Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 5
burðartöflum OECD ríkjanna, eða 11% í byrjun, en 18% þegar skatt- urinn er kominn að fullu til fram- kvæmda. • Aætlun um dreifingu vaxta- tekna hér á landi bendir til að um 61% teknanna séu í tveimur efstu tekjubilum skattstigans. Þetta bendir jafnvel til enn meiri sam- þjöppunar vaxtatekna í efstu tekjubilunum hérlendis en erlend- is. Frumvarp okkar þýðir að meira en 50% af skattinum eins og tekj- unum myndist á tveimur efstu tekjubilum framteljenda, - meðal þeirra, sem mesta hafa greiðslu- getuna. Um áhrif skattsins á spamað, vexti og hugsanlegt fjárstreymi úr landi, er eftirfarandi að segja: Þar sem meirihluti sparenda (smáspar- endur og lífeyrissjóðir) verður ekki skattlagður, og þar sem um er að ræða lágan skatt í alþjóðlegum samanburði, er ekki ástæða til að ætla að hann dragi úr spamaðar- vilja almennings, né heldur valdi hækkun vaxta eða ýti undir fjár- flótta úr landi. Öfugt við tillögur stjórnar- flokkanna, sem fela í sér tekjutap ríkis og sveitarfélaga, svo nemur mörgum hundruðum milljóna, má gera ráð fyrir því að þetta fmm- varp skili um einum milljarði króna í tekjur á næsta ári. Á næstu árum mun þessi tekjustofn hækka í 1,7 milljarða. Frumvarp stjómar- andstöðunnar tryggir því hvort tveggja, tekjuöflun og tekjujöfn- un. Fmmvarp stjómarflokkanna gerir hvomgt. Tekjunum skv. frumvarpi stjórn- arandstöðunnar má síðan verja til að stuðla að enn frekari tekjujöfn- un, með því að draga úr tekjuteng- ingum bóta launþega og lífeyris- þega, og lækka í leiðinni þá jaðar- skatta, sem orðnir eru vinnuletj- andi og koma í veg fyrir að skuld- ugar bamafjölskyldur geti unnið sig út úr skuldum sínum. Þannig er málum stillt í rétta forgangsröð. Hvað hafa hv. fjármálaráðherra og aðrir stjómarliðar fram að færa sér til málsbótar í þessu máli? Einu rök stjómarliða í málinu, sem mark er takandi á, eru þau að lækkun skattlagningar á arð, sölu- hagnað, leigutekjur o.s.frv. sé til þess hugsuð að hvetja fjármagns- eigendur til að fjárfesta í atvinnu- fyrirtækjum. Það örvi hagvöxt og skapi ný störf og auknar tekjur. Því er til að svara að fjár- streymi út út úr fyrirtækjunum í formi stóraukinna skattfrjálsra arðgreiðslna er í sjálfu sér engin trygging fyrir aukinni fjárfestingu í atvinnuskapandi og arðbærar framkvæmdir. Skattar á fyrirtæki hafa þegar verið lækkaðir svo mjög í tíð fyrri ríkisstjómar að er- lendir fjárfestar, eins og t.d. ÍSAL finna enga þörf fyrir undanþágur frá almennum skattareglum. Skattlagning fyrirtækja er þegar orðin sambærileg við það sem tíðkast í samkeppnislöndum. Vilji menn gera breytingar á skattlagningu arðs á hlutabréfa- eign, til þess að örva almenning til fjárfestingar í fyrirtækjum, ber að gera það innan tekjuskattskerfis- ins, -ekki með ívilnandi sérskött- um. Og þá ber að gera það í sama vetfangi og hinum ofurháu og vinnuletjandi jaðarsköttum er létt af launþegaheimilunum í landinu. En við vörum hinsvegar við því að hvetja til þess að borga út stór- aukinn arð til eigenda í stað þess að reyna að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækjanna sjálfra, með því að halda fjármagninu virku innan þeirra. Með því að skattleggja heildar- tekjur einstaklinga innan tekju- skattskerfisins, eins og við stjóm- arandstæðingar leggjum til, náum við settum markmiðum með þess- ari skattlagningu: Við komum í veg fyrir skattlagningu verðbóta- ALÞÝÐUMAÐURINN þáttar og neikvæðra vaxta. Sér- stakt frítekjumark hlífir hinum al- menna sparifjáreiganda. Þeir sem fá í sinn hlut 50% vaxtatekna greiða samsvarandi hlutfall af skattinum. Samt verður meðal- skatturinn með því lægsta sem þekkist meðal viðmiðunarþjóða. Þannig náum við settum mark- miðum um hvorttveggja í senn: Nauðsynlega tekjuöflun og aukinn tekjujöfnuð í þjóðfélaginu. Þess vegna trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því, að meirihluti Alþingis- manna muni ekki fallast á rök skynseminnar og réttlætisins í þessu máli, þegar því verður að lokum áfrýjað til æðsta dóms lög- gjafarvaldsins: Samvisku hæst- virtra þingmanna, hvers og eins. Sería skrifstofu húsgögn Gerum tillögur að uppsetningu og föst verðtilbod án kostnadar Falleg hönnun Hagkvæmt verd íslensk framleidsla T#LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 Miðvikudagur 23. apríl 1996 - 5 AKUREYRARBÆR Frá Grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1990) fer fram í grunn- skólum bæjarins þriðjudaginn 23. apríl og mið- vikudaginn 24. apríl nk. kl. 10-12 f.h. og 13-15 e.h. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða. Nemendur úr Giljahverfi og Vest- ursíðu, sem eiga að fara í 1 .-3. bekk skal innrita í Giljaskóla, en aðra nemendur sem flytjast í Gilja- hverfi skal innrita í Glerárskóla. Símanúmer skólanna: Barnaskóli Akureyrar .... Gagnfræðaskóli Akureyrar Glerárskóli.............. Lundarskóli ............. Oddeyrarskóli............ Síðuskóli ............... Giljaskóli .............. Skólafulltrúi. V .462 4172 .462 4241 .461 2666 .462 4888 .462 4999 .462 2588 .462 4820 HVRIMA HF BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðum fataskápa, baiméttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Rétta leiðin í fjármálum gjörið svo vel Útgjaldadreifing, greiðsluáætlun og greiðsluþjónusta. Snúðu þértil þjónustufulltrúans, hann sér um að þú finnir varðaða leið til skipulags og fyrirhyggju í fjármálum. Varðan þjónar þeim sem vilja vera sínir eigin húsbœndur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.