Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN
9
ljós, seni reyndar var þeim löngu
kunnugt, sem nokkuð liöfðu svipazl
um að marki utan við landsteina ís-
lands á undanförnum árum. Og það
er í stuttu máli það, að æði mikið í
þessu þjóðernislega sjálfsmati vor ís-
lendinga var blekking, andleg gervi-
vara, óraunhæfar hugsmíðar, föstr-
aðar í smæðarkennd og einangrun.
En vissulega ekki allt. Oss er alveg
óliætt að lifa upp á það, og reyndar
dejTja upp á það líka, að tunga vor,
íslenzkan, er „ástkæra ylhýra málið
og allri rödd fegra“, og hún er málið,
„sem liefir mátt að þola meinin öll,
er skvn má greina“ og að hún hefir
verið þjóðinni um langar aldir mik-
illa rauna „hennar brjóst við hungri
og þorsta, hjartaskjól, þegar brotl
var sólin“. Og sama máli gegnir um
hinar fornu bókmenntir þjóðarinnar.
Þær eru ómetanlegur fjársjóður. Og
eklci einungis hinar fornu, heldur og
kvæði Einars prests Sigurðssonar í
Heydölum, sálmar Hallgríms Péturs-
sonar, postilla Jóns Vídalins, Nýja-
Testamenti Odds Gottskálkssonar,
Ijóð Eggerts Ólafssonar og þannig
allar götur fram á vora daga. Þetta
eru allt undursamleg verðmæti, og
þessir og ólal fleiri eru mennirnir,
sem staðið bafa vörð um binn beil-
aga arin íslenzks þjóðernis og gegnt
prestsþjónustu í musteri íslenzkrar
menningar. Loks er þess að geta, að
í sambúð sinni við landið og náttúru
þess liafði þjóðin á mörgum öldum
lært vissa, heilsusamlega háttu í að-
ferð sinni allri og ráði, þar sem hóf-
semi, þolgæði, slilling og ráðsvinn
gát voru í vitund almennings orðin
að höfuðlögmáli alls farnaðar, þetta
voru jjjóðlegar islenzkar dyggðir,
sem sannað böfðu lífsgildi sitt i
reynslu margra alda. Að sjálfsögðu
mætti einnig telja þær fleiri. En á
jjessum megum vér sízl missa sjónar.
1 þessu er fólginn binn þjóðlegi
arfur vor, dýrmætasta sameign allr-
ar þjóðarinnar. En í hverjum skiln-
ingi gelum vér sagt, að liann sé sam-
eign vor allra? Eigum vér bann í
raun og veru öll? Þá ætti öllu að vera
prýðilega borgið og engin ástæða til
j)ess að óttast um j)jóðerni íslend-
inga eftir fimmtíu ár.
EN ÞAÐ ER svo fjarri því, sem
mest má verða, að vér megum
við því að vera áhyggjulausir og and-
varalausir í þessum efnum. Það hefir
komið átakanlega í ljós, eftir að hinn
mikla brotsjó erlendra áhrifa braut
á landi voru með hernáminu, að
])jóðin er furðulega berskjölduð i
menningarlegu og jjjóðernislégu til-
liti. Það er lnapallegt að sjá j)jóð,
sem befir stært sig af þúsund ára
gamalli menningu, apast og verða að
hálfgerðu viðundri á rúmu ári, j)eg-
ar j)jóðerni bennar og metnaður
kemst í verulega raun í fyrsta sinni
í allri hennar sögu. Eg skal ekki fara
að ýfa bér upp j)að, sem j)egar er orð-
ið alj)jóð Ijóst af skýrslu binnar svo-
kölluðu ástandsnefndar. Sú saga er
öllum kunn í sinni sorglegu nekt.
En hún er þó eitt þeirra fyrirbæra,
sem gefa verður auga, er vér leiðum
hugann að framtíð íslenzks þjóð-
ernis.
Það, sem hér gerist, er í stuttu máli
það, að andspænis margháttuðum og
mögnuðum erlendum áhrifum í