Samtíðin - 01.03.1937, Side 11

Samtíðin - 01.03.1937, Side 11
SAMTÍÐIN 7 ÍSL. PRESTUR í SVÍÞJÓÐ I 35 ÁR frh. fósturjörð vorri megnar ein að skapa. Það er fyrst meðal Islend- inga liandan við liafið, sem oss lær- ist að skilja, hve trausl þau hönd eru, sem tengja oss við landið við ysta haf. Þar opinberast oss sam- handið milli lands og þjóðar, þessi ódrepandi grunntónn, sem aldrei deyr með öllu í neinni ósvikinui íslenskri sál, Iivar sem hún fer eða flækist og jafnan ómar í gegnum það mál, sem annars er talað mál- fræðilega rétt, eins og bergmál af daufum klið lækjanna, sem falla niður brattar og herar fjallshlíðar íslands í leysingum á vorin. Island á góðan fulltrúa í Svíþjóð, þar sem síra Júlíus Þórðarson er. Innileikur lians og gestrisni hefir vljað mörgum íslending, sem horið óefir að garði lijá honum. Og það er furðu mikil lýsing á þessum guðs- nianni fólgin í því, að þegar Karla- kór Reykjavíkur gisli Gaulaborg vorið 1935, byrjaði sira Júlíus all i einu að syngja einsöng í þjóðlag- inu: Ólafur reið með björgum fram 1 veislunni, sem kórnum var haldin. Og auðvitað tóku söngmennirnii nndir og sungu viðkvæðið með iögnuði þeirra manna, sem fundið imfa Island langt burtu á fjarlægri strönd. Gautaborg, í júlí 1936. GÓÐ EIGINKONA Skáldið Robert Rurns kemsl þann- ig að orði í hréfi, sem hann skrif- aði Alexander Cunningham árið 1792: Ég deili eiginleikum góðrar eiginkonu i 10 mælistig. Þar af hlýtur góðvildin 4 stig, skynsemin 2, fyndnin 1, fegurðin og yndisþokk- inn 1 stig. — Þau tvö stig, sem eft- ir eru, skiptast milli: mentunar, ætt- göfgi, góðs efnahags o. s. frv. — En verst er, að fleslar eiginkonur hafa áður en þær giftust átl vingott við ýmsa aðra en vesalíngs eiginmenn- ina sína! segir Burns að lokum. ÞRUMUR OG ELDINGAR Enskt tímarit flytur nýlega þá fregn bygða á nákvæmum athugun- um(?) og staðfesta af hreska flug- málaráðuneytinu, að á hverjum sólarhring ljósti niður 44.000 eld- ingum á gervallri jörðunni. Jafn- framt segir hér, að 1800 eldingum ljósti að jafnaði niður samtímis. A hverri sekúndu glampa a. m. k. 100 eldingar, og fer við Iivern glampa forgörðum raforka, sem lalið er, að nemi meir en 200 sterlingspundum. Rafmagnsfræðingur einn í Ameríku telur, að rafmagnsorka hverrar eld- ingar mundi nægja til þess að knýja 200 smálesta járnbrautarlest 100 mílna vegalengd með 50 milna hraða á klukkustund.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.