Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 umálin í kjördæminu komin í ig sem verður að rjúfa eykst stöðugt. Atvinnulífsupp- bygging situr á hakanum, með tilheyrandi samdrætti á félags- legum sviðum. Landbúnaðar- pólitík Framsóknar hefur gengið svo nærri sveitunum að landauðn blasir við. Það er mjög alvarlegt mál, því dragist búskapur verulega saman í Landbúnaðar- harmleikur Framsóknar viðameira verk en það að hann verði krufinn til mergjar í stuttu viðtali sveitum þessa kjördæmis, mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þéttbýlisstað- ina, sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á úrvinnslu landbúnaðarafurða og þjón- ustu við sveitirnar. Því virðist mér að þessi mál séu komin í ákveðinn víta- hring, sem ekki getur endað nema á einn veg, verði ekki gerðar róttækar ráðstafanir til að rjúfa hann. Tillögur Alþýðuflokksins í byggðamálum, sem miða að því að auka félagslegt og efna- hagslegt sjálfstæði landshlut- anna, eru grundvöllur þess að jafnvægi haldist í byggð þessa lands. Hvað landbúnaðarmálin snertir, verður að vinna að heildarskipulagi fyrir hvern landshluta, með hagsmuni heildarinnar fyrir augum. Það er ljóst, að draga verður úr landbúnaðarframleiðslunni og laga hana að þörfum innan- landsmarkaðar. Það er jafn- framt Ijóst að þetta verður ekki gert nema í samstarfi við, og að frumkvæði bænda. Þar á ég við búandi bændur. en ekki skrifstofubændur. Það er líka ljóst að þetta verður að gerast með þeim hætti, að ekki komi til stór- felldra búferlaflutninga frá sveitum til þéttbýlisstaðanna og síðan þaðan suður. Við verðum að gera okkur Ijóst að það er óhagkvæmt fyrir þjóð- félagið að kasta á glæ þeim verðmætum sem búið er að skapa með mannvirkjagerð og uppbyggingu í dreifbýlinu og þurfa síðan að eyða stórfé í mannvirkjagerð og uppbygg- ingu á þéttbýlisstööunum fyrir það fólk sem yfirgefur sveitina. Því er brýnt að lcysa vanda- málin í landbúnaðinum með þeim hætti að þeir sem vilja hætta búskap, og/eða þurfa, geti dvalið áfram í sveit sinni. í húsum sínum, en haft tekur sínar af annarri atvinnu. Upp- bygging smáiðnaðar, ýmiss konar, sem og ferðamanna- þjónustu. er því mjög brýn í sveitum. Annars er landbúnaðar- harmleikur Framsóknar viða- meira verk en það að hann verði krufinn tl mergjar í stuttu viðtali. Það er hins vegar ljóst, að þessi hnútur verður ekki leystur, nema með ríkis- stjórn sem Framsóknarflokk- urinn á ekki aðild að. Hvað snertir atvinnumálin í heild, er það orðið algert lífs- spursmál fyrir þetta kjördæmi að menn setjist niður og móti stefnu í atvinnumálum, og gangi út frá hagsmunum kjör- dæmisins sem heildar og hafi hugfast, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur- inn. Til að mögulegt sé að gera það af einhverju viti, er grund- vallarskilyrði að þau verðmæti sem sköpuð eru í kjördæminu verði þar kyrr og að heima- menn fái sjálfir ráðstöfunarrétt yfir þeim. Sú stefna, að hægt sé að reka raunhæfa byggðapólit- ík með því að stofnanir suður í Reykjavík útdeili fjármagni til atvinnuuppbyggingar á lands- byggðinni af handahófi. eða eftir misgóðum lögmálum fyrirgreiðslupólitíkurinnar. hefur ekki skilað árangri og raunar orðiö landsbyggðinni meir til bölvunar en til góðs. Ef við snúum okkur að skólamálunum, þá mun til- koma háskóla á Akureyri skapa grundvöll þess að hægt sé að skipuleggja samstarf skóla í kjördæminu, þannig að unglingar geti sem lengst stundað nám í nágrenni heim- ila sinna. Okkur ber að forðast að safna þeim saman í stórar og fjölmennar stofnanir, sem . einmitt þessir félaglegu og mannlegu þættir sem oft eru vanmetnir þegar byggðaþróun í þessu landi er rædd“ eðli sínu samkvæmt, hljóta alltaf að sinna þörfum einstakl- ingsins verr en þær sem smærri eru. Raunar tel ég að hér í kjör- dæminu hafi nú skapast mögu- leikar í skólamálum sem geta orðið öðrum landshlutum for- dæmi. Því er miklu meira en mikilvægt að skólamenn hér, og fræðsluyfirvöld landsins, sýni af sér djörfung, samstarfs- vilja og framsýni til að þetta tækifæri glatist ekki. Samgöngumálin eru ekki minnsta byggðamálið og þar er þörf á viðamiklu átaki. Reynd- ar tel ég löngu tímabært að þjóðin verði, í þjóðaratkvæða- greiðslu, látin taka ákvörðun um það, með hvaða hætti hún vill standa að fjármögnun á heildaruppbyggingu vegakerf- isins í landinu. Með því á ég við það, til dæmis, hvort hún vill leggja nokkrar krónur á hvern bens- ínlítra, sem síðan renni óskipt- ar til að byggja upp vegakerf- ið; leggja á það bundið slitlag á fáum árum, eða hvort hún vill taka erlend lán til að fram- kvæma þessa mjög svo gjald- eyrissparandi aðgerð. Þjóðar- atkvæði um þessi mál vil ég vegna þess að maður hefur á tilfinningunni að þessi mála- flokkur hafi lengi verið, og sé enn, vinsælasta veiðarfæri stjórnmálamanna á atkvæða- veiðunum.“ Nú ert þú listamaður sem hefur þurft að leita til Reykja- víkur eftir atvinnu. Er markað- ur menningar og lista fullmett- aður hér í kjördæminu að þínu áliti, eða skortir eitthvað á? „Þá erum við komin að málaflokki sem skiptir ekki minna máli en þeir sem prakt- ískari teljast. Listsköpun sem atvinnugrein og lifibrauð manna verður nú kannski aldrei stór þáttur á ekki fjöl- mennara svæði. Við skulum hins vegar gera okkur grein fyrir því að fólkið í dreifbýlinu á ekki síður rétt á því að njóta listarinnar, eins og hún gerist best hér á landi, heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins og leita verður nýrra leiða til þess að gera það framkvæmanlegt. Hér í kjördæminu er hins vegar blómlegt áhugamanna- starf í listsköpun og framlag þeirra sem að því starfa verður seint ofmetið. Það er vissulega grundvöllur þess að atvinnu- listsköpunin geti átt sér stað. Hins vegar skulum við gera okkur ljóst að við stefnum inn í þjóðfélagsgerð sérhæfingar- innar á þessu sviði sem öðrum. Því verðum við að vera vel á verði til þess að tengslin milli áhugastarfsins og atvinnu- mannanna rofni ekki. En það eru einmitt þessir félagslegu og mannlegu þættir sem oft eru vanmetnir þegar byggðaþróun í þessu landi er rædd.“ er hennar höfuðkostur“ Lækkun verðbólgu á silfurfati Saga núverandi ríkisstjórnar er nú senn öll, hennar göngu lýkur senn. Þá verður hún án efa dæmd og léttvæg fundin. Þá verða landsmenn endanlega búnir að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi ríkisstjórn hafi verið ein sú dáðlausasta sem setið hefur. Ríkisstjórnin stærir sig reyndar af góðærinu, sem láglaunafólkið hefur þó hvergi fundið, og af hjöðnun verðbólgunnar. Hvert mannsbarn í landinu veit þó, að þar hefur ríkisstjórnin hvergi komið nærri. Þar hafa hagstæð ytri skilyrði og aukinn afli öllu l sl. mánudag ráðið. Þess vegna gæti hún alveg eins þakkað sér veðursældina hér í vetur. Sömu sögu er að segja af hjöðnun verðbólgunnar. Þar átti ríkisstjórnin heldur ekki frum- kvæði. Það eru aðilar vinnumark- aðarins, sem færðu henni lækkun verðbólgu á silfurfati. Sjálf hefur hún svo ekki haft burði til þess að notfæra sér þessi hagstæðu skil- yrði. Halli ruussjoös netur aldrei verið meiri en nú og ekki hafa erlendar skuldir lækkað, nema síður sé. - Kannski verður þó dugleysi þessarar ríkisstjórnar öðrum þræði talinn hennar höfuðkostur, - það hafi einfalega verið skömminni skárra að halda að sér höndum en gera sífelld axarsköft, klúðra öllum málum og valda jafnvel stjórnmálalegum stórslysum, eins og þessa rfkis- stjórn hefur stundum hent, þegar hún þóttist vera að stjórna. Halarófa alvarlegra mistaka Leyfíst að minna á Lánasjóð íslenskra námsmanna og allt sjónarspilið í kringum hann, eða þjösnaskapinn og hrokann í við- skiptum við fræðsluumdæmið hér? Er ekki stjórn landbúnaðar- málanna dæmigert klúður stjórn- valda, halarófa alvarlegra mis- taka? Eða hver getur orða bundist, þegar nýjasta stórhneykslið ber á góma? Vaxtaokur lögleitt í land- inu, - bara svona óvart; Hver annar en ríkisstjórnin ákvað það, í samráði við Seðlabankann, að vextir skyldu gefnir frjálsir? Bar ekki bankamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins og ríkisstjórninni í heild að sjá svo um, að sú ákvörðun yrði ekki til þess að lögleiða okur? Vissulega. yfir þetta á þjóðin bara eitt orð: Stjórnmálaafglöp. Og ekki tekur betra við. þegar komið er að Útvegsbankamálinu. f eitt ár hefur ríkisstjórnin verið að hnoðbögglast með bankann í hreppaflutningi út og suður. Á meðan tapar þjóðin hundruðum milljóna á eintómum vettlinga- töku og vangaveltum stjórn- valda. Svo láta þessir stjórnar- herrar eins og þeir hafi lagt inn á bankareikning landsmanna ein- hverjar fúlgur af tiltrú, sem þeir geti tekið út í næstu kosningum. Þá innistæðu er a.m.k. ekki að finna í Útvegsbankanum. Viljum jafnrétti - ekki forréttindi Nú hugsar einhver með sér: Hvað er þessi kona að fara? Átti ekki að ræða um stöðu konunnar innan stjórnmálaflokkanna? Jú, að vissu marki, en ég tel að við eigum ávallt að reyna að koma okkar sannfæringu um þau stór- brotnu mál á framfæri með karl- menn okkur við hlið. Því ekki að berjast innan flokkanna, eins og við höfum gert? Gerum okkur grein fyrir því, að okkur er treyst fyrir heimilum landsins og það er ein veigamesta staða þjóðfélags- ins. Því segi ég: Konur, tökum ofan huliðshjúpinn, verum ávallt til í umræður og framkvæmdir, sýn- um okkar dug og þor, tökunr þjóðmálin alvarlega, sitjum ekki eins og rjúpa við stein, - fram- kvæmum hlutina. Við viljum jafnrétti kynjanna en ekki for- réttindi. Okkar baráttumál er að hnekkja ríkisvaldi auðstéttarinn- ar og koma á alþýðuvöldum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.