Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 1
1. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR i ttil ■' nr)u tíniu! DSOPWN x ' U 1 i % V .a I u S, \ 1 H % 1 Veður- spá Spá Þ.Þ. laugardaginn 20. apríl kl. 9 fh.Veður fremur kaldranalegt. (Gildir fyrir vik- una 21. - 27. apríi) Það hal'a að sönnu leikið krepjuklær um fjallatinda og loft verið þykkt á síðustu dög- um. En vonandi lagast nú tíðin smám saman, því að lóan er komin og auðnutiltlingar þeir, sem urpu í mars, eru komnir með unga. Hrafnar hafa ekki sést höggva í húsmæni, svo ekki mun verða hrakviðrasöm veðrátta að ráði, en sumum mun þó finnast að hlýni heldur hægt, þótt ekki verði neitt heiðfrost með birtu af hálf- skerðu tungli. Rauðdúfuöndum og brimdúfum hefur fjölgað, en þeir fuglar eru oft undanfari mislægra vinda af suðaustri og austri. Við skulum vona að veðr- áttan verði líðanleg, þegar sumar gengur í garð, þótt sól- farsvindar leiki lítt um hölda og auðar skorður að nokkru ráði þessa spáviku, þrátt fyrir söng þrasta, sem hljómar sem aldrei fyn\ Skrásett hefur G.J. frétta- ritari og trúnaðarmaður. Hreinn Pálsson: Al vettvangi Veitustjórnar í fréttum og umræðu manna á meðal hefur talsvert verið rætt um sameiningu þeirra 2ja veitu- stofnana, sem Akureyrarbær rekur þ.e. annars vegar Hita- og vatnsveitu Akureyrar og hins vegar Rafveitu Akureyrar. Hita- og vatnsveita Akureyrar Fyrir nokkrum árum átti sér stað sameining hitaveitu annars vegar og vatnsveitu hins vegar, sem áð- ur höfðu starfað sem sjálfstæð fyr- irtæki. Sú sameining hefur gefist vel, þótt ýmsa örðugleika hafi þurft að yfírstíga og er þar um að ræða stóra vel rekna heild, en eins og allir vita er hitaveitan mjög skuld- ug, þótt þær skuldir hafi tekist að lækka. Varðandi skuldirnar hefur veru- legu máli skipt sá stöðugleiki í verðlagi, sem verið hefur síðustu ár, en tiltölulega lítil breyting á gengi, hvað þá meiri lækkanir á gengi geta og hafa haft afdrifarík- ar afleiðingar til hækkunar þessara skulda. Þar sem fyrir liggur að meiri hluti skuldanna er á gjalddaga (lokagreiðsla) á næsta ári þarf nú og er þegar farið að huga að end- urfjármögnun þeirra og freista þess að fá bæði vaxta- og lána- kjör, sem geri mögulegt með eðli- legum hætti að greiða þær upp innan ekki of langs tíma. Að öðru leyti er rekstur og framkvæmdir Hita- og vatnsveitu í nokkuð föstum skorðum, eðlilegt viðhald og endurbætur á lögnum og hugað er að frekari vatnsöflun fyrir hitaveituna. Rafveita Akureyrar Rafveitan er gamalgróið, vel rekið fyrirtæki, skuldlaust og um lang- an tíma hefur raforkuverð (alm. taxti) verið sá lægsti á landinu. Undanfarin ár hefur rafveitan unnið að mikilli endumýjun á veitubúnaði og notendakerfi og ýmissi hagræðingu, sem gefur von um lækkun á rafmagnsverði næstu 10-15 árin. Þetta er ekki lítilsvert atriði og því olli það vonbrigðum, þegar Landsvirkjun, sem selur Rafveit- unni rafmagn á heildsöluverði hækkaði nú nýlega og skyndilega verðskrá sína eftir að veitustjóm hafði lækkað gjaldskrá um s.l. áramót um 3%, sem þýðir ca. 8 millj. yfir árið. Væntanlega verður sú lækkun á bæjarbúa þó ekki tekin til baka, heldur gerðar ráðstafanir til að mæta því með endurskoðun fjár- hagsáætlunar. Geta má þess, að þessi hækkun Landsvirkjunar leiðir einnig til hækkunar raforkukaupa Hita- og vatnsveitu, sem nemur u.þ.b. 1 millj. króna. Sameining RA og HVA. Eins og sagði hér í upphafsorðum hefur nú komið upp umræða um sameiningu beggja veitnanna, en áður, 1987 og 1988, hafði slíkt komið til orða þegar varð af sam- einingu HA og VA. Síðan komu upp hugmyndir um að hluti dreifikerfis, sem nú heyrir til Rafmagnsveitna ríkisins í Eyjafirði og jafnvel Þingeyjar- sýslum yrði sameinað RA og gert úr því allstórt raforkudreifingar- fyrirtæki. Enn tengdist þetta þeim hug- myndum, að Akureyrarbær seldi hluta sinn í Landsvirkjun. Þessar hugmyndir hafa þó ekki náð fram að ganga og óvissa um, hvernig þeim lyktar. Eftir stendur hins vegar, að enn hefur verið orðað, hvort ekki muni hagkvæmt að sameina RA og HVA. Á þessu stigi er sú umræða vart komin í gang, en hefur þó óform- lega komið til tals hjá veitustjóm, sem eins og menn vita er sameig- inleg stjóm fyrir báðar veitumar. Eg efa ekki, að sé það að öllu leyti talið hagkvæmt að ráðast í slíka sameiningu, mun slíkt verða vandlega athugað í veitustjóm og á vettvangi bæjarstjómar. Tíminn verður svo að leiða í ljós, hvað úr slíku verður. Ný stjórn Jcrfnaðar- mannafélagsins Aðalfundur Jafnaðarmannafé- lags Eyjaljarðar var haldinn 29. febrúar s.l. Þar var Oktavía Jó- hannesdóttir kosinn formaður í stað Finns Birgissonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir í nýrri stjórn eru Asdís Ólafsdóttir, Jóhann G. Sigurðs- son, Jón Ingi Cæsarsson og Stefán Jóhannesson. Varamenn í stjórn eru Jónína Óskarsdóttir og Unnur Björnsdóttir. í skýrslu fráfarandi stjómar kom fram að starf félagsins á s.l. ári markaðist aðallega af því að Alþingiskosningar fóm þá fram, en í þeim missti Alþýðuflokkurinn þingmann sinn í kjördæminu. Lagði fráfarandi formaður áherslu á nauðsyn þess að efla starf kjör- dæmisráðsins, en einnig þyrfti að koma til öflugri stuðningur við flokksfélögin frá höfuðstöðvum flokksins, ef takast ætti að sækja fram að nýju. Félagið fékk nýtt aðsetur á árinu, í leiguhúsnæði að Ráðhústorgi 1, og byrjar nýtt starfsár með ágæta fjárhagsstöðu. Að loknum aðalfundarstörfum gerði Gísli Bragi Hjartarson bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins á Akur- eyri grein fyrir ýmsu því, sem er ofarlega á baugi í málefnum bæj- arins, og meirihlutasamstarfi sínu við Framsóknarmenn á kjörtíma- bilinu, sem nú er að verða hálfn- að. Líflegar umræður urðu í fram- haldi af ræðu Gísla Braga, einkum um málefni og framtíð Utgerðar- félags Akureyringa. Oktavía Jóhannesdóttir, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannafélagsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.