Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN b vangur Flugfélagid Loftleidir h.f. Ógleymanlegur þjóðhátíðardagur JL ■agjuiá JJD FREGN barst eins og eldur í sinu meðal Islendinga í Kaup- mannahöfn 17. júní 1947, að þann dag væri væntanleg þangað í „jóm frúflug“ millilandaflugvélin „Hekla“, sem flugfélagið Loftleiðir hafði þá nýlega fest kaup á í Bandaríkjunum. Þetta þóttu sannarlega merkileg tíð- indi. Islenzkt flugfélag hafði eignazt fjögra hreyfla „skymaster“flugvél. Aldrei eru Islendingar jafnnæmir fyrir tíðindum, er varða land þeirra og þjóð, og þegar þeir eru staddir erlendis. Og þennan þjóðhátíðardag var Loftleiðum svo fyrir að þakka, að gleðin skein á margri vonarhýrri íslenzkri brá suður við Eyrarsund. Ég var staddur í Höfn þennan dag, og skömmu fyrir hádegi átti ég er- indi í skrifstofu Danska flugfélags- ins. Ég hafði orð á því við einn af starfsmönnum félagsins, að nú væri mikill merkisdagur í sögn íslenzkra flugmála runninn upp, því að fyrsta „skymaster“-millilandaflugvél Islend- inga mundi í dag hefja flug og koma til Kaupmannahafnar. „Það er ómögulegt“, anzaði mað- urinn. „I fvrsta lagi eigið þið Is- lendingar enga fjögra hreyfla niilli- landaflugvél og í öðru lagi mundi henni óheimilt að lenda í Kastrup.41 „Hún lendir þar nú samt í dag,“ svaraði ég di'ýgindalega. Maðurinn lxristi höfuðið og kvaðst mundu hringja til flugmálaráðuneyt- isins til frekai’i fullvissu. Hann kom aftur að vörmu spori og mælti öld- ungis forviða: „Þetta er alveg rétt hjá yður. Vél- in er væntanleg í dag, og hún hefur fengið leyfi til að lenda í Kastrup.“ Á þeirri stund fannst méi', að öll íslenzka þjóðin stæði i allverulegri þakkai’skuld við Loftleiðir og að hinir djarfhuga forustumenn þessa unga flugfélags væru um þessar mundir að marka athyglivert spor í sjálfstæðisbai’áttu þjóðar vorrar. Það er vonum seinna, að hér í tíma- ritinu verður nú vikið lítillega að stai’fsemi Loftleiða, en áður þykir í’étt að minnast nokkru nánara á „Heklu“. Loftleiðir keyptu hana í Banda- ríkjunum, og lenti hún hér 15. júní 1947. Hafði hún farið af stað frá New York 13. júní, en flogið til Winnipeg til þess að taka þar hóp Vestur-lslendinga og flytja þá til Is- lands. Þótti vel til fundið að veita þeim tækifæri til að skreppa hingað til lands með þessari fyi'stu milli- landaflugvél Islendinga, og var far- gjaldið sái-alágt. Meðal farþeganna að vestan var 82 gömul kona, er lengi hafði þráð að sjá ættjörðina, áður en hún kveddi þennan heim. „Heklu“ var tekið með miklum fögnuði, er húix lenti á Reykjavíkur-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.