Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 og þjóðernislaus í sínu eigin landi, menningarlaus og viðnámslaus fok- sandur í ofviðri atburðanna, eins og nú er liáttað. Þá er ekki annað sýnna en að ó- þarft sé að ræða um þjóðerni Islend- inga eftir fimmtíu ár, af þeirri góðu og gildu ástæðu, að það er þá eklci lengur til. Vér skulum vona, að svo fari ekki, að áminningin, sem vér nú höfum fengið, megi nægja oss lil þess að vér vöknum drengilega við, svo að í endurminningunni verði þjóðern- isuppgjöfin, sem vér nú höfum leyfl oss, eins og svimakast við hið fysla áfall, en ekki byrjun á tærandi upp- dráttarsýki, sem dregur íslenzkt þjóðerni til dauða. Jón halti: Létt á fæti Létt á fæti’ eins og lítil hind, með líf í hverju spori, rjóð eins og rós á vori, fjörug sem fjallalind. Góð og blíð eins og geisli frá sól, gældi við litlu stráin, fögur og björt var bráin, er stökk hún á stuttum kjól. Við lékum saman við lækjnanið, löhbuðum út um móa, þar lagði’ hún mér hönd í lófa, við leiddumst hlið við hlið. Svona höfum við árin öll alltaf gengið saman, eilíf æska og gaman, og hugurinn hreinn sem mjöll. ÞEGAR MENN eru ánægðir með sjálfa sig, er þeirra andlega vexti lokið, og úr því fara þeir að þokast aftur á bak, segir enskur sál- fræðingur i tímaritsgrein. Hann seg- ir, að af þeirn einum mönnum, sem jafnan séu óánægðir með getuleysi sitt, sé einbvers að vænta í menn- ingarstreitu mannkynsins. Og bann gefur mönnum eftirfarandi ráð: Takið yður til fyrirmyndar mestu og bczlu menn, sent þér bafið kynni af. Gróðursetjið afrek þeirra á dul- inn stað í sál yðar og liafið gætur á þeim, án þess að nokkur verði slíks var. Áður en varir eru þér orðinn hluttakandi í dugnaði og framsækni þessara afreksmanna. „Það er svo bágt að standa í stað,/ og mönnunum munar/ annað hvort aftur á bak/ ellegar nokkuð á leið.“ FEREAMENN komast oft lengst, þegar þeir vita varla, liverl þeir eru að fara, sagði amerískur prófess- or nýlega og tilfærði þessa sönnun, máli sínu til sluðnings: Ekki vissi Kólumbus, bvert liann var að fara, þegar hann lagði af stað í rannsókn- arleiðangur sinn vestur yfir Atlants- bafið. Ekki vissi hann heldur, hvar liann var, þegar hann kom vestur um haf. Og ekki vissi hann, livar bann bafði verið, þegar hann kom heim aftur. En samt sem áður hafði hon- um tekizt að finna Ameriku. Margur framast maðurinn, mér er gramast aldurinn. Boginn hamast burgeisinn og brotalamasmiðurinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.