Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUMAÐURINN - 11 > V — VLH.ifýb'-'ÍJ'URií’ >«> Og silungsveiði mundi haldast þar og jafnvel aukast með skynsamlegum aðgerðum. 3. Rennsli Laxár. Þá hafa menn óttast að rennsli Laxár neðan virkjunar breytist svo að bæði yrði af stórkostleg landspjöll og veiðispjöll. Vatnsaukning Laxár vegna Suðurárveitu hefir í för með sér vatns- borðshækkun, sem nema mun 6-23 cm frá meðal vatnsborði, minnst niður hjá Laxármýri, þar sem hún er nær engin, og er þó hægt að draga nokkuð úr því. Er auðsætt að slíkt getur ekki valdið tjóni þar sem það er miklu minna en venjuleg vatnsborðshækkun í flóðum árinnar. En við stíflugerðina verður unnt að hemja svo vorflóð í Laxá, að þeirra gæti sáralítið. Þá er og girt fyrir þær vatnsþurrðir, sem sífellt verða á vetrum. M.ö.o. rennsli árinnar verður jafnara en nú er, og er það alkunna að slíkt bætir veiðiskilyrði en spillir þeim ekki. Straumhraði eykst nokkuð en fjarri því að ná því hámarki, sem valdið getur truflunum á hrygningarsvæðum enda þótt svo megi fara að þau flytjist sums staðar til. Slýmyndun mun áreiðanlega minnka. Aurburður í ánni hverfur. Lónið hefir í för með sér að áin kólnar seinna á haustin en nú og verð- ur árvatnið því hlýrra en nú er á vetrum og fram eftir vori. Hins vegar hitnar áin seinna en nú er að sumr- inu, en hitinn helst lengur eins og fyrr var sagt. ís og krapaburður árinnar minnkar stórlega eða hverfur með öllu, því að enginn ís eða krap berst niður fyrir stíflu og íshrannir þær, sem myndast í Aðaldal, minnka stórlega eða hverfa algerlega. Að dómi sérfróðra manna á þessum sviðum er því næsta ólíklegt, að umræddar aðgerðir hafi áhrif til hins verra á veiði í Laxá í Aðaldal, enda staðreynd frá mörgum stöðum að slík jöfnun á vatnsrennsli, sem hér um ræðir, hefir aukið veiði í ám en ekki skert. Jafn sjálfsagt er þó að gerðar verði líffræðilegar athuganir á Laxá á næstu árum áður en aðalbreyting- in hefst. Þær eru öllum til hagsbóta. Fyrirhugaðar framkvæmdir breyta engu um gerð vatnsvega fyrir fisk upp eftir Laxá upp fyrir virkjun, frá því sem nú er, ef tiltækilegt þykir vegna kostnaðar, sem enn hefir þótt meiri en svo að réttmætt væri að ráðast í þær framkvæmdir. Þá bera menn ugg í brjósti vegna hinnar háu stíflu og þess þunga, sem á henni hvílir, ekki síst þar sem vér búum í jarðskjálftalandi. En þá er vert að minnast þess, að jarðskjálftar eru ekkert dularfullt afl og unnt er að gera mannvirki svo úr garði að þau sú einnig trygg gegn slíkum skakka- föllum. Mun ekkert verða til þess sparað eftir því sem tækni og þekking nær til. Ég hefi nú leitast við að gera grein fyrir því sem gera skal, draga fram kosti þess og lesti. Ætlun mín er, að þér sem mál mitt heyrið, reynið síðan að dæma eftir staðreyndum en ekki tilfmningasemi. Margt er rætt um náttúruvernd bæði í þessu sam- bandi og öðrum og ráðamenn þessara framkvæmda sakaðir um skilningsleysi í þeim efnum. í því sam- bandi má nefna að einn aðalhöfundur þessara áætl- ana á sæti í Náttúruverndarráði, og því sæmilega vel treystandi til að taka tillit til þeirra sjónarmiða. Ann- ars er vert að geta þess, að hvarvetna um heim, þar sem náttúruvernd er orðinn fastur þáttur í þjóðlífmu, er mönnum ljóst það sjónarmið að maðurinn er lif- andi vera, sem á rétt sinn í náttúrunni, og hin sanna náttúrvernd miðar að því, að maðurinn fái hagnýtt sér gæði og auðlindir náttúrunnar án þess að fremja rán eða slík spjöll, að landið verði verra og óbyggi- legra eftir. Það er öllum ljóst, að til þess að nútíma- þjóðfélag fái að þróast á eðlilegan hátt, verður maður- inn sífellt umsvifameiri og hlýtur því að ganga á hið ósnortna land. Á hinn bóginn er að því keppt að fórna sem minnstu af náttúrunni og helst engu nema því, sem brýn nauðsyn krefur. Hinar áætluðu framkvæmdir Gljúfurversvirkjunar kreijast þess að hluti af Laxárdal verði lagður undir vatn. Deila má um, hver náttúruspjöll verði að því. Aðrar aðgerðir í þessu sambandi virðast ekki valda nokkrum þeim spjöllum, sem varanleg séu eða ekki verði bætt. Og þá er að líta á hvað vinnst. Norðurlandi eystra frá Ólafsfirði til Þórshafnar, með um 20 þús. íbúum verður séð fyrir nægjanlegri orku til iðnaðar og heimilisþarfa á ódýrari hátt en nokkur önnur hugsanleg leið getur veitt. Jafnframt því er rekstursöryggi virkjananna tryggt betur en unnt er á annan hátt. Hér er því raunverulega um lífs- spursmál alls þessa landshluta að ræða. Nær það jafnt til þéttbýlis og strjálbýlis. Það er því matsatriði hvort meira vegi lífshagsmunir þessara 20 þús. manna eða 10. hluta þjóðarinnar, eða þau spjöll, sem hér munu verða, og ég hefi leitast við að benda á. Mér er það engin launung, að íyrst er ég heyrði um þessar áætlanir, var ég hikandi, en eftir því sem áætl- anirnar fengu fastara form og niðurstöður vísinda- legra rannsókna lágu fyrir, hvarf mér allur efi um réttmæti framkvæmdanna. Og þannig hygg ég fara mundi hverjum þeim, sem átt hefði þess kost að fylgj- ast með rannsóknunum stig af stigi, án haturs eða hylli ef svo mætti kveða að. Og það er einhuga álit okkar allra, sem með þessi mál höfum farið, að við hefðum brugðist skyldu okkar við þjóðfélagið og okk- ur sjálfa ef við hefðum neitað þessu ráði þegar á það var bent. Höfðum við engra hagsmuna þar að gæta, annarra en þeirra að gera rétt eftir því sem samviska okkar og þekking náði til. Og ég er sannfærður um, að hver og einn, sem kynnir sér málið til hlítar mun skilja það viðhorf okkar. Land vort er í örri þróun. Fólkinu fjölgar, tímarnir kreíjast sífellt betri lífsskilyrða. Þau verða ekki veitt nema með aukinni og bættri framleiðslu. Ein megin undirstaða hennar er aukin nýting á orku fallvatnanna. Hin fyrirhugaða Gljúfurversvirkj- un er einn áfangi af mörgum til að fylgja þessari þróun. Nokkru þarf að fórna, og þær fórnir eru ekki sárs- aukalausar, fremur en aðrar fórnir. En þær eru færð- ar til þess að gera þjóðlíf þessa landshluta frjórra og betra, og um leið einn þáttur í að skapa íslenskri þjóð betri framtíð. Á þeim grundvelli eru þær ekki einungis réttlætan- legar heldur sjálfsagðar. Eftirmáli við Laxármál Erindi þetta um virkjunarframkvæmdir við Laxá var flutt í útvarp haustið 1969 en þá var að heíjast Finna-galdur sá gegn þeim framkvæmdum, sem síðar magnaðist svo að kalla mætti að héldi við æði. Erindið var samið til þess eins að skýra frá fyrirætlunum Lax- árvirkjunarstjórnar og hrinda þeim rangfærslum og áróðri, sem þá hafði fram komið. En um þá hluti fór sem ófreskjurnar í ævintýrunum, að þegar höggvið var höfuðið af einni, spruttu þrjú ný í staðinn. í þessu erindi er ekkert, nema blákaldar staðreyndir, og máli hvergi hallað Laxárvirkjun í vil. Engu að síður fór sá málflutningur svo í taugarnar á sumum, að naumast var ég þagnaður í útvarpinu, þegar einn brottflúinn Laxdælingur, sem ég hafði einu sinni eða aldrei séð, sendi mér símskeyti með svívirðingum, og hefir hann gert svo síðar að tilefnislausu. Þessa get ég hér, svo að það gleymist ekki, þegar lýst er bardagaaðferðum þeirra Laxármanna. Það er ekki ætlun mín að rekja sögu þessa máls, né ræða allt það moldviðri, sem þyrlað hefir verið upp í því. Gljúfurversvirkjun er úr sögunni, illu heilli og ef til vill meira. En þar sem virkjunarandstæðingar skutu sér í fyrstu að baki ágæts málefnis, náttúru- verndar, vil ég í stuttu máli rifja upp, hvað glataðist við það að horfið var frá Gljúfurversvirkjun, eins og hún var hugsuð í fyrstu. Enda þótt uppistaða hefði verið gerð í Laxárdal, og nokkur landspilda farið í kaf og orðið að hætta búskap á einhverju af býlum dalsins eins og rakið er hér að framan, er það sannfæring mín, að þegar allt kom til alls hefðu framkvæmdir Gljúfurversvirkjunar getað orðið og orðið eitt af stórfelldustu landverndarfyrir- tækjum, sem unnin hafa verið hér á landi. Skal það nú rakið í fáum dráttum. 1. Með Suðurárveitu í Kráká varð að gera tvennt, ef hún átti að takast og koma að fullu gagni. Annars veg- ar að gera víðáttumikla friðun og landgræðslu í Krák- árbotnum og við veituskurðinn, en land liggur þar nú mjög undir spjöllum af uppblæstri og sandfoki. Hins vegar varð að laga farveg Krákár, og hemja hana þannig, að hætta á spjöllum af hennar völdum á engj- um og Mývatni sjálfu væri úr sögunni. 2. Ef byggð hefði lagst algerlega niður í Laxárdal, og landið orðið opinber eign, skapaðist þar möguleiki á að gera óvenjulega stórt friðland, þar sem gróðri og dýralífi hefði verið hlíft um aldur og ævi fyrir ágangi mannsins. En þótt byggð hefði haldist, sem hún sennilega hefði gert að einhverju leyti, hefði verið full nauðsyn að friða verulega spildu meðfram lóninu fyr- ir allri umferð og ágangi og mundi svo hafa verið gert, og um leið að græða þar belti af kjarrgróðri, víði og birki, til að tálma aurrennsli úr hlíðunum. Við lónið hefði þá skapast fullkomið friðland og griðastaður öllu lífi. Hver prýði hefði orðið að hinu kjarri girta vatni skal hér ekki rakið, en trúlegt þætti mér að ekki hefðu fáar af öndum Mývatns talið sig eiga þar gott skjól, þegar þær þreyttust á umferðinni við Mývatn. Þetta hefur eilíflega tapast. Nú upp á síðkastið hefir raunar komið í ljós, að megináhugamál virkjunarandstæðinga er það að koma laxi upp í efri Laxá og Mývatn um leið. Slíkt er ekki náttúruvernd, heldur náttúruspjöll, þar sem þar hefir aldrei lax verið fyrr, enda við því varað af sjálfu náttúruverndarráði. Og svo er að sjá, að máttarvöld landsins ætli að meta meira hugsanlegan laxagróða fáeinna manna, en það, að tryggja heilum landshluta ódýra raforku, til heimilisnota og iðnaðar og um leið tryggja atvinnu og bólfestu hér norðanlands. Við virkjunarmenn höfum beðið ósigur í fyrstu atrennu. Ég harma það að vísu, en betra er að bíða ósigur með hreinan skjöld en sigra með klækiskap. Og óhræddur bíð óg dóms sögunnar um viðhorf okkar í þessu máli. i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.