Samtíðin - 01.11.1941, Page 19

Samtíðin - 01.11.1941, Page 19
SAMTÍÐIN 15 — Þér eruð hetja. Ó, ef allir liinir væru eins og þér! Hann andvarpaði: — Nei, ungfrú, það er ég, sem er eins og allir hinir. Hún leit framan í liann til þess að reyna til að skilja, hvað liann ætti við, en hún skildi liann ekki. Hvernig átti hún líka að geta ímyndað sér, hve da])urlegt það væi’i að devja í ó- sátt við sjálfan sig. OLFSTRAUMURINN fellur eins og blessunarrík hlá-elfur eftir köldu, grænleitu Atlantsliafinu. Á hverri mínútu er brennt tveim milj. smálesta af kolum. En allur sá hiti, sem þessi kol veita, jafnast ekki á við þá hlýju, sem Golfstraumurinn her inn í Atlantshafið. Ef straumur þessi hætti skvndilega að veita liita- heltissjó inn í tempraða heltið, mundi England vonum bráðara verða ámóta kaldi’analegt land og Lahi’a- dor, og hafnir þess mundu verða isi luktar iá hverjum vetri. Flugmaður, sem hrapaði niður á Atlantsliafið fyrir skömmu og heið þar eftir björgun í nálega 10 ldukkustundir, þakkar liinum hlýja sjó Golfstraumsins fyrst og fremst lifgjöfina. Gamall maður situr til borðs i brúðkaupsveizlu og hellir óvart úr sósuskálinni ofan í kjöltu konunn- ar sinnar. Hún æpir upp og hristir af sér sjóðandi heita sósuna. Þá seg- ir karlinn: — Æ, láttu ekki svona, kerling, heldurðu, að ]>að sé ekki nóg sósa til frammi í eldhúsinu!? AÐ ER hinn mesti misskilning- ur, að traust vinátta veiti mönnum heimild til að þreyta vini sína með harkalegri bersögli. Því traustari sem vináttan er, því meiri þörf er okkur á því, að temja okkur fullkomna hæversku og nærgætni við vini okkar. Ef þér álítið, að það þurfi að segja vinum yðar til syndanna, þá látið ó- vini þeirra gera það. Þeir munu jafn- an vera reiðubúnir til slíkra verka. -— Það er aumur maður, sem. ekki á sér neina öfundarmenn né andstæðinga. EGAR MENN eldast, hætta flest- ir þeirra að hafa eins gaman at' skáldsögum og meðan þeir voru ung- ir. En ungt fólk er forvitnara um sjálft sig. Það vill fá að vita, livernig það mundi haga sér, ef svona bæri undir o. s. frv., og hvernig aðr- ir mundu liaga sér. Það er þess hátt- ar forvitni, sem skáldsagnahöfund- arnii’ seðja allra manna hezt. Desmond Mac Carthy. BÓKAMENN OG AÐRIR! Nú eru aðeins til 6 heil eintök af Samtíðinni frá upphafi (1934— 1941), og seljast þau fyrir kr. 60.00 hvert eintak gegn fyrirframgreiðslu, burðar- gjaldsfrítt. Með því að kaupa þau, eign- ast menn ritið frá byrjun og fram til næstu áramóta — 8 árganga, samtals um 2600 bls. af geysifjölbreyttu efni. — Eldri árgangar ritsins munu hækka mjög í verði, þegar þeir eru orðnir ófáanlegir hjá afgreiðslunni. Sendið oss pöntun yðar strax. SAMTÍÐIN. Pósthólf 75, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.