Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 3
ALÞÝDUMAÐURINN Miðvikudagur 23. aprfl 1996 - 3 Málefni grunnskóla á Akureyri Risaverkefni framundan nsestu árin Framundan er flutningur grunn- skóla frá rflci til sveitarfélaga. Góðar líkur eru nú á því að það geti átt sér stað í haust eins og að var stefnt. Kennarar hafa komið að nýju til viðræðna um réttinda- mál sín. Strax í haust mun Akur- eyrarbær taka við rekstri skólanna að fullu. Sú sýn sem blasir við í skólamálum í bænum er því miður ekki með þeim hætti sem æskilegt væri. I skólunum er unnið geysi- lega gott faglegt starf, en það um- hverfi sem skólunum hefur verið skapað að hálfu hins opinbera er því miður alls ekki með þeim hætti sem ætti að vera. Við ein- setningu skóla hefur verið tekin áhætta hvað varðar húsnæði í sumum tilfellum og það hefur óneitanlega gert starfssemina mjög erfiða bæði fyrir kennara og nemendur. Lausnir munu kosta gríðalega fjármuni. Þær fjárhæðir munu mælast í hundruðum millj- óna og ljóst að ekki er nokkur leið að leysa verkefnið á þann hátt að ætla að nota afgangs fjármagn til lausna vandans. Akureyrarbær verður að finna fjármagn til að leysa vandamál sem óneitalega eru til staðar. Það er forgangs- verkefni að Ijúka einsetningu skóla í bænum á skemmri tíma en áður var áætlaður. Það misræmi sem nú er til staðar getur leitt til mikilla vandræða. Þeir nemendur sem eru í skóla seinni part dags eiga á hættu að einangrast félags- lega. Því til viðbótar munu kenn- ararar ekki fást til að starfa við þá skóla sem búa við þessar aðstæð- ur. Samræming skólastarfs á Akureyri Á þessu ári er mjög brýnt að hefja vinnu við endurskipulagningu og samræmingu grunnskólans á Ak- ureyri. Það verður að hverfa frá bráðabirgðalausnum og „redding- um“. Skólanefnd og fagfólk verð- ur að hefja vinnu við þetta nú í haust. Koma verður á A'innuhópi sem tekur til umfjöllunar alla þætti grunnskólans á Akureyri og skili niðurstöðum um skipulag hans sem fyrst. Að mínu mati verður að gera róttækar breyt- ingar á skólaskipulagi, sérstak- lega sunnan Glerár. Neytendumir, „börnin", verða að sitja við sama borð hvar sem er í bænum. Það er ekki farsælt að skólar séu með allra handa móti. Möguleikar á lausnum em margir og á sumum svæðum gæti gefist tækifæri til að koma starfi skóla í það form sem nýjast er í grunnskólum í ná- grannalöndum okkar. Ekki er tímabært að ræða einstaka mögu- leika en brýnt að ná víðtækri sam- stöðu um lausnir. Fjármögnun - viðbótarfjármagn. Er hægt að leysa þetta risaverk- efni með fjármagni sem til fellur á næsta ámm óbreyttu ? Svar mitt er NEI. Framundan er bygging Gilja- skóla. Skólanefnd hefur lagt á það mikla áherslu að framkvæmdum verði hraðað þar, þannig að hægt verði að hefja kennslu í hluta fyrsta áfanga haustið 1997. Það hefur nú tekist og bæjarstjóm hef- ur ákveðið að útvega viðbótafjár- magn til verksins. Fyrsti áfangi mun kosta 157 milljónir króna. Fullbúinn mun Giljaskóli kosta yfir hálfan milljarð. Uppbygging hverfis við Verkmenntaskólann mun setja starfsemi Lundarskóla á ystu mörk og gæti jafnvel leitt til þess að ákveðið yrði að ljúka þeim skóla í samræmi við upphaf- legar áætlanir. Til lengri framtíðar séð mun væntanlegt Naustahverfi kalla á tvo grunnskóla til viðbótar. Stjórnmálamenn á Akureyri verða því að horfast í augu við þá stað- reynd að það er lífsnauðsyn að veita miklu viðbótarfjármagni í málaflokkinn á allra næstu árum. Það sem til fellur í dag mun rétt hrökkva fyrir nýframkvæmdum og viðhaldi. Það vantar fjármagn til að koma grunnskólanum í gott horf. Það viðbótarfjármagn gæti komið að mínu mati að hluta frá ríki, að hluta frá eignasölu bæjar- ins ef af verður og að lokum kem- ur lántaka í einhverju formi sterk- lega til greina. Það er rökstutt af minni hálfu með því að ef sífelld- ar bráðabirgðalausnir halda áfram að soga til sín fjármagn grunn- skólans í þeim mæli sem verið hefur þá hefði bærinn, þegar upp væri staðið tapað gríðalegu fé. Þá væri betra að taka lán og vinna lagfæringamar á skipulegan hátt. I dag er illmögulegt að áætla nokk- uð af viti fram í tímann því það fjármagn sem áætlað er, er það takmarkað, að ekki tekst að nýta það til annars en bjarga fyrir hom þar sem ástandið er verst hverju sinni. Margar gerðir af símum fyrir heimili og fyrirtæki Tilboðsverð rCLVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 Stefnumörkun bæjarstjórnar. Að lokinni þeirri vinnu sem fram- undan er hvað varðar endurskipu- lagningu og samræmingu grunn- skólans á Akureyri verður að liggja fyrir hjá bæjarráði og bæjar- stjórn stefnumörkun hvað varðar áðumefnda fjármögnun. Bæjar- stjóm verður að ákveða hvort vilji þar standi til að veita meira fé til skólanna en gert hefur verið und- anfarin ár. Á þeim tímamótum sem óneit- anlega em í skólastarfi hér í bæ í haust væri óþolandi að höggva ekki að rótum vandans. Ef ekki tekst að komast fyrir þau vanda- mál sem em í skólastarfí grunn- skólans nú á þessum tímamótum gætum við átt eftir að glíma við fortíðarvanda í skólastarfi á Akur- eyri um langa framtíð. Því miður mundi sá fortíðarvandi fyrst og fremst bitna á komandi kynslóð- um skólabama á Akureyri. Jón Ingi Cæsarsson Til viðskiptavina Happdrættis D.A.S. á Akureyri Kvennadeild Slysavarnafélags íslands á Akureyri ákvað á fundi sínum að hætta rekstri umboðsskrifstofu fyrir Happdrætti D.A.S. frá og með 12. apríl. Stjórnin vill þakka öllum þeim sem átt hafa viðskipti við umboðið og skora á þá að snúa sér til nýja umboðsins sem hefur aðsetur á Geislagötu 12. F.h. stjórnar kvennadeildar S.V.F.Í. á Akureyri, Bergljót Jónsdóttir formaður. - *- Stjórn Happdrættis D.A.S. þakkar kvennadeild Slysavarnafélags íslands á Akur- eyri og þá sérstaklega Ásgerði Ágústsdóttur sem hefur annast umboðsskrifstofuna af mikilli festu, fyrir ánægjulegt samstarf. Ennfremur vill stjórnin bjóða Gísla Jónsson velkominn til samstarfs og vonumst við eftir að viðskiptavinir eigi eftir að eiga ánægjuleg viðskipti við starfsfólk hinnar nýju umboðsskrifstofu. F.h. stjórnar Happdrœttis D.A.S., Sigurður Ágúst Sigurðsson forstjóri. QlejcUlexýt á44*na/i! sÞöJzJuun lUÍiJuatm á liínum u&hi FASTEIGNASALAN EHf. Gránufélagsgötu 4 V Sími 462 1878 QlecUleCft 'UunGA! cPöJeÁum, óxiAMAJsipÍm á luhium uetú ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.