Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRIJ ----5ÖGÐU: SIDNEY SMITH: „Fáið sérhverj- um manni starf að vinna. Sjáið til þess, að hann fái það háleitasta og göfugasta viðfangsefni, sem hann ræður við, og deyi í þeirri vissu, að hann hafi gert sitt ýtrasta til að leysa það vel af hendi.“ VERGIL: „Menn geta leyst störf sín af hendi, af því að þeir trúa því, að þeir geti það.“ CICERO: „Enda þótt vinir séu f jarri hvor öðrum, eru þeir þó nærri hvor öðrum.“ LA ROCHEFOUCAULD: „Fjar- lægðin eyðii- litlum ástriðum og eyk- ur miklar ástríður, eins og vindurinn slekkiu- kertaljósið og magnar bálið.“ W. S. LANDOR „Fjarlægðin er hin ósýnilega og ólíkamlega móðir hinnar dásamlegustu fegurðar.“ SHAKESPEARE: „Allir dagar eru mér sem nætur, þar til ég sé þig, og næturnar verða mér að björtum dög- um, þegar ég sé þig í draumum mínum.“ ITALSKT MÁLTÆKI: „Fjarlægð- in er óvinur ástarinnar.“ LORD CHESTERFIELD: „Sá maður, sem venjulega er sagður við- utan, er allajafnan annað hvort wjög heilsuveill eða ákaflega ást- fanginn. En hvort sem að honum gengur, er ég viss um, að hann er hundleiðinlegur.“ OSCAR WILDE: „Meðan konu tekst að líta út tíu árum yngri en dóttir hennar, er hún fyllilega ánægð weð tilveruna*. NYJAR BÆKUR Jón Sigurðsson: Um daginn og veginn. Sex útvarpserindi. G1 bls. kr. 10.00. íslenzk ástaljóð. Nýtt safn. Snorri Hjartar- son valdi kvæðin. 229 bls., ib. kr. 40.00. Örn Arnarson: Illgresi 3. útg. 240 bls., ib. kr. 60.00. Romain Rolland: Jóhann Kristófer IV. bindi. Uppreisnin. Skáldsaga. Þórarinn Björnsson íslenzkaði. 310 bls., íb. kr. 50.00 og 65.00. Graham Greene: Ástin sigraði. Skáldsaga. 240 bls., ib. kr. 45.00. N. P. Madsen: Orðið. Litla hugvekjubókin. Gunnar Sigurjónsson islenzkaði. 338 bls., íb. kr. 48.00 og 65.00. Halldór Kiljan Laxness: Reisubókarkorn. Ritgerðir og greinar um ýmis efni. 334 bls., ób. kr. 60.00, ib. 90.00. Loftur Guðmundsson: Siðasti bærinn í dalnum. Saga eftir samnefndri kvik- mynd. Með myndum. 188 bls., íb. kr. 25.00. Ludvig Holberg: Jóhannes von Háksen. Leikrit i 5 þáttum. Rasmus Rask ísl. Jón Helgason lauk þýðingunni og bjó til prentunar. 109 bls., ób. kr. 90.00. Jón Sveinsson (Nonni): Sólskinsdagar. Ritsafn III. bindi. Freysteinn Gunnars- son islenzkaði. Fritz Bergen og Hall- dór Pétursson teiknuðu myndirnar. 220 bls., íb. kr. 35.00. Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornís- lenzkri bókmenntasögu. 3. útg. 163 bls. íb. kr. 20.00. Sigurður Magnússon: Ljóð. 101 bls., ób. kr. 18.00, ib. 25.00. Afmælisrit til Þorsteins Þorsteinssonar á sjötugsafmæli hans 5. april 1950. 226 bls., ób. kr. 50.00, ib. 65.00. Útvegum allar fáanlegar íslenzkar og erlendar bækur. Sendtun gegn póstkröfu um land allt. HELGAFELL Aðalstræti 18, Reykjavík. Sími 1653. Pósthólf 156.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.