Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN augsýnilega allur annar en hann átti að sér: „Auðvitað heiti ég þér því, elskan mín, ef þú krefst þess, en ég er hræddur um, að þú sért ekki heil- brigð. Fyrir alla muni borðaðu nú morgunverðinn þinn. Ég er ban- hungraður eftir alla þessa löngu göngu. Ef þú hefðir ekki sofið svona vært, hefði ég vakið þig til þess að fá þig út með mér. Morgunninn er alveg himneskur. Þeir voru að segja, að það hefði verið þrumuveður í nótt, en ég hafði ekki minnstu liugmynd um það. Ég svaf eins og steinn.“ Frú Beresford drakk teið sitt, en bragðaði ekki á morgunverðinum. Að því búnu spurði hún: „Hefur pósturinn komið?“ ^Póstekillinn er að koma heim traðirnar,“ svaraði frú MacGill. „Af hverju ertu svona áköf í póst í dag?“ spurði Sir Tristram og horfði rannsakandi spumaraugum á konu sína. „Af því ég á von á bréfi, þar sem mér verður skýrt frá andláti Tyrones lávarðar------“ „Andláti!“ kallaði Beresford lá- varður. „Hann, sem er bráðlifandi og stálhraustur.” „Nei“, anzaði Nicola, og rödd hennar var mjög döpur. „Hann lézt á þriðjudaginn var, klukkan fjögur síðdegis." Sir Tristram fór að hlæja og sagði: „Ö, Nicola, mikið geturðu annars látið bjánalega í morgun! Tyrone lávarður er við hestaheilsu. Hvað hefur þig eiginlega vei'ið að drevma ? Sízt grunaði mig, að þú værir svona hjátrúarfull." Þjónn kom inn með bréfin, og þau sáu, að eitt þeirra var innsigl- að með svörtu lakki. Sir Tristram braut innsiglið hægt og rólega og las bréfið, en báðar konurnar horfðu á hann, meðan hann las það. Rödd hans var óstyrk, er hann sagði: „Þetta bréf er frá ráðsmanni Ty- rones lávarðar. Ég ætla að lesa ykk- ur það „Ég vil ekki láta undir höfuð leggjast að tilkynna yðar hágöfgi, að húsbóndi minn, Tyrone lávarður, andaðist síðastliðinn þriðjudag, kl. 4 síðd.“ „Hvemig í ósköpunum gaztu vitað þetta, Nicola?“ spurði Beresford lá- varður. Þau steinþögðu öll, og þögnin var annarleg. Frú Beresford anzaði engu. Að lokum snéri hún sér að manni sín- um og mælti: „Ég veit líka, að ég fer með bami. Það verður sveinbam.“ Bros færðist hægt yfir andlit lá- varðarins. Hann laut að konu sinni og snart hönd hennar, sem nær hon- um var — það var vinstri höndin — hún var isköld. Hann lyfti henni ekki að vörum sínum. Brosið á and- liti hans dó út. „Mér var það þvert um geð að trúa fyrri spádómnum þínum, en ég skal með glöðu geði trúa þeim seinni“, mælti hann. „Ég hefði nú lialdið, að þið ættuð að vera ánægð með að eiga tvær svona yndislegar dætur“, sagði frú MacGill og reyndi að kreista út úr sér hlátur. „Komdu nú, Nicola, við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.