Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.04.1996, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 23. apríl 1996 ALÞfÐUMAfiURINN Fundur Lýðveldisklúbbsins um skattamál: „Eru börnin féþúfa Fridriks?" Lýðveldisklúbburinn á Akureyri var stofnaður á á fullveldisdag- inn 1. desember í fyrra. Klúbb- urinn er fyrst og fremst mál- fundafélag, sem hefur það markmið skv. stofnsamþykkt „að stuðla að pólitískri rökræðu meðal vinstrisinnaðs fólks og Þak yflr höfuöið £Af hverju að kaupa notaða íbúð þegar þú getur fengið nýja á sambærilegu verði? Viö höfum réttu fasteignina fyrir þig, raöhús af mörgum stæröum sem hægt er aö aölaga aö þínum óskum. Margra ára reynsla, vönduö vinnubrögð og hagkvæmt verö. Við byggjum réttu íbúðina fyrir þig. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 • Sími 461 2366 Fax 461 2368 - Opið kl. 13-17.00 Námskeið Kvörðun á vogum og hitamælum Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur námskeið í kvörðun voga og hitamæla og eftirliti fimmtudaginn 2. maí ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið á Hótel KEA klukkan 9.00-14.30. Námskeiðið er einkum ætlað rannsóknarmönnum en mun einnig nýtast þeim sem starfa við framleiðslu ýmiss konar. Með kvörðun er átt við aðgerð sem lögð er til grund- vallar hvort mælibúnaður telst starfa á viðunandi hátt eða ekki. Allar efnamælingar og rannsóknir á matvæl- um sem framkvæmdar eru á evrópskum rannsókna- stofum skulu gerðar samkvæmt skilgreindum reglum. Leiðbeinandi er Unnur Steingrímsdóttir, líffræðingur og kvörðunarstjóri á Rf. Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 5725 eða 562 0240 fyrir 26. apríl. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ÚTBOÐ Krossanes - Steyptur kantur Hafnarstjórn Akureyrar óskar eftir tilboðum f steyptan kant á stálþil í Krossanesi. Verkefnið er fólgið í því að steypa um 100 m langan kant á þilið auk 8 polla. Verkinu skal lokið eigi síðar en 20. júlí 1996. Útboðsgögn verða til afhendingar frá og með þriðju- deginum 23. apríl á Vita- og hafnamálastofnun, Vest- urvör 2, Kópavogi og á skrifstofu Akureyrarhafnar, Oddeyrarskála við Strandgötu, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum mánudaginn 13. maí 1996 kl. 11. Hafnarstjórn Akureyrar. jafnréttissinna, bæði óflokks- bundinna og þeirra, sem starf- andi eru innan stjórnmálaflokk- anna ...þar sem menn geta hlýtt á skoðanir annarra og viðrað sínar eigin,... óheftir af pólitísk- um vistarböndum.“ Þriðjudaginn 16. aprfl s.l. gekkst Lýðveldisklúbburinn fyrir opnum fundi um skattamál í Deiglunni á Akureyri og sóttu hann um 40 manns. Þar flutti Finnur Birgisson klukkustundar- langt og ítarlegt framsöguerindi, sem hann nefndi - Unga fólkið og skattamir - eru bömin féþúfa Frið- riks?“ - og sýndi fjölda skýringar- mynda máli sínu til stuðnings. I erindinu var leitast við að sýna hvemig tekjutengingar og háir jaðarskattar í núverandi tekju- skattskerfi bitna einkum á ungum fjölskyldum, þrýsta niður lífskjör- um þeirra og mismuna kynslóðun- um. Sagt var frá breytingum, sem nú hafa verið gerðar á þýzka skattkerfinu í kjölfar þess að þar- lendur Stjómarskrárdómstóll lýsti fyrra skattkerfi ólöglegt og í and- stöðu við stjórnarskrána, og út- skýrt af hverju íslenska skattkerfið myndi fá sama dóm á þeim vett- vangi. Jón og Gunna og frumburóurinn Spumingunni í heiti erindisins svaraði Finnur raunar strax í upp- hafi með dæmisögu af ungu lág- tekjuhjónunum Jóni og Gunnu. Þau eignuðust sitt fyrsta bam og við það jukust útgjöldin um 25 þús. krónur á mánuði. Þau þurftu hinsvegar að auka tekjur sínar um rúmar 40 þús. krónur til þess að endar næðu saman aftur. Stóri Bróðir tók nefnilega líka sitt og hagnaðist nettó um 13 þús. kr. á mánuði á framfærslukostnaði bamsins. Finnur lýsti síðan núgildandi skattkerfi og hvemig það hefur verið að breytast undanfarin ár. Hann útskýrði hugtakið jaðar- skattur og fjallaði síðan um bama- bætur, bamabótaauka, vaxtabóta- kerfið og aðra þætti, sem áhrif hafa á ráðstöfunartekjur heimil- anna, s.s. húsaleigubætur og end- urgreiðslur námslána. M.a. hélt Finnur því fram að 7 mismunandi „gjaldflokkar" bamabóta; eftir aldri, fjölskylduformi og númera- röð í systkinahópnum, þar sem sá lægsti væri aðeins Yu af þeim hæsta, - fælu í sér hreinar geð- þóttaákvarðanir, sem brytu í bága við þá grundvallarreglu að þegn- arnir eigi að vera jafnir fyrir lög- unum. Ranglót tekjutenging Umfangsmesta óréttlætið sagði Finnur samt felast í tekjutengingu barnabótaaukans. Gagnvart bama- fólki, sem greitt hefði stórar upp- hæðir í staðgreiðslu, - jafnmikið og þeir barnlausu, - væm barna- bætur ekki framfærslustyrkur, heldur eingöngu skattatæknileg aðferð til þess að gera greinarmun á skattlagningu foreldra og hinna sem ekki hefðu fyrir bömum að sjá, en það væm menn þrátt fyrir allt sammála um að gera ætti. Tekjutengingin gerði það hinsveg- ar að verkum að eftir að fjölskyld- an næði tæpum meðaltekjum væri þessi greinarmunur orðinn alltof lítill og myndi ekki standast fyrir þýzka stjómlagadómstólnum. Væru dómar hans yfirfærðir á okkar skattkerfi ætti skattafsláttur vegna tveggja bama að vera minnst 21 þús. kr. á mánuði, en ís- lensk fjögurra manna fjölskylda með 200 þús. kr. mánaðartekjur fengi aðeins 5-10 þús. krónur endurgreiddar í formi bamabóta og bamabótaauka. Skilningsleysi róóandi kynslóóar Að lokum rakti Finnur hvemig breyta ætti skattkerfinu að hans mati, en tók fram að þær breyting- ar myndi ráðandi kynslóð ekki gera að eigin frumkvæði og ótil- neydd. Hún hefði engan skilning á aðstæðum eftirkomenda sinna, og lítinn áhuga á að búa í haginn fyrir þá. Nauðsynlegar breytingar yrðu því ekki gerðar nema að frum- kvæði yngri kynslóðanna sjálfra, sem þyrftu að átta sig á aðstæðum sínum og brjótast út úr vítahring jaðarskatta og skuldasöfnunar. Fréttaslcýringar Rósmundar Á nýársdag flutti sr. Birgir Snæ- bjömsson skörulega og mjög pólitíska prédikun. Innihaldið var eitthvað á þessa leið: Lýðiium þeir skammta skelfmg naumt en skara að eigin kökum - slatta, og líta mega þeir ekkert aumt án þess að leggja á nýja skatta. Veður á Akureyri 24. febrúar sl. varð til þess að ráðstefna um lauslæti féll niður: Úr norðrinu kaldi og kviður koma á vetrum, því miður. Þá er ástarlíffryst. Það er andskoti trist, og allt lauslœti lagt verður niður. Án formála: A kynlífi effyrrum við konur var tœpt þá kunnu þœr bæði að játa og neita, en núna erfjargviðrast, öskrað og œpt og áfallahjálpar í skyndi þær leita. Vandræði kirkjunnar. Hver á að ráða starfsmenn? Hver á að ráða því hver er rekinn? Um krit þann er kórstjórinn vekur er klerkurinn alveg jafn sekur. Finnst öllum það trist er trúa á Krist, að Hann hvorki rœður né rekur. Við altarisgöngu er hætt að gefa fólki sopa af kaleik. Obláturnar eru vættar í víninu og er þannig öllu komið til skila: A hátíð er dekkað Herrans borð, Hans eru krásir þegnar: Bœnir, sálmar og indæl orð, og oblátur rauðvínslegnar. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Norðurlandaráð veitir Umhverfisverðlaun í annað sinn nú í ár. Verðlaunin nema 350.000,- dönskum krónum og verða veitt fyrirtæki, félagi, hóp eða einstaklingi sem sýnt hefur eftirtektarvert frumkvæði á sviði nátt- úru- og umhverfisverndar. Tilgangur verðlaunanna er að beina augum að náttúru- og umhverfismálum á Norðurlöndum. Viðfangsefnið er að þessu sinni: Svæðisbundin að- lögun að sjálfbærri þróun; samspil byggðar og vistfræðilegra lausna. Öllum er heimilst að koma með tillögur um verðlauna- hafa. Tillögum skal fylgja rökstudd verkefnislýsing ásamt upplýsingum um hver vinnur eða hefur unnið verkið. Verkefnið verður að standast kröfur um sér- fræðiþekkingu og hafa gildi fyrir breiða hópa á einu eða fleirum Norðurlandanna. Verkefnislýsingin má í hæsta lagi verða tvær A-4 blaðsíður. Verðlaunahafinn er tilnefndur af dómnefnd sem í sitja fulltrúar allra Norðurlandanna ásamt sjálfstjórnarsvæð- unum Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Tillagan verður að hafa borist eigi síðar en 1. júní 1996 til: Nordisk Rád, Danmarks Riges delegation, Prins Jorgens Gárd 2, 1240 Kobenhavn K. Sími: 00 45 33 37 55 00, bréfsími 00 45 33 37 59 64. Merkið umslagið „Natur- og Miljopris". Frekar upplýsingar fást hjá Huga Ólafssyni í umhverf- isráðuneytinu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.