Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 8
t*ywt«imi 'sMáer • Tölvugataða • Frostþolna • Tölvuvogamiða • Strikamerki LIMMIÐAR NORÐURLANDS HF. Strandgötu 31 ■ 600 Akureyri Sími 462 41 66 • Fax 461 3035 Oktavía Jóhannesdóttir: Hvers vegna fjárhagsaðstoð? Á síðustu árum hefur fjárhags- aðstoð sveitarfélaga til einstakl- inga aukist mikið og á það ekki síst við hér á Akureyri þar sem fjárhagsaðstoðin hefur u.þ.b. tvöfaldast frá árinu 1989. Tölu- vert hefur verið rætt og ritað um ástæður þessarar aukningar ásamt með tilgangi og markmið- um fjárhagsaðstoðarinnar og verður lauslega fjallað um þessi atriði hér á eftir. Þá verður lítil- lega minnst á síaukna þörf fyr- ir persónulega fjárhagsráðgjöf, þörf sem sveitarfélögin ættu að mati greinarhöfundar að sinna betur. Tekjusamdráttur MeginástæÖan fyrir aukinni þörf á fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrar er án efa atvinnuleysið. Það eru ekki mörg ár síðan að allir sem kærðu sig um höfðu vinnu, næga vinnu, eftirvinnu og næturvinnu, jafnvel fleiri en eina vinnu og fleiri en tvær. Ef fjár- hagsaðstaðan var slæm var tiltölu- lega einfalt að bæta við sig vinnu og auka þar með tekjurnar til að endar næðu saman. Aldraðir jafnt og öryrkjar áttu oft á tíðum kost á að drýgja ráðstöfunartekjumar með hlutavinnu og skólafólk gat gengið að vellaunaðri sumarvinnu vísri. Allt heyrir þetta fortíðinni til og þó að nokkuð hafi lifnað yfir atvinnumarkaðnum nú að undan- fömu ganga hundruð manna at- vinnulausir. Ráðstöfunartekjur margra þeirra sem þó hafa vinnu, hafa einn- ig minnkað, annars vegar vegna minni kaupmáttar og skattkerfis- breytinga og hins vegar vegna minni eftirvinnu og lægra starfs- hlutfalls. Það er ekki vafamál að sam- dráttur undanfarinna ára bitnar verst á þeim sem minnst hafa fyrir sig að leggja og tilraunir til kjara- jöfnunar gegnum skattakerfið hafa að mínu viti ekki tekist sem skyldi. Töluverður hópur fólks í at- vinnuleit á lítinn eða engan bóta- rétt, t.d. heimavinnandi fólk og ungmenni sem aldrei hafa fengið fasta vinnu. Annar hópur fólks hefur svo svívirðilega lág laun eða lágar tryggingabætur að ekki er nokkur leið fyrir það að draga fram lífið án sérstakrar aðstoðar. Hjálp til sjálfshjálpar Fyrstu tvær greinarnar í nýjum reglum félagsmálaráðs Akureyrar lýsa vel markmiðum og tilgangi fjárhagsaðstoðarinnar sem veitt er á vegum bæjarfélagsins og verða þær því birtar hér í heild. Þess má geta að sérhverju sveitarfélagi ber lögum samkvæmt að veita fjár- hagsaðstoð og setja sér reglur þar um. Hverju sveitarfélagi er þó í sjálfsvald sett hversu mikil þessi aðstoð skal vera því í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1991, 21. gr. segir aðeins: Fjár- hagsaðstoð á vegum sveitarfélags skal vera svo mikil sem nauðsyn krefur. »1. gf. Hverjum manni er skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Sveitarfélag skal tryggja að íbúar geti þetta, enda sé það ekki í verkahring ann- arra aðila. Geti maður þetta ekki af ástæðum sem félagsmálaráð Akur- eyrar metur gildar, og það er ekki í verkahring annarra aðila, skal Ak- ureyrarbær með fjárhagsaðstoð tryggja honum og skylduliði hans framfærslueyri. Með fjárhagsaðstoð sinni tek ur Akureyrarbær einasta að sér framfærslukostnað umsækjenda og undir vissum kringumstæðum (endur)hæfingarkostnað. Fjárhags- aðstoð er ekki ætluð til fjárfestinga né greiðslu skulda. 2. gr. Fjárhagsaðstoð skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda sem orðinn er og eins til að koma í veg fyrir að einstakling- ar og fjölskyldur verði Ijárhags- lega ósjálfbjarga. Fjárhagsaðstoð- ina ber að skoða sem samvinnu Akureyrarbæjar og þess sem að- stoðarinnar nýtur og hefur að markmiði að sá síðarnefndi verði hið fyrsta fjárhagslega sjálfstæður. Fjárhagsaðstoðinni skal því alla jafnan liggja til grundvallar samn- ingur til ákveðins tíma um það á hvem hátt hvor þessara aðila skuli vinna að því að ná þessum sameig- inlegu markmiðum. Við meðferð og afgreiðslu umsókna ber að sýna umsækjanda fyllstu virðingu og gæta trúnaðar um málefni hans.“ Þessar greinar skýra sig sjálfar, en þess ber að geta að öllum íbú- um bæjarins er heimilt að sækja um fjárhagsaðstoð til félagsmála- stofnunar og fá rétt sinn metinn af starfsmönnum hennar. Kaupa núna - borga seinna Líklega hefur aldrei verið auðveld- ara fyrir einstaklinga að fá alls kyns lánafyrirgreiðslu en einmitt núna. Flest má kaupa með afborg- unarskilmálum á afar einfaldan hátt að ekki sé minnst á (blessuð) bölvuð plastkorlin. Viðkomandi þarf einungis að krota nafnið sitt á þar til gert eyðublað sem seljandi vörunnar hefur til reiðu og málið er leyst, í bili að minnsta kosti. Með þessu móti er hægt að mubl- era upp hjá sér, skreppa í utan- landsferð, kaupa sér skárri bfl, halda jólin hátíðleg á viðeigandi hátt og gefa bami'nu sínu veglega fermingargjöf eins og það á vissu- lega skilið. Eini gallinn er sá að fyrr eða síðar kemur að skulda- dögunum og þá er eins gott að eiga seðla í buddunni. Staðreyndin er sú að það er auðvelt að láta glepjast af gylli- boðum markaðarins og það þarf bæði mikinn sjálfsaga og gott skipulag á fjármálunum til að komast af. Þörfin fyrir aukna fjár- málaráðgjöf til almennings ætti því að vera augljós og finnst und- irritaðri það vera í verkahring sveitarfélaganna að koma þarna betur til móts við íbúana. Það er ekki nægjanlegt að forða fólki frá hungurdauða með fjárhagsaðstoð, heldur þarf að veita einstaklings- bundna fjárhagsráðgjöf og á það einnig og ekki síður við um þá sem enn geta haldið sér á floti en eru í miklum greiðsluörðugleikum. Ymsar lánastofnanir eru að vísu famar að bjóða fjárhagsaðstoð og er það virðingarvert, en þessar stofnanir eru ekki í stakk búnar til að taka á félagslegum afleiðing- um, sem miklir fjárhagsörðugleik- ar hafa í för með sér. Langtíma peningavandræði með tilheyrandi áhyggjum, kvíða og steitu fara ákaflega illa með fólk og eiga ör- ugglega sinn þátt í upplausn margra heimila. Það er því nauð- synlegt að geta boðið félagslegan og sálrænan stuðning samhliða fjárhagsráðgjöfinni og bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er varaformaður félagsmálaráðs Akureyrar. Týndur þonki Þekkið þið það að missa tak á hugsun, sem rennur úr augsýn? Það rétt glittir í agnarlitið horn, sem ekki er hægt að ná taki á. Hvort sem beitt er klækjum eða kröftum Dotao, krækt eða pikkað. Hún er eins og brér í gömlu skattholi, dottið niður á bak við skúffu. Piet Hein Höfundurinn, sem var danskur heimspekingur, Ólafsfirðing ar stórhuga Fátt hefur staðið Ólafsflrðingum í veginum fyrir því að byggð fái að þróast og dafna hér eðlilega þrátt fyrir erfiðar samgöngur fyrr á öldinni, því eins og menn vita þá urðu ekki vega- samgöngur út frá Ólafsflrði fyrr en 1948 er vegurinn um Lág- heiði var opnaður. Þá tók það Ólafsfirðinga 5-7 tíma að kom- ast til Akureyrar, því var það mikil samgöngubót að fá Múla- veginn sem formlega var opnað- ur fyrir umferð 17. september 1966. Leiðin styttist þá verulega, er það tók eina klukkustund að fara til Akureyrar. Ég flyt til Ól- afsfjarðar 1971 frá Akureyri og því löngu orðinn Ólafsfirðingur. Oft er ég spurð af hverju að setjast að út með firði á svona ein- angruðum stað. Einangrun er eitt- hvað sem ekki er til í dag, því með tilkomu ganganna, sem opnuð voru umferð 16. desember 1990, eru daglegar samgöngur milli Ak- ureyrar og Ólafsfjarðar. Á síðastliðnu sumri héldum við upp á 50 ára kaupstaðarafmæli, það er eðlilegt og sjálfsagt á tíma- mótum sem þessum að líta um öxl, rifja upp liðna tíð í sögu bæj- arins. Það verður þó ekki gert hér á þessum vettvangi, það gerir hver bæjarbúi með sjálfum sér, enda er saga Ólafsfjarðar langt í frá aðeins röð bygginga, framkvæmda eða stjómmála, heldur umfram allt saga mannlífs í bænum, saga þess fólks sem bærinn hefur byggt um lengri eða skemmri tfma. Áð fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Þetta em sí- gild sannindi. Þróunin hefur um margt verið ör. En eitt hefur ekki breyst og breytist vonandi aldrei; tilfinningin og hlýhugur hvers bæjarbúa gagnvart bænum sínum. í bæjarfélagi eins og Ólafsfirði er af nógu að taka. En þótt miklar framkvæmdir séu í gangi, í skóla- málum, æskulýðs- og íþróttamál- um, félagsmálum, svo fáein svið séu nefnd og jafnframt kappkost- að að bæta sífellt þá þjónustu sem veitt er af hendi bæjarins og bæta við nýjum þjónustuþáttum, þá er aldrei nóg að gert. Verkefnin eru óþrjótandi. Sem betur fer. Þannig á það að vera í bæ í örum vexti, þar sem stefnt er fram á veg. Ól- afsfirðingar hafa alltaf verið sjálf- um sér nógir, svo sem í atvinnu-, menningar-, félags-, tómstunda- og íþróttamálum. Hér er eitt skemmtilegasta fuglasafn landsins þar sem gefur að líta fugla og önnur dýr í sfnu náttúrulega umhverfi, svo og bókasafnið. Grunnskólinn er ein- setinn hjá okkur og geta ekki öll sveitarfélög státað sig af slíku. Nefna má Félagsmiðstöðina Tunglið sem er fyrir æskuna, fé- lagshús aldraðra sem tekið var í notkun á síðasta ári, mikla og öra uppbyggingu á íþróttasviðinu, nýtt fjölnota íþróttahús í tengingu við sundlaugina, nýjan skíðaskála, upphitaðan grasvöll, félagshús hestamanna, svo ekki sé minnst á nyrsta 9 holu golfvöll landsins og mikla uppbyggingu félagslegra íbúða, en 5 leiguíbúðir verða tekn- ar í notkun nú í sumar. Ekki má gleyma Bamaheimilinu og Heilsu- gæslunni, sem vel er búin tækjum og er það að þakka þeim félags- samtökum sem hér starfa. Hitaveita Ólafsfjarðar er elsta hitaveita landsins sem hitaði upp heilt sveitarfélag. Af þessari upptalningu má sjá að það þarf engan að undra þó ég hafi ílengst hér. Ólafsfjörður hefur upp á allt það að bjóða sem til þarf að fjölskyldan geti dafnað og þroskast. Við Ólafsfirðingar get- um verið stoltir af bænum okkar, og við erum það, þótt vitaskuld geti menn greint á um leiðir að mikilvægum markmiðum, það er eðlilegt. Við Ólafsfirðingar getum því horft bjartsýnir fram á veg, til framtíðar og gert góðan bæ enn betri. Jónína Óskarsdóttir. Höfundur er bæjarfulltrúi á Ólafsfirði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.