Samtíðin - 01.03.1937, Side 24

Samtíðin - 01.03.1937, Side 24
20 SAMTÍÐIN UR ÆVISÖGU 15 ELDSPYTNAKONGSINS11 Niðnrlaö IX Héimskreppan. Enginn maður i víðri veröld sá fyrir hinar æg'ilegu afleiðingar kreppunnar, ekki einu sinni Ivar Kreuger! Þvert á móti. Hin mikla bjartsýni lians og óbif- andi trú lians á mátt sinn og meg- in, gerði það að verkum, að liann varð einna síðastur allra stór-fjár- málamanna heimsins, lil að átta sig á hruni því, er nálgaðist. Eða vildi liann ekki kannast við, að neitt ilt væri á seyði? Hann var a. m. k. sá fvrsti, sem varð kreppunni að Iiráð. Það yrði alt of langt mál að rekja, þótt í stuttu máli væri, hvernig að- dragandinn að fjárliagsliruni Kreu- gers gerðist. Örðugleikarnir þjörm- uðu að lionum eins og öðrum, sem eittlivað höfðu að missa, og vel má vera, að öfundarmenn hans hafi hert á þeim hnútum og hafi þann- ig notað sér kreppuna, til þess að koma honum á kné. Vér sleppum öllum ágiskunum i þessu efni og höldum oss að staðreyndum, eins og gerl hefir verið i undanfarandi köflum. Eftir er ekki annað en að segja frá viðskilnaði eldspýtna- kóngsins við hið jarðneska líf. X 11. mars var kominn. Kreuger var i Paris. Hann var hæði sjúkur og áhyggjufullur. Himinháir örðugleik- ar risu hvert sem litið var. Hvergi var friður fyrir ískyggilegum fyrir- spurnum. Langar samræður, milli Rydbecks, hankastjóra við Skandi- náviska Kreditaktiebolaget, og Kreugers höfðu átt sér stað þenn- an dag. Klukkan var orðin 5 síð- degis, og Rydbeck, sem sá, hve sár- þreyttur og lotlegur Ivreuger var, kvaddi sem skjótast, og þeir Kreu- ger ákváðu að hittast á Hótel du Rhin kl. 11 árd. daginn eftir. í fvrsta skipti eftir komu sina til Parísar að þessu sinni, var Ivreu- ger einsamall. Nú gat hann í góðu tómi rent hugamnn yfir það, sem gerst hafði undanfarna daga. í fyrsta sinn á ævinni sá hann öll sund lokuð. Engin leið virtist fær út úr lyga- og ósamræmisflækjum síðustu mánaða. Allar hugsanlegar viðbárur höfðu verið tíndar til, öll- um liugsanlegum innstæðuni hafði verið logið upp. Daginn eftir hlaut vefurinn að hrynja, eins og brunn- inn kveikur. Ef taflið hefði staðið svipað hálfu öðru ári áður, hefði mátt bjarga öllu við. En nú voru allar hjargir bannaðar. Kreuger var sjúkur á sál og líkama, og hafði auk þess mist alt traust á sjálfum sér. Stundarfjórðungi síðar en þeir Rydbeck bankastjóri kvöddust.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.