Samtíðin - 01.11.1941, Page 12

Samtíðin - 01.11.1941, Page 12
8 SAMTÍÐIN Sigurður Einarsson dócent: Hvað verður um Islendinga eftir þjóðerni 50 ár? AF ENGU liöfum vér fslendingar miklazt svo mjög, sem af þjóð- erni voru og þjóðlegri menningu. Vanmáttarkennd sú, er ieiddi af vit- und einangrunar og mikillar smæðar, skóp sér mótvægi sitt í stórlátum Imgmyndum um persónulegt ágæíi íslendingsins umfram aðra menn, og yfirburði islenzkra lífshátta umfram það, er með öðrum þjóðum væri títt. Kjörunum var að visu ærið þröngur stakkur skorinn, en kynið var liátig- inborið í aldir fram. Hinir frnm- stæðu búnaðarhættir vorir til sveita voru túlkaðir sem liátindur lifslist- arinnar, þeirrar, er ein mætti skapa Iiina þroskuðustu menn. Gáfur ís- lendingsins, þær sem birtust í brag- smíðum alþýðumanna og almennri fróðleikshneigð, voru metnar sem æðri teguiíd vitsmuna en hin hagnýta tæknikunnátta framandi þjóða. Þannig mætti lengi telja, ef rekja skyldi alla þá þráðu, er til skamms tíma voru saman slungnir í sjálfs- mati íslendingsins. En ofar öllum öðrum þjóðlegum verðmætum var hinn ginnheilagi arfur fornra bók- mennta þjóðarinnar, sem horið liafði nafn hennar úl um viða veröld og skipað henni sess með öndvegisþjóð- um heimsmenningarinnar. Og tungan, sem varðveitzt liafði í þessum bók- menntum, — heimsins eina lifandi Sigurðui fíinarsson klassiska mál. Oft og einali liefi ég séð um þetta ritað á þá leið, sem stæð- um vér svo óhagganlega múraðir á þessum menningargrundvelli voruin, að þaðan gæti oss ekkert hifað. En er þetta satt? Mundi þella sjálfsmat vort standast lífsins þungu og margvíslegu raun? Þetta er spurn- ing, sem hollt er að liugleiða, og það því fremur, sem ekki er annað sýnna en að um þetta muni raun gefa vitni á næstu árum og áratug- um. Hernám landsins og stvrjaldar- atburðirnir munli sjá um það. Og eitt liafa hernám landsins og styrjaldaratburðirnir þegar leitl í

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.