Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Qupperneq 3

Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Qupperneq 3
Árshátíð Alþýðu- flokks- félaganna á Akureyri 16 mars sl. var haldin í Lóni v/Hrísalund árshátíð Alþýðu- flokksfélaganna á Akureyri. Um 200 manns tóku þátt í fagnaði þessum, margir komnir um lang- an veg og sannaðist þar hið forn- kveðna, að þröngt mega sáttir sitja. Glatt var á hjalla, mikil og góð stemmning og margt sér til gamans gjört. Heiðursgestir kvöldsins voru hjónin Hrefna Fil- ippusdóttir og Árni Gunnarsson. Sá góði siður komst á fyrir um 3 árum síðan að alþýðuflokksfólk víðs vegar af landinu hefur kom- ið og tekið þátt í árshátíð okkar, og svo var einnig nú er fulltrúar frá 11 stöðum í landinu mættu. Er von okkar að þessi góði siður haldist. Til gamans eru birtar hér nokkrar myndir teknar á um- ræddri árshátíð. Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar Gránufélagsgötu 4 óskar að ráða starfs- mann í hálft starf Vélritunarkunnátta æskileg. Umsóknum skal skila til vinnumiðlunarskrifstof- unnar fyrir 8. maí 1985. Forstöðumaður. Orlofshús Frá og með fimmtudeginum 2. maí hefst útleiga á orlofshúsum neðanskráðra félaga vegna sumarmánaðanna. Húsin eru leigð til viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsunum. Þeir félags- menn sem ekki hafa sótt um húsin sl. 3 ár hafa forgangsrétt til 10. maí nk. Eitt hús Verkalýðsfélagsins Einingar er ætlað fyrir fatlað fólk sem er félagsbundið í einhverju af þeim félögum sem orlofshús eiga að lllugastöð- um. Sækja verður um það sérstaklega hjá Verka- lýðsfélaginu einingu og verður umsækjandi að leggja til hús á móti frá sínu stéttarfélagi. Verkalýðsfélagið Eining, Skipagötu 12, sími 23503. Félag málmiðnaðarmanna Skipagötu 14, sími 26800. Sjómannafélag Eyjafjarðar Skipagötu 14, sími 25088. Trésmiðafélag Akureyrar Ráðhústorgi 3, sími 22890. Merkjasala - Merkjasala Þau börn sem vilja merki dagsins, 1. maí nk. eru beðin að hringja í síma 23621 eða 26621 i mánudaginn 29. og þriðjudaginn 30. þ.m. kl. 5-7 báða dagana. Góð sölulaun. 1. maí nefndin. SENDUM FÉLAGSMÖNNUM OG VIÐSKIPTAVINUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGT MEÐ ÞÖKK FYRIR VETURINN SUMAR ALÞYÐUMAÐURINN - 3

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.