Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 8
 G r í mseyjarferð Og dagbókarbrot Höfundurinn, Frederik Faber (1795-1828) var danskur náttúru- fræðingur, enda þótt hann væri lög- fræðingur að mennt. Fuglar voru snemma aðaláhuamál hans og því var það, að eftir að hann iauk laga- prófi við Hafnarháskóla gerði hann ferð sína til íslands til að rannsaka fuglalíf, en einnig leit hann mjög eftir fiskum. Hann kom til íslands snemma sumars 1819 og dvaldist til hausts 1821 eða alls 2 ár og 5 mán- uði. Fyrri veturinn dvaldist hann á Akureyri en hinn síðari á Eyrar- bakka. Fór hann allvíða um bæði norðanlands og sunnan og einnig um Vesturland allt norður á ísa- fjörð, Vestmannaeyjar og Geir- fuglasker. Athuganir hans á fuglalífi og fiska eru geysimargar og stór- merkar. Skrifaði har.n um þær tvær bækur: Prodromus der islándischen Ornithologie oder Geschichte der Vögel Islunds um fuglana, og Nat- urgeschichte der Fische Islands um fiskana. Voru þessar bækur hátt í öld einu yfirlitin um fugla og fiska íslands og hafa önnur betri fyrst ver- ið skrifuð á þessari öld og er þá fremst að telja rit Bjarna Sæmunds- sonar. Síðar skrifaði Faber margar ritgerðir um íslenska fugla og er þar mörgu bætt við hið fyrsta rit. Höfuðrit hans mun þó talið Ueber Vetrinum 1819-20, fyrsta dvalar- vetri í dýrafræðileiðangri mínum á íslandi var naumast lokið, þeg- ar mér þótti of þröngt um mig í vetrarhúsi mínu. Óróinn í blóð- inu sagði til sín jafnskjótt og nátt- úran tók að vakna af vetrardval- anum og ferðahugurinn gerði vart við sig á ný. Snjórinn lá þó enn langt niður í hlíðar og varla hægt að segja að vormerkin sæj- ust niðri í dölunum. Skömmu eftir komu mína til íslands sumarið 1819 heimsótti ég stærsta stöðuvatnið á þessari klettaeyju, Mývatn, sem er á norðausturlandi. í hinum fjöl- mörgu eyjum þess og hólmum eiga norrænir vatnafuglar örugga varpstaði, og þar birtast þeir náttúrufræðingunum í marglitri mergð. Ég dvaldist yfir veturinn á verslunarstaðnum Akureyri (Öefjord Handelssted), en nú var ásetningur minn að kynna mér eftir föngum líf og hætti sjófugl- anna, sem verpa í þverhníptum björgum úti við ströndina. Ég gat valið milli fjögurra helstu fugla- bjarganna á Norðurlandi og ég kaus mér hina norðlægu Gríms- ey, sem liggur einangruð í íshaf- inu fjarri landi. Lega eyjarinnar ásamt þeim hugmyndum sem ég gerði mér um hana, gaf mér fyrir- heit um að þar væri að finna þá fugla sem fyrrast meginlandið og kjósa sér varpstaði sem fjarst því í margra mílna fjarlægð. Að kveldi dags 24. maí 1820 steig ég um borð í lítinn fiskibát frá bænum Lóni, sem liggur inn- arlega við Eyjafjörðinn. Á bátn- um voru sex menn, sem lögðu í þessa 12 mílna löngu sjóferð, til das Leben der hochnordischen Vögel um hánorræna fugla yfirleitt en vitanlega mest um íslenska fugla. Var rit það fram undir lok 19. aldar talið „vissulega hið besta tillag til fuglafræðinnar, sem nokkur dansk- ur vísindamaður hefir af hendi leyst“, og enn í dag er hann talinn einn af fremstu fuglafræðingum Dana, og allt fram undir 19. öld og enda lengur, hafði enginn erlendur maður lagt meira til íslenskrar nátt- úrufræði. Ekki samdi Faber nokkra ferða- bók, en dagbækur hans eru til, geymdar í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, mikið rit, 618 bls. Er það fremur óaðgengilegt til letrar, en miklu mestur hluti þess er athuganir hans á fuglum og fiskum. Um ferðirnar sjálfar og kynni hans af landi og þjóð eru smákaflar, sem sýnishorn er birt hér af. Ekkert af því tagi hefir verið prentað nema ferðasagan til Grímseyjar, sem hér fer á eftir. Hún kom út í dönsku tímariti, R. Nyerups Magazin for Rejseiagttagelser III. Vafalaust hef- ir Faber kynnst fjölda íslendinga á ferðum sínum og kallaður var hann Fugla-Faber manna á meðal hér og lifði minning hans lcngi cftir að ferðum hans lauk. Std.Std. að veiða hákarl við Grímsey. Við höfðum ekki farið langt, þegar ákafur mótvindur knúði okkur til að lenda undir Höfðan- um austan fjarðarins. Ég gekk upp á fjallið og síðan heim á pretsetrið, þar sem ég fékk að sofa nokkra klukkustundir með- an bátsverjar hvíldu sig. Þeir vöktu' mig snemma um morgun- inn 25. maí. Veðrið hafði lægt nokkuð og við komumst áfalla- laust um kveldið út fyrir Gjögur- tá austanvert við mynni Eyja- fjarðar. Leiðin til Grímseyjar var nú að vísu hálfnuð, en hættuleg- asti hluti hennar yfir opið haf ófarinn. Nú var kominn stormur að nýju og háreistar íshafsöld- urnar lömdu klettótta ströndina með miklum gný. Auk þess var skollin yfir sótþoka. Þegar svo var komið hættu bátsmenn sér ekki á veikburða bátnum út á opið hafið, þar sem nú var einnig sú hætta á ferðum að þeir villtust af leið, en Grímsey sjálf lá hulin í þokuhafinu, enda þótt svo vel vildi til að báturinn þyldi sjó- ganginn. Það var því afráðið að lenda hjá prestsetrinu Þöngla- bakka og bíða þar betri tíma, þangað til við hættum bátskel okkar norður fyrir heimskauts- bauginn. Ég dvaldist þarna um kyrrt tvo langa daga í lélegum torfkofa, gluggaboran var svo lít- il að hún gaf ekki næga birtu til þess að ég gæti lesið og ég sá ekki annað út um hana en regnið sem lamdi á rúðunni án afláts. Loksins batnaði veðrið og að kvöldi 27. maí var kominn heiður himinn og hafið lá kyrrt framund- an. Við bjuggum okkur af stað í flýti. Bátnum var ýtt á flot en hann var nú svo hlaðinn, að sjór- inn lá upp undir borðstokka, og síðan var lagt frá landi. Við vorum alls 13 í bátnum og það var komið miðnætti þegar loks var lagt af stað. Ekki voru ræðararnir fyrr sestir undir árar en þeir, minnugir hættunnar á sjóferðinni, hófu upp með sálma- söng bæn til Guðs um að gefa þeim fararheill. Fólkið sem eftir varð í landi, tók undir bænargerð þeirra og við vorum komnir góð- an spöl frá lendingunni þegar við enn heyrðum óminn af þung- lyndislegum sálmasöng þess. Skyndilega sló þeirri hugsun að mér að þetta væri minn eigin lík- söngur, og um leið minntist ég hinna 12 fjölskyldufeðra, sem ekki fyrir alllöngu síðan hlutu hina votu gröf á þessum slóðum.1* En þær hörmunga- myndir hlutu von bráðar að hverfa fyrir hinni fögru sýn þegar purpurarauð sólin hvarf sem allra snöggvast í hafið og kom aftur í ljós „upp af bárulaugunum". Við vorum nú ekki meira en í um tveggja mílna fjarlægð frá eynni, sem reis framundan okkur í sinni klettóttu einsemd. Stórir hópar hinna vængjuðu eyjabúa syntu í rólegheitum umhverfis bátinn. Enn var hafið kyrrt og við, sem höfðum gefið okkur á vald hinna tveggja ótryggu höfuðskepna, lofts og sjávar, tókum að gera að gamni okkar og fagna því, hversu ferðin hefði gengið vel. En - allt í einu hvessti snögglega af norðri. Bátverjar þögnuðu skyndilega. Ræðararnir tóku á öllum sínum kröftum til að berjast gegn sjó og stormi. Báturinn lyftist ýmist upp á öldu- faldana eða seig niður í dalina. slíkt hafði ég aldrei séð á skipi á Atlantshafinu, þótt þar hefði hvesst svo um munaði. En örlög- in höfðu ákveðið að við skyldum ná landi að þessu sinni. Við lent- um í Grímsey, og ég steig þar í land kl. 9 að morgni hins 28. maí. Veðurbarinn af rokinu og hold- votur af sædrifinu leitaði ég heim að næsta kofa, og leitaði mér skjóls í myrkri hans og hlýju. Nú var ég lengst í norðri, kom- inn norður fyrir heimskautsbaug- inn. Djúpur snjór lá yfir allri eynni og hann Ieysti ekki fyrr en í miðjum júní. Mér var því lífs- nauðsyn að fá einhvern dvalar- stað. Það var of kalt til þess að búa í tjaldi og torfkofarnir á bæjunum voru svo ömurlegir að ég gat ekki hugsað til þess að dveljast í þeim í þrjár vikur. Kirkjan litla í eynni varð því bú- staður minn. Á Akureyri hafði ég búið mig út með nesti, púður og högl vegna vísindanna og tóbak og brennivín handa Grímseying- um. Ég fékk konu í eynni til að elda ofan í mig eftir lélegri for- sögn rninni, stundum neyddist ég þó til að iijálpa henni. Skarfakál- ið í eynni varð grænmeti mitt og þó að lýsisbragð væri af sjófugla- ketinu var þetta til samans kröft- ug fæða, og þar með var matar- búskapurinn tryggður. Mér gafst nú færi á að skoða þessa klettaeyju sem ég áætlaði að væri ámóta að flatarmáli og Salthólminn í Eyrarsundi. Nátt- úra eyjarinnar er hrjóstug og ófrjó. Éyjarskeggjar eru um 50 talsins og búa þeir í átta torfbæj- um. Hreinir siðir þeirra, nægju- semi og hjálpsemi gagnvart aðkomumönnum bendir allt á bann sannleik að tilteknar dyggð- ir skjóta dýpri rótum hjá fólki sem býr við einangrun en hinum, sem búa í þrengslum og fjöl- menni. En engu að síður er fátækt þeirra enn meiri en svarar til hinna fábreyttu lífsvenja. Á veturna þegar hinn forni ógn- valdur Norðurlandsins, græn- lenski hafísinn umlykur eyna, er full ástæða til að óttast beina hungursneyð hjá hinu innilukta fólki. Margir hundar og nokkrar kindur eru einu húsdýrin. Sjórinn er einasta von þeirra og traust, en hann bregst þeim alltof oft. Há- karlaveiðin er oft léleg og þorsk- urinn, sem ætíð gengur seint upp undir eyna, bregst stundum algerlega og ekki er unnt að hætta smábátum þeirra langt frá landi, en svo eru eyjarskeggjar fátækir, að þeir hafa ekki efni á að afla sér stærri báta. En ekki megum vér þó gleyma einum náttúrugæðum eyjarinnar sem gefa fólkinu vonir um gnótt matar og góða afkomu yfir sumartímanu og eru ókunnum ferðamanni jafnmikil ánægja og þau eru mikilvægt rannsóknar- efni fyrir fuglafræðinga og nátt- úruskoðara. Hér á ég við fugla- björgin með öllum sínum íbúum, en þau liggja með allri austur- strönd eyjarinnar. Hversu má ég lýsa þeirri furðusýn sem opnast náttúruskoðaranum þegar hann fer í bát meðfram björgunum. Hver einasta gjá,.hver sprunga, hver sylla og nöf í hinu háa, bratta bjargi er þakin sjófuglum á eggjum. Hingað hafa þeir safnast í hinu hánorræna umhverfi, ein- angraðir til þess í sátt og sam- lyndi að uppfylla skyldur sínar gagnvart afkvæmum sínum og ala upp nýja kynslóð. Éinkum verpir hér ótölulegur grúi af ritu (Éarus tridactylus), svo að þegar fuglinn flýgur upp er því líkast sem ský dragi fjiir sólu. Riturnar þekja bergið þar sem þær liggja á eggjunum og gargið getur gert mann nær heyrnarlausan, en bergið, sem er grænlitað af skarfakáli, hvítnar af dritinu. Þar sem ég sjálfur hlaut að verja tíma mínum til rannsókna og athuganna, varð mér nauðsyn að kenna einum eyjarbúa að fara með rannsóknatæki mín og gera hann að aðstoðarmanni mínum við meðferð þess er ég safnaði. Fjöldinn allur af svartfugli og skarfi varð að gefast upp fyrir hinum óhlífna vísindamanni og láta honum egg sín einnig í té, jafnvel fýllinn spjó lýsisforða sín- um án árangurs gegn þessum bet- ur búna óvini. Haftyrðill, hinn litli, fallegi sundfugl, sem þolir svo vel vetrarkuldann, kemur aðeins til landsins á vetrum, og er þá talið hann boði óveður og kulda. Varpstaðir hans eru oft mjög torfundnir. Hann verpir hér á mjög litlu svæði norðanvert á eynni, djúpt í urð sem falið hefur úr bjarginu, en fuglarnir eru all- rnargir saman. Til þess að finna eggin varð ég með aðstoð nokk- urra eyjarbúa að velta burt grjóti í urðinni og með þeim hætti olli ég aðfaranótt 17. júní svo alvarlegu tjóni á samfélagi haftyrðilsins, sem frá alda öðli hefir lifað óáreittur á þessum slóðum, að koma fuglafræðings- ins þangað norður fyrir heim- skautsbaug mun verða sorgar- saga í varpannálum þessa trygg- lynda fugls. Enda þótt þá væri miðnætti var samt sólskin, því að á þessum árstíma hverfur sólin aldrei í hafið í Grímsey. Það er eðlilegt að menn spyrji, hvernig Grímseyingar, sem naumlega kunna að fara með byssu, geti náð fuglinum úr þver- hníptu bjarginu. Veiðiaðferð þeirra er í senn jafnáhugaverð fyrir áhorfandann og hættuleg veiðimanninum. Æfður maður er látinn síga í bjargið í sterkri festi úr nautshúð. Hann hefir langa stöng í hendi og á enda hennar er snara sem hann veiðir fuglana í, þar sem þeir sitja óttalausir á eggjum sínum. Hann gefur síðan gæslumanninum á bjargbrúninni merki þegar á að draga hann upp hlaðinn af eggjum og fugli. Það er þannig með fullkominni lífs- hættu sem hinn nægjusami Grímseyingur aflar sér fæðu dag hvern yfir varptímann. Sigmað- urinn fær tvöfaldan hlut af veið- inni fyrir hættuna sem hann legg- ur á sig. Ég varð sjónarvojtur að hörmulegum atburði, er steinn hrundi úr bjarginu og varð að bana ungum sigmanni,'1 sem mætti þannig örlögum sínum á óvæntan hátt. Að hætti eyjarbúa var líkið borið í kirkju, svo ég fékk þar þögulan herbergisnaut í hálfmyrkri kirkjunni. Ég nýt þess ekki að vera í félagsskap við dauða menn, enda þótt ég óttað- ist þá ekki. En ekki veit ég hvort heldur það var vegna návistar hans, að ég var skyndilega grip- inn af nístandi kuldahrolli, eða hvort það var af völdum veðurs- ins, sem enn var svo kalt að gras- lendi eyjarinnar var hulið snjó þótt kominn væri miður júní, en allt í kringum hann hrannaðist hafísinn í öllum sínum furðu- formum og myndum. Rannsóknum mínum í eynni lauk hinn 20. júní. Ég hugðist fara í land samdægurs með báti þeim, sem þá yfirgaf eyna og Framhald á bls. 15.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.