Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 23. apríl 1996 uMnminii MÁLGAGN JAFNAÐARSTEFNU SÍÐAN 1931 ÚTGEFANDI: BLAÐSTJÓRN: AÐSETUR: Sl'MAR: PRENTVINNSLA: Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar Oktavía Jóhannesdóttir (ábm.) Finnur Birgisson Jóhann G. Sigurðsson Haraldur Helgason (auglýsingar) Ráðhústorg 1, 600 Akureyri 462 4399. 482 3792 (auglýsingar) Dagsprent hf. Alþýðumaðurinn er borinn út í pósti inn á öll heimili, stofnanir og fyrirtækií Eyjafirði Útgerðarfélag Alcureyringa hf Málefni Útgerðarfélags Akureyringa hf hafa verið í sviðsljósinu undanfarið. Ber þar margt til og ekki ástæða til þess að tíunda það allt hér. Þó er vert að minna á að tilurð Útgerðarfélagsins á sínum tíma og aðkoma bæjaryfirvalda að félaginu á tímum mikilla erfiðleika í rekstri þess var með þeim hætti að bæjar- búum stendur ekki á sama um félagið. Félagið á sess í hjörtum bæjarbúa og þeim er ekki sama hvernig með það er farið. Félagið er eitt öflugasta fyrirtæki landsins og afar mikilvægt fyrir atvinnulíf bæjarins. Vilji bæjarbúa stendur án efa til þess að Útgerðarfé- lag Akureyringa hf haldi áfram að vera kjölfesta í at- vinnulífi bæjarins og að félagið verði áfram í forystu í sinni grein í landinu. Sennilega eru framundan meiri breytingar í ís- lenskum sjávarútvegi en við höfum áður upplifað. Margir telja að í farvatninu sé aukin samþjöppun veiðiheimilda og að tiltölulega fá og stór fyrirtæki með eignatengsl víða um land komi til með að ráða þessari atvinnugrein að verulegu leyti. Útgerðarfélag Akureyringa hf þarf ekki ab óttast slíka þróun heldur á ab taka þátt í henni af fullum krafti og er félagiö þegar byrjab ab takast á við þab verkefni. Þannig á félagið nú rúmlega 20 % í Skagstrendingi hf og munu þau eignatengsl væntanlega hafa jákvæð áhrif á bæbi félögin þegar fram líða stundir. Félagið hóf vinnslu á loðnuafurðum á Seyðisfiröi á síðustu loðnu- vertíð og er þess ab vænta að framhald verbi á því. Þá á félagiö einnig meirihluta í þýska útgerðarfélag- inu Mecklenburger Hochseefischerei en rekstur þess er nú vænlegri en áður eftir erfiðleika í byrjun. Hugs- unin á bak við kaupin á þýska fyrirtækinu er af sama meibi og aukin ítök félagsins í íslenskum sjávarútvegi. Ef til vili er erfitt fyrir bæjarbúa og ýmsa hluthafa Útgerðarfélags Akureyringa hf að skilja af hverju stjórn og stjórnendur fyrirtækisins hafa valið þessa leib. Bæjarbúar hafa nánast litið á það sem heilagt markmið félagsins ab stuðla ab aukinni og stöðugri atvinnu í bænum. Þab markmiö verður auðvitað ekki látið fyrir róða. Hins vegar verða allir að átta sig á því að atvinna á vegum Útgerðarfélags Akureyringa hf á Akureyri verður ekki trygg nema ab félagið nái að standa í fremstu röð í greininni og geti haft umtals- verð áhrif á þróunina. Þab fer því saman ab tryggja Útgerðarfélag Akureyringa hf og starfstöð þess á Ak- ureyri í sessi og ab taka virkan þátt í þeirri þróun sem að framan er rakin. Bæjarstjórn Akureyrar hefur á undanförnum mán- uöum fjallab um hugsanlega sölu á hlutabréfum sín- um í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Þegar þetta er skrifaö hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort selja eigi bréfin né hvernig staðið yrði að sölu þeirra ef til þess kemur. Ýmsir áhugaverðir kostir hafa verið kynntir og sá nýjasti að sameinast þremur dótturfyr- irtækja Samherja hf. Rétt er og sjálfsagt ab kanna alla kosti vel áður en nokkuð verður ákveðið. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir Útgerðarfélagið að niðurstaðan liggi fyrir sem fyrst svo að aðrir hluthafar geti metið sína stöbu svo og þeir sem hugsanlega tækju þátt í væntanlegu hlutafjárútboði. Bæjarstjórn getur hins vegar gengið út frá því ab vilji bæjarbúa og flestra hluthafa stendur til þess að Útgerðarfélag Akureyr- inga hf geti haldið áfram að vera sterkt og sjálfstætt félag eftir ab ákvörðun bæjarstjórnar hefur verið tek- in og henni framfylgt. Abrar lausnir koma ekki til greina. ALÞYÐUMAÐURINN Jón Baldvin Hannibalsson: RAUSNARLEG GJÖF TIL ÍSLENSKRA AUÐMANNA Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp um hinn langþráða fjármagnstekjuskatt: Ríkis- stjórnarfrumvarp um flatan 10% skatt á allar fjármagns- tekjur, líka þær, sem hingað til hafa borið 42 - 47% skatt, og frumvarp formanna stjórnar- andstöðuflokkanna (nema Kvennalista) um að vaxtatekjur verði skattlagðar eftir sérstök- um reglum innan núverandi tekjuskattkerfis. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Jóns Bald- vins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, við fyrstu um- ræðu um frumvarp stjórnar- andstöðunnar: Fjölmiðlamir hafa að undan- fömu flutt okkur nær daglega gleðitíðindi upp úr ársreikningum fyrirtækja um drjúgan hagnað og auknar arðgreiðslur til eigenda þeirra. Því til viðbótar eiga eig- endur fyrirtækjanna í vændum óvæntan glaðning frá rfkisstjóm- inni; tilboð sem ekki er unnt að hafna, eins og þar stendur. Eg vil því í upphafi máls míns nota tæki- færið áður en það verður um sein- an, að vara þing og þjóð við. Ef hv. Alþingismenn samþykkja frv. ríkisstjórnarinnar um svokallaðan fjármagnstekjuskatt eru þeir að færa auðmönnum íslands á silfur- fati stærstu gjöf, sem Alþingi ís- lendinga hefur sent frá sér, í formi skattaívilnana. Ástæðan er sú að inn í frv. rík- isstjórnarinnar um 10% flatan skatt á sparnað almennings hefur verið lætt smyglgóssi: 9 Sjálfstæðisflokkurinn hefur samið um það við fulltrúa fjár- magnseigenda - og gert það að skilyrði fyrir stuðningi við fjár- magnstekjuskatt - að skattur á arði, söluhagnaði, leigutekjum o.fl. verði lækkaður úr 42 - 47% eins og er í gildandi lögum, niður í 10%. 9 Skattafrádráttur vegna út- borgaðs arðs er stóraukinn ineð nýjum heimildum til að uppfæra nafnverð hlutabréfa. Alleiðingamar munu birtastí því, að skattgreiðslur lögaðila, hluthafa og einstaklinga í at- vinnurekstri munu lækka um hundruð milljóna, og ríki og sveitarfélög verða fyrir tekjutapi, sem því svarar. Ef þær tekjutegundir, sem fyrst og fremst er að finna hjá hátekju- fólki, eru tíndar út úr skattkerfinu og skattlagðar bæði sérstaklega og lágt, er beinlínis verið að snúa á haus þeirri meginreglu skattamála Jón Baldvin Hannibalsson. að skattleggja beri eftir greiðslu- getu. Það er verið að skatt- leggja menn minna eftir því sem greiðslugetan er meiri. Tökum dæmi: Rekstrarhagnað- ur einstaklinga og sameignarfyrir- tækja var um 7 milljarðar króna árið 1994. Þessir aðilar greiddu í óbreyttu kerfi í tekjuskatt og tryggingargjald um 3,1 milljarð. Þetta eru skynsamir menn. Þess vegna skulum við gefa okkur að þeir breyti um rekstrarform og verði framvegis ehf. eða hf. Til þess að meta með raunsæjum hætti skattaáhrif breytinganna er nauðsynlegt að reikna út tvö til- vik: a. í fyrra tilvikinu fellur allur útborgaður arður innan 10% skatt- frelsisreglunnar á útborgaðan arð. Þá gefur nýja skattlagningarað- ferðin um 700 milljónir í skatt- tekjur. M.ö.o.: Þessir aðilar hafa sparað sér 2,4 milljarða í skatt. b. Gefum okkur hins vegar að helmingurinn verði innan, en helmingurinn utan 10% skattfrels- isreglunnar. Þá er niðurstaðan sú, að tekjurnar verða 1,7 milljarðar. Það þýðir skattalækkun upp á 1,4 milljarða króna. í Mbl.viðtali (10.3.) segir hv. þingmaður Pétur Blöndal orðrétt: „Þeim, sem eiga stórar fjárhæðir í hlutabréfum, hefur hingað til reynst auðvelt að komast hjá því að greiða fullan skatt af arð- greiðslum." Ekki treysti ég mér til að rengja þingmanninn, enda má hann gerst vita. En ég spyr: Hvaða nauður rekur til að lækka skatta hinna fáu en ríku um hundruð milljóna króna á sama tíma og arðgreiðslur til þeirra fara ört vax- andi? Eru einhver rök fyrir því að leggja 10% flatan skatt á spamað almennings og nýta þær tekjur til að niðurgreiða skatta þeirra 10% skattgreiðenda, sem fá í sinn hlut meira en helming allra fjármagns- tekna.? Sveitarstjómarmenn um allt land ættu líka að leggja við hlust- ir, því að sveitarfélögin munu bera skarðan hlut frá þessu veislu- borði ríkisstjómarinnar. Sérskött- un vaxtatekna utan hins almenna skattkerfis þýðir að sveitarfélögin eru sniðgengin um ca. 230 millj- ónir á ári og munu þar að auki þurfa að greiða um 75 milljónir króna á ári í vaxtaskatt. Markmið skattlagningar á fjár- magnstekjur, fyrir utan að afla tekna, átti að vera að jafna tekju- skiptinguna í landinu. Það er rétt- lætismál að allar tegundir tekna beri skatt og að hver og einn beri byrðar eftir getu. Það er ástæðan fyrir því að for- menn þriggja stjómarandstöðu- flokka hafa lagt fram annað frum- varp um fjármagnstekjuskatt. Til- gangur þess er að tryggja að upp- hafleg markmið um tekjuöflun og tekjujöfnun nái fram að ganga. Við erum sannfærð um að sú leið, sem við leggjum til að farin verði, sé allt f senn: Réttlátari og einfald- ari í framkvæmd. Aðalatriðin eru þessi: • Vaxtatekjur verði skattlagð- ar innan núverandi skattkerfis. Þær myndi sameiginlegan tekju- stofn með öðrum tekjum. Aðeins með því að miða við heildartekjur einstaklingsins, án tillits til þess hvemig tekjurnar eru fengnar, er hægt að miða álagningu við greiðslugetu einstaklingsins. • Skv. okkar frumvarpi er skattstofninn skilgreindur sem 60% framtalinna vaxtatekna. Þá er hvorki verið að skattleggja verð- bótaþátt vaxta, sem er ekki tekjur, né hugsanlega neikvæða vexti. 9 Frumvarp okkar gerir ráð fyrir sérstöku frítekjumarki fyrir almenna sparifjáreigendur. Frá- dráttur frá vaxtatekjum verði kr. 80 þúsund fyrir hjón. Dæmi: Hjón, sem eiga 2,4 milljónir í sparifé (m.v. 5,5% ársávöxtun) munu ekki greiða vaxtaskatt skv. okkar tillögum af vaxtatekjum, sem í þessu dæmi myndu nema um 137 þús. kr. á ári. 9 Meðalskattprósentan skv. okkar tillögum verður með því lægsta, sem fyrirfinnst á saman-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.