Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 29

Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 29
SAMTlÐIN 25 á glugga bjöllunnar, enda þótt hún sé í nijög misheitum sjó. Er lítill vafi á því, að hér er um að ræða slór- merkilegt áhald í þágu djúpsævis- rannsókna nútímans. En dr. Hof- mann hefur látið í ljós, að áhaldið verði brátt endurbætt að verulegum mun. Kvikmyndastjörnunum í Hollywood er ekki vel við, að annað kvefólk sé betur klætt en þær sj álfar. Nýlega var verið að taka kvik- mynd undir beru lofti lijá kvik- myndafélaginu Warner Brothers. Ein kvikmyndastjarnan, Geraldine Fitzgerald að nafni, tók þá eftir nokkrum Ijómandi fallegum stúlk- um, sem stóðu rétt lijá henni, og varð hún þess vör, að þær voru ldæddar eftir nýrri tízku en hún sjálf. Ætlaði hún þá alveg vitlaus að verða og kærði athæfi stúlknanna fyrir for- stjóra kvikmyndatökunnar, Irving Rapper. En meðan hann var að velta þessu óvænta viðfangsefni fyrir sér, óð kvikmyndastjarnan að einni stúlkunni og sagði, að hatturinn liennar væri gersamlega lmeykslan- legur. — Nú, hvað er að honum? spurði stúlkan og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Hann er allt of nýmóðins, og það iá alls ekki við að láta hann sjást í þessari kvikmynd. Þá gekk fram leiðsögumaður og mælti við leikkonuna: — Ég vil leyfa mér að vekja athygli yðar á því, að þetta vel klædda fólk er ekki leikar- ar, heldur ókunnugt ferðafólk frá St. Louis, sem er að skoða Hollywood! ^köBÓNIÐ FÍNA ER BÆJARINS BEZTA BÓN Worthington frystivélarnar standast allan sam- anburð, hæði hvað verð og gæði snertir. Islenzkir sérfræðingar hafa við- urkennt þetta með þvi aðkaupafrá Ameríku eingöngu Worthington- frystivélar.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.