Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 12

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 12
ei-2. Bestujóla- og nýjársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu. Samherji hf. Gleðileg jól farsælt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu. Trésmiðjan PAN h.f. Óskum öllum viðskiptavinum okkar gíeðiíegra jófa og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. HAGKAUP Akureyri Norðurgötu 62 Óskum öllum viðskiptavinum okkar (jleðikgra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Akureyrarhöfn GleðUeg jólf farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Sæplast hf. Dalvík Óskum öllum viðskiptavinum okkar qkðikqra jóía og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Byggingavörudeild KEA McLtarhátíðin gengur í garð Jólin nálgast óðum, Þor láksmessa á næsta leiti. Búið að súpa síðasta sopa jólaglöggsins. Nú þegar er komið gott borð á köku- kassana. - Þannig á það að vera. Þá hugum við að jóla- matnum. Fyrst er hin ómissandi kæsta skata með brœddum hnoðmör og kartöflum. - Hreinasta lostœti, segja skötuaðdáendurnir. - Hrœðileg, segja hinir. Þegar skatan er afgreidd, kveikjum við á jólailmkertinu. Margir sjóða hangikjöt á Þorláksdag. A aðfangadag veljum við okkur spikdregnar rjúpur. Rjúpnabringurnar eru léttbrúnaðar í potti, saltaðar og soðnar vel í ca. V/2tíma. Rjúpnalœrin soð- in sér ípotti í saltvatni, gott að nota soðið með í sósuna efvantar meira soð. Sósan jöfnuð með hveiti, síðan vel af rjóma bœtt út í. Ef sósan reynist of bragðdauf þá er ágætt að bæta út í hana smábita af gráðosti. Með þessu eru svo brúnað- ar kartöflur, soðnar sveskjur, rauðkál, rips- berjahlaup og grœnar baunir. - Rjúpnakrikana geymum við í búrinu og við fáum okkur smábita á milli mála. I ábœti má hafa heima- tilbúinn ís fyrir þá, sem ekki hafa hrísgrjóna- möndlugraut. ís - heimatilbúinn 4 eggjarauður 3 matsk. sykur vanillustöng eða dropar 2 eggjahvítur '/2 l. rjómi Eggjarauðum og sykri þeytt saman, vanillu bætt í. Hvíturnar þeyttar og rjóminn líka, þessu blandað varlega í eggjahræruna, fyrst rjómanum, hvítunum síðar. - Skolið formið með köldu vatni, hellið hrærunni í og frystið. Borðað með ískexi eða súkku- laðimarenge. A jóladaginn borðum við hangi- kjötið og laufabrauðið ásamt kart- öflumús eða kartöflujafningi, eplasalati og grænum baunum. Eplasalat Þeyttur rjómi, smáskorin epli, aðeins sykur og rauðrófutening- ar. Þessu öllu blandað saman. í eftirrétt höfum við gjarnan: Eplamarengs 750 g epli dálítið vatn púðursykur Krem 'A l mjólk 2 egg vanilla 1 stór tesk. Iieilhveiti Marengs 2 eggjahvítur 125 g púðursykur eða strásykur Eplin afhýdd og soðin í mr. ,!:, sem látið er í eldfast mót, smurt áður með smjörinu. Kreminu hellt yfir og marengsinum spraut- að yfir síðast, bakað við vægan hita í 15-20 mín. í ofni, sem áður hefur verið hitaður. - Eplamar- engsinn borinn fram volgur með þeyttum rjóma. A jólakvöldið, þegar við höf- um drukkið súkulaðið með þeytta rjómanum og öllum jóla- kökunum, hugum við að mat- seólinum á annah í jólum og finn- um út, að í hádeginu er ágætt að nota afgangana af rjúpunum, því við eigum auðvitað tartalettur í búrinu. Rjúpurnar brytjaðar og settar út í sósuna ásamt grænum baun- um, hitað og sett í tartaletturnar, sem áður hafa verið hitaðar í ofni. Hangikjötið sneytt niður og kartöflujafningurinn hitaður. Laufabrauðið á borðið ásamt smjöri. Á Þorláksdag höfum við útbúið fisk í hlaupi. I það er best að hafa nýja smálúðu, soðna í saltvatni með lárviðarlaufi og sítrónusafa. Lúðan er kæld og beinhreinsuð. í 1 lítra af soði eru notaðar 16 plötur matarlím. Mat- arlímið látið í kalt vatn smástund, kreist og látið út í soðið og leyst upp. - í forminn röðum við með lúðunni rækjum, etv. harðsoðnum eggjum eða eft- ir því sem hver vill. Soðinu hellt yfir, látið stífna. - Með hlaupinu berum við kokteilsósu. í hana er notað smá mayonese, þeyttur rjómi, pínulítið hvítlauksduft og tómatsósa eftir smekk. Á borðið má svo fylla upp með brauði, áleggi og salati, drekka svo jólaöl með öllu saman. Þetta ætti að nægja þar til gest- irnir eru komnir um kvöldið og stórsteikin með tilheyrandi kom- in á borðið. Megi nú allir njóta góðs matar og ánægjulegrar hátíðar. Gleðileg jól!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.