannsins fannst því tilvalið að hafa tal af Frey Ófeigssyni bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins sem óþarfi er að kynna nokkuð frekar. Hér á eftir fer afrakstur þessa samtals: / viðtali sem nýveríð birtist við þig í Degi kallar þú fjárhagsáætl- un bæjarins „óskalista meirihlut- ans“. Hvað áttu við við meðþví? í fyrsta lagi þá gagnrýni ég það hvernig unnið var að gerð fjár- hagsáætlunarinnar. Þessi fjár- hagsáætlun var ekki unnin af bæjarráði í heild, minnihlutinn var ekki viðstaddur vinnslu hennar. Hún var unnin af meiri- hlutanum utan bæjarráðs sem er nýlunda hér á Akureyri. Að vísu véfengi ég ekki vald meirihlutans til slíkra vinnubragða, en mér finnst þau ekki vera lýðræðisleg, og að sjálfsögðu leiða þau til þess að í svona áætlun korna þá fram þau atriði fyrst og fremst sem meirihlutinn vill gera án þess að skoðanir minnihlutans komi þar neitt til álita. Minnihlutinn er þó eins og allir vita fulltrúi stórs hluta bæjarbúa og túlkar hans skoðanir. Samt sem áður ertu samþykkur tekjuöflunarhlið þessarar áætlun- ar meirihhitans. Já, ég studdi þá ákvörðun meirihlutans að leggja fullt álag á fasteignaskattinn á þeirri for- sendu að þessar tekjur yrðu not- aðar til framkvæmda á vegum bæjarins. Og hefur það ekki verið gert? Nei, það er ekki gert ráð fyrir því í þessari áætlun, heldur er þessum tekjuauka varið í það að greiða niður úrsvörin og það var alls ekki mín hugmynd með þess- ari tekjuöflun, og þar með eru forsendur brostnar fyrir stuðningi við hana. Ég vil geta þess að árið 1975 var ákveðið að innheimta fasteignaskattinn með fullu álagi til þess að nýta þann tekjustofn til framkvæmda á vegum bæjar- ins, og þá fyrst og fremst gatna- gerðarframkvæmda, og í mínum huga hefur innheimta þessa skatts verið tengd þeim fram- kvæmdum sérstaklega. Þær fram- kvæmdir eru nú skornar við trog. En ef við tökum tillit til kjara almennings í dag, er svona skatt- heimta upp í topp réttlætanleg? Ég held að skattheimta sveitar- félaga upp í topp sé réttlætanleg ef þannig er ástatt í sveitarfélög- unum. Hér á Akureyri er mikil lægð í atvinnumálum eins og allir vita. Hér er atvinnuleysi og þegar þannig stendur á finnst mér rétt að bærinn stuðli að aukinni at- vinnu á eigin vegum, til þess einnig að aukja tekjur fólks. Ég held að bærinn eigi að sýna for- dæmi í þessum efnum á svona tímum, og til þess að geta gert það þarf bærinn að sjálfsögðu að geta nýtt tekjustofna sína til fulls. Hitt er annað mál að tekjur al- mennings eru afskaplega lélegar í dag eins og allir vita og því fólk kannski ekki vel í stakk búið til að greiða hæstu skatta. Samt held ég að það sé bæjarbúum til góða að þessi hiuti tekna þeirra renni til bæjarins, sé þeim varið á þann hátt sem ég nefndi áðan. Hefðir þú með öðrum orðum viljað sjá meiri „kosningabrag“ ef svo má að orði komast, á fjár- hagsáætluninni? Nei, ég hugsa hana fyrst og fremst út frá hag bæjarins, en ekki út frá neinum kosningasjón- armiðum. Ég vil sjá vissa þróun í þessum bæ, sjá hann eflast og dafna, sjá umhveríi okkar breyt- ast til hins betra, og raunar hefur gerst kraftaverk í þeim efnum á undanförnum árum. Eru það einhverjar sérstakar framkvæmdir á vegum bæjarins sem þú vildirsjá að ráðist yrði í? Já, í frumvarpi að fjárhags- áætlun sakna ég þess að ekki er gert ráð fyrir nægum fram- kvæmdum við, til dæmis malbik- un gangstétta, og ég hefði gjarn- an viljað sjá þar framlag til bygg- ingar brúar við Glerárósa, fram- lag til lagningar a.m.k. hluta af Dalsbrautinni og fjárveitingu til hönnunar á nýrri slökkvistöð og til nýs strætisvagnabiðskýlis á miðbæjarsvæðinu. Hvað með Verkmenntaskól- ann? Telur þú að meiri ástæða hefði verið til að vinna áfram við hann heldur en Síðuskóla? í sjálfu sér þá á ég erfitt að gera það upp við sjálfan mig. Þessar framkvæmdir eru sjálfsagt báðar nauðsynlegar, en ef ég hefði þurft að velja þarna á milli, þá býst ég við að ég hefði tekið Verkmenntaskólann fram yfir. En ég held að hvort tveggja hefði verið hægt að gera, en til þess hefði þurft að nýta tekjustofnana að fullu, og það hefði þurft að Freyr Ófeigsson. fyrirtæki þótt dýr sé, því tel ég að ríkinu beri viss skylda til að koma þarna inn til aðstoðar, með því að greiða niður verð hitaveitunn- ar til neytenda, ekki síður en raf- hitun og olíukostnað annars stað- ar á landinu. Þú segist tilheyra minnihluta bæjarstjórnar. Er Alþýðuflokk- urinn genginn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarmál- um? Nei, milli þessara flokka hefur aldrei verið neitt samstarf í bæjarstjórn Akureyrar síðan ég kom þar árið 1974, og er ekki ennþá. Og ekkert slíkt á döfinni? Nei. Það hefur ekki verið um það rætt. Jóns þáttur og Ámunda Víkjum að öðru. Jón Baldvin Hannibalsson. Hvað viltu segja um hinn „nýja stíl“? Ja, ef marka má skoðanakann- anir þá virðist hann vera afskap- lega árangursríkur, en að öðru leyti held ég að menn verði að haga sinni kosningabaráttu eða baráttu fyrir fylgi sinna flokka í Þá gerðist þetta óvænt sýna mjög mikið aðhald í öllum rekstri, sérstaklega í svokölluð- um „gjaldfærðum stofnkostn- aði“. Eru rekstrargjöld of stór hluti fjárhagsáætlunar bæjaríns? Hinn eiginlegi rekstur held ég að sé ekki of stór hluti miðað við hvaða þjónustu er haldið uppi. Ég er ekki talsmaður þess að draga úr þeirri þjónustu sem þeg- ar er fyrir hendi, og tel að ekki sé hægt að komast af með minna fjármagn í hinn eiginlega rekstur. Ertu til dæmis fylgjandi því að þjónustufyrirtæki bæjarins selji þjónustu sína á toppverði? Ég er fylgjandi því að þau miði gjaldskrár sínar við það að þau standi undir sínum rekstri. Það held ég að ölum sé fyrir bestu þegar til lengri tíma er litið. Þetta höfum við gert hjá Vatnsveit- unni, og höfum byggt það fyrir- tæki alveg upp frá grunni án þess að hafa þurft að taka lán. Við höfum verið harðir á gjaldtöku fyrir vatnssöluna, en nú er svo komið að á næstu árum mun þessi gjaldtaka fara sífellt lækk- andi, vonandi um mjög langa framtíð. Þetta kostaði bæjarbúa mikla peninga en á eftir að skila sér aftur í vasa þeirra í framtíð- inni. Hvað með Hitaveituna sem margir tala um sem hrikalega ok- urstofnun? Ég væri nú ekki sjálfum mér samkvæmur ef ég styddi það ekki að gjaldskrá hennar yrði miðuð við það að hún stæði undir eigin rekstri og gæti greitt niður sínar skuldir. Hitt er svo annað mál að við þetta verður upphitunar- kostnaður Akureyringa býsna hár, allt of hár, en ég lít svo á að hún sé þjóðhagslega hagkvæmt takt við tímann hverju sinni, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það þýðir ekkert fyrir stjórnmálaflokka frekar en aðra að loka augunum fyrir því að tímarnir breytast. Hvað með Ámunda? Ámunda þekki ég ekki neitt, en ég geri ráð fyrir því að hann sé fagmaður á sínu sviði og sem slíkur hæfur. Stjórnmálaflokkum ber að nýta fagmenn á þeim svið- um sem á þarf að halda hverju sinni. Ertu þá samþykkur þeim mannabreytingum sem orðið hafa í kjölfar valdatöku Jóns? Ég er í sjálfu sér hvorki sam- þykkur þeim né ósamþykkur. Ég hef verið inn í þeim málum. Þau hafa ekki verið borið undir okkur krata hér norðanlands. Ég treysti því bara að það sé verið að vinna skipulagsbreytingar sem leiði til þess að flokkurinn verði betur í stakk búinn að fylgja tímanum en áður. Telur þú að einhver svona breyting þurfi að verða í flokks- starfinu hér á Akureyrí? Já, flokkstarfið hér á Akureyri er auðvitað í mikilli lægð, og hef- ur verið lengi, og þetta á ekki bara við um Alþýðuflokkinn. Ég held að flokkarnir yfirleitt eigi í erfiðleikum með starf sitt að minnsta kosti úti á landi. Auðvit- að þyrfti þetta að breytast þannig að flokkarnir gætu haft fasta starfsemi með föstu starfsliði, en hvað Alþýðuflokkinn varðar, þá skortir hann algjörlega fé til þessa a.m.k. hér á Akureyri. Hvað um fjölmiðla og þeirra þátt í stjórnmálabaráttunni? Fjölmiðlar hafa gríðarlega 4 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.