Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 15

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 15
Grímseyjarferð - Framhald af bls. 8 skyldi flytja hákarlsaflann í land. Ég bjó um náttúrugripi mína, kvaddi hina góðu Grímseyinga og steig í bátinn kl. 11 um kveldið. Svo langt aftur sem fyrstu menn mundu var ég fyrsti útlendingurinn sem dvalist hafði í þessari einangruðu eyju. En ekki óttaðist ég að fara þangað aftur og gefa mig aleinan á vald hinna heiðarlegu eyjarskeggja, ef örlögin vildu svo vera láta. Sjórinn var blækyrr alla leið- ina, en það var dimmt í lofti og brátt skall yfir þoka sem þéttist eftir því sem á leið, svo að við sáum aðeins örfáar bátslengdir frá okkur. Það var nístingskalt svo að ég vafði mig innan í sængurföt mín í bátnum til þess að verjast kuldanum. En allt um það var ég svo krókloppinn, að ég gat naum- ast hreyft gikkinn á byssu minni til að skjóta tvo kjóa, sem eltu bátinn vegna hákarlslyktarinnar sem lagði af honum. En mér heppnaðist samt að hitta þá. Síðari hluta dags 21. júní kom- um við inn í mynni Eyjafjarðar. Því lengra sem dró inn í fjörðinn varð hlýrra í skjóli fjallanna. Þokunni létti, loftið var tært og sjórinn sléttur. Um kveldið lent- um við hjá bænum Skeri, þar sem ég gisti. Hér inni í firðinum þar sem loftið er mildara en í Gríms- ey, hafði náttúran klæðst sumar- klæðum síðan ég fór út til eyjar- innar. Allt umhverfið var nú grænt og í furðulegri andstöðu við vetrarbúning eyjarinnar sem ég var nýskilinn við. Um hádegisbilið léði bóndinn á Skeri mér bát með tveimur ræðurum til að flytja mig þær 4 mílur sem ég átti ófarnar til Akureyrar. Allt gekk vel þangað til við komum inn fyrir Toppeyri (Gásaeyri). Þá hvessti snögglega og öldur tóku að rísa á firðinum. Við tókum því land og ég fór heim að Lóni, sem var skammt þaðan. Ég gisti þar og fór svo ríð- andi til Akureyrar daginn eftir, en báturinn hélt áfram þangað með farangur minn. Ég kom þannig seinnipart dags 23. júní aftur til Akureyrar eftir nær mán- aðar fjarveru. Verslunarskipið frá Kaupmannahöfn var nýkomið og lá í höfninni. Koma þess var mér fagnaðarefni. Það færði mér fréttir frá föðurlandi mínu og endurvakti með því minningarn- ar sem sífellt bundu mig við það traustum böndum meðan ég dvaldist í fjarlægðinni. 1) Ekkert hefi ég fundið um bátstapa í Annál 19. aldar. En þar er sagt að 29. sept 1819 færust 5 menn af báti úr Fjörðum 2) Sigmaðurinn hét Jón Sakaríasson frá Eyri í Hvalvatnsfirði. Slysið varð 12. júní 1820. (Annáll 19. aldar). ALÞYÐUMAÐURINN - 15 í Gleðileg jól farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Olíufélágið Skeljungur h.f., Akureyri GleðHeg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. iÞðráwwfiHf. Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestujóla- og nýjársóskir með þökk fyrir samskiptin á árinu. Fiskiðjusamlag Húsavíkur Óskum viðskiptavinum vorum gleðUegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrír viðskiptin á árínu. Kafflbrennsla Akureyrar Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu jóla- og nýjársóskir með þökk fyrír samskiptin á árinu. Söltunarfélag Dalvíkur hf. Gleðileg jól farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árínu. sD skapf i Furuvöllum 13 1 Akure hf Akureyri Símar 23830 & 23802 GleðUeg jól farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árínu. Skipasmíðastöðin VÖR h.f. Sendum starfsfólki og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýjársóskir Síldarverksmiðjan Krossanesi Bestu jóla- og nýjársóskir Þökkum viðskiptin á árinu Herrabudin HAFNARSTRÆD 92 - SÍM 26708 -^4 Verkamannasamband íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og góðs nýs árs með þökkum fyrir áríð sem er að kveðja. TÖLVU VINNSLA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.