Samtíðin - 01.06.1950, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.06.1950, Qupperneq 20
16 SAMTÍÐIN elgaion: Tvisvar tveir eru ekki alltaf fjórir pRÆÐSLUFLOKKARNIR hans ÓI- afs míns eru ekki ennþá teknir til starfa, vegna ]iess hve margar nefndir voru skipaðar í málinu! Ræði lærðir og leikir létu málið til sín taka, svo að nú er útséð um, að eitthvað verður úr framkvæmdum. Sumir vilja liaga kynferðisfræðslunni á einn veg, aðrir á annan. Menn eru ekki sammála um, hvernig eigi að útskýra málið, svo að vel fari á. Sennilega hefur engum dottið það sama í hug og Jónu, vinkonu minni. sem ef til vill er ekki von. Jóna hefur heilbrigðar skoðanir og skilur hlutina eins og þeir koma henni fyrir sjónir, umbúðalaust. Hún sagði eitthvað á þessa leið: „Ég myndi senda alla þátttakendui’na 1 sveit, því að þar gætu þeir fylgzt með dýrunum og lært undirstöðuat- riðin af þeim. Síðan væri auðveldara að útskýra, hver væri mismunurinn á þeim og okkur mönnunum. En sumir eru og verða alltaf skepnur, því er nú fjárans ver. Já, Gerða mín, ég vildi óska þess, að þessir fræðslu- flokkar yrðu að veruleika, en guf- uðu ekki upp í einhverju nefnda- fargani.“ Þið getið reitt ykkur á, að það er oft liðugt málbeinið á okluir Jónu, þegar við hittumst, og bezt tekst okkur upp, þegar við tölum saman undir fjögur augu. Maður ætti held- ur aldrei að tala af sér, jægar sá S'onja t)3. þriðji heyrir til! Einkum er slæmt að hafa þriðju konuna viðstadda, vegna þess að konur hafa yfirleitt ríkara ímyndunarafl en karlar. Þær leggja saman tvo og tvo á sína vísu og fá sjaldnast út fjóra, heldur það, sem þeim finnst viðeigandi í hvert sinn. Eg hitti Jónu nýlega, og þá fór hún að spyrja mig, hvernig rit- stjóranum liði og hvort ég héldi, að hann mundi hafa það af. Ég varð öll eitt spurningarmerki, en allt í einu rann upp fyrir mér ljós! Tvær elskulegar konur voru ný- lega staddar hjá mér. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og þar á meðal dagblaðsritstjóra einn, sem öll þjóðin kannast við. önnur sagði, að hann væri lítill og grannur, en hin sagði, að hann væri bæði stutt- ur og digur. Ég sagðist hafa heyrt, að hann væri hár og glæsilegur, en hann hefði misstigið sig suður á Keflavík- urflugvelli. Ekki höfðu nú konumar heyrt þess getið, og svo var ekki naeira um það talað, því að það er varla í frásögur færandi, þó að mað- ur misstígi sig. En viti menn. Sag- an er ekki þar með öll, því að önn- ur konan þekkti mágkonu Jónu, og þannig komst sagan til hennar. Hún hafði sagt það í óspurðum fréttum, að ritstjórinn væri fárveiltur. Hann hefði farið upp í flugvél, til þess að afla sér frétta og ekki hugað að sér, fyrr en flugvélin hefði farið af stað Þá liefði hann stokkið út úr henni í dauðans ofboði og stórslasazt á fót- unum, manntetrið. Við Jóna gátum ekki annað en brosað að þessari fjarstæðu. Jóna var alveg steinhissa á konunni, að hún

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.