Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Page 5

Alþýðumaðurinn - 19.12.1996, Page 5
Uppskriftirnar hennar Oktavíu ALÞfÐOMAÐORINN FIMMTUDAGUR19. DESEMBER 1996 - 5 Svínslæri og fleira gott Allt tilbúið fyrir hátíðarmáltíð Reykt svínslæri er herra- mannsmatur sem lengi hef- ur verið ómissandi á jóla- borðum nágranna okkar og vina í Skandinavíu. Hjá íslendingum hefur reyktur svínshryggur, “hamborgara- hryggur” notið mikilla vinsælda undanfama áratugi og gerir enn, en þó má segja að reykta svínslærið sé á uppleið enda bæði bragðgóður og drjúgur matur. Ekki spillir fyrir að matreiðslan er einföld og lærið geymist vel í kæli nokkra daga eftir eldun.Fyrir þá sem langar að reyna sig við lærið koma hér nokkur ráð og leiðbeiningar. Fyrst er að velja sér læri við hæfi, sums staðar þarf að panta þau með fyrirvara í verslunum eða hjá kjöt- verkendum. Læri á að vera mögu- legt að fá frá 6 kg þyngd og upp í 11 kg með beini. Veljið læri með góðu fítulagi, annars verður kjötið þurrt og bragðdauft. En þá er komið að matreiðslunni. Lærið er klætt í tvo steikingarpoka, sem áður hafa verið hristir með ör- litlu hveiti í, kalkúnapokar duga vel fyrir læri af stærstu gerð. Pokunum er síðan lokað vel og klippt nokkur göt gegnum báða pokana að ofan- verðu. Fituhliðin snýr upp og lærinu er stungið í 175 C heitan ofn. Steik- ingartíminn er u.þ.b. 30-40 mín. á kfló, styttri tíminn er fyrir stór læri, lengri tíminn fyrir lítil læri. Þegar lærið er fullsteikt er það tekið úr ofninum, hom klippt af steikingarpokunum og kjötsafanum hellt í skál. Pömnni er síðan flett af lærinu og það snyrt. Nú má borða lærið eins og það kemur fyrir eða hjúpa það. Ágætur hjúpur er t.d. 2 eggjarauður, 1 msk. gott sinnep og 2 msk. púðursykur sem hrært er saman og smurt á lærið. Yfir þetta er sigtað rasp og brúnað undir grilli litla stund, gætið að því að ekki brenni. Þegar sósan er búin til þarf að fleyta fituna vel af soðinu og þynna það með vatni ef það er of salt. Gott er að bragðbæta sós- una með rifshlaupi, sýrð- um og/eða ferskum rjóma, soyasósu og jafn- vel púrtvíni. Kjötkraft og aromat má nota ef sósan er lítið sölt. í meðalþykka uppbakaða sósu þarf 3 msk. smjör og þrjár msk. hveiti á hverja 5 dl. af vökva. Á jólum þarf sjálf- sagt u.þ.b. 1 dl. af sósunni á mann ef lærið er aðal- rétturinn en minna ef það er borið fram með öðmm réttum. Kartöfluglás Margir vilja brúnaðar kartöflur með heitu læri, en með köldu læri og ýmsum reyktum mat er afbragðs- gott að bera fram kartöfluglás. (f. fjóra) 750 g mjölmiklar kartöflur vatn 40 g smjör 3-4 dl mjólk ldl rjómi salt eða aromat og hvítur pipar, graslaukur eða annað grænt krydd eftir smekk Kartöflumar era flysjaðar og skomar í lsm teninga. Suðunni er hleypt upp á kartöflunum í smá vatni og þeim síðan hellt í sigti. Smjörið brætt í þykkbotna potti og kartöfl- unum velt vel uppúr. Mjólk og rjóma bætt útí og látið malla við vægan hita undir loki þangað til kartöflumar era meyrar og byrjaðar að jafriast, þær eiga ekki að sjóða í mauk. Gott er að taka lokið af síðustu mínútumar, einnig má bæta í mjólk ef glásin verður of þykk. Saltað og kryddað eftir smekk og graslauk stráð yfir við framreiðslu ef vill. Ananasmeðlæti Til tilbreytingar frá rauðkálinu má reyna meðlæti með ananas og kókosbragði. (f. sex.) 1 heildós ananas 2 dl kókosmjöl 11 rifnar gulrætur 2 msk sýróp 1 tsk salt 2 tsk kanell safi úr einni sítrónu 1 dl olía Ananasinn er skorinn mjög smátt og öllu blandað saman, líka safanum af ananasnum. Þessu er síðan hellt í eldfast mót og bakað í ofni við 180- 200C í 30 mín. Gott heitt með köldu reyktu kjöti. Waldorfsalat Valdorfsalat er gott með hvers- kyns villibráð og ekki síður með köldu reyktu kjöti. (f.fjóra.) 3-4 stönglar sellerí 2 epli - sítrónusafi 5o g majones eða 1 dl sýrður rjómi 1 dl þeytirjómi 25-50 valhnetukjamar nokkurvínber Selleríið hreinsað, trefjar fjar- lægðar og það skorið smátt. Eplin flysjuð og skorin, vætt með sítrónu- safa. Saxið valhnetumar en geymið nokkrar í skraut. Rjóminn þeyttur og honum blandað við majones eða sýrðan ijóma. Eplum, selleríi og val- hnetum er bætt varlega út í rjóma- blönduna, sett í skál og skreytt með heilum valhnetum og hálfum vín- berjum. Sherryfrómas Sætir eftiréttir þykja ómissandi á jólaborðið og hér kemur ágæt upp- skrift af sherryfrómas. (f.átta.) 4 egg 4 msk sykur 6 matarlímsblöð 3 dl sætt sherry 5 dl þeyttur rjómi 150 g dökkt súkkulaði Leggið matarlíniið í bleyti í kalt vatn. Þeytið egg og sykur ljóst. Tak- ið frá 3 msk af sherryi en bætið hinu út í eggjahrærana. Vamið er kreist úr matarlíminu og það síðan brætt í sherryinu sem tekið var frá. Fingur- volgri matarlímsblöndunni er hellt í mjórri bunu út í eggjablönduna og hrært vel á meðan. Að síðustu er þeyttum rjóma og smáttbrytjuðu súkkulaði bætt varlega saman við með sleikju. Hrærið öðra hvora þartil frómasið byrjar að stífna, þá er því hellt í fallega skál eða ábætis- glös. Skreytt með súkkulaði. Jólaís . Jólaísinn má ekki vanta og hér kemur uppskrift af slíkum. 4 eggjarauður eða 4 egg 2 dl flórsykur 5 dl rjómi Vanilla eða önnur bragðefni eftir smekk. Eggjarauður eða heil egg eru þeytt vel með sykrinum og vanill- unni. Rjóminn þeyttur og honum blandað varlega samanvið. Saxað súkkulaði, fyllt t.d. með piparmyntu eða karameÚu, er ágætt til að blanda út í hrærana, eirtnig ávaxtasafar og líkjörar eftir smekk hvers og eins. Gætið að því þegar ísinn er smakk- aður til, að bragð dofnar við fryst- ingu. Vanillufs Vanilluís, hvort heldur hann er heimatilbúinn eða keyptur, bragðast vel með heitri sósu og þessi hefur aldrei bragðist. 2 dl rjómi 3 msk síróp 2oo g sykur- salt á hnífsoddi 100 g suðusúkkulaði Sett í pott og soðið við vægan hita þar til þykknar, u.þ.b. 20 - 30 mín. Tekið af hellunni og 2 msk smjöri og nokkram vanilludropum bætt útí. Borið fram heitt. Uppskriftimar er að sjálfsögðu hægt að minnka eða stækka eftir þörfum hvers og eins. Verði ykkur að góðu. Húsblínda, útbreíddastí sjukdófflttr meðal húseígenda. Þama situr pabbi og Ies eða glápir á sjónvarpið. Hann hefur þegar fyrstu einkenni húsblindu. Sjúkdómurinn sljóvgar og gerir kariana kærulausa um viðhald húsa sinna. Þekkir þú þessi einkenni? Ef svo er þá Ieitaðu stuðnings fjölskyldunnar og yfirfarið það sem Iaga þarf. Gerið síðan átak í viðhaldsvinnu. Það borgar sig peningalega og einkenni húsblindunnar hverfa. Byggingafulltrúinn á Akureyri Óskum öllum bœjarbúum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári ----------------------------------------------N AKUREYRARB/CR Aðstoðar- slökkviliðsstjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðarslökkviliðs- stjóra. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa tæknimenntun á há- skólastigi með sérþekkingu á eldvörnum og örygg- ismálum. Einnig þarf góða hæfileika til samskipta og æskileg er reynsla af stjórnun og rekstri. Meira- próf bifreiðastjóra og réttindi til sjúkraflutninga eru nauðsynleg. Aðstoðarslökkviliðsstjóri skal ásamt slökkviliðsstjóra m.a. sinna daglegri stjórnun slökkviliðs- og sjúkra- flutningaþjónustu, umsjón með eldvarnaeftirliti, fag- legri ráðgjöf til hönnuða og þjálfun og fræðslu starfsliðs. Vinnutími er dagvinna virka daga og útkallsskylda þar fyrir utan. Starfskjör samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags tæknifræðinga og Akureyrarbæjar, Launanefndar sveitarfélaga eða kjarasamningi verkfræðinga við Akureyrarbæ. Upplýsingar um starfið gefa slökkviliðsstjóri í síma 462 3200 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 31.12. 1996. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar að Geislagötu 9, Akureyri. Starfsmannastjóri. Ó&kiim láðókiptammmi akkar gleðileijrajála agy far&ældar d kamandi ári. iPökhmi móskiptm. POSTUR OG SIMI UMDÆMI 3

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.