Samtíðin - 01.03.1957, Side 7

Samtíðin - 01.03.1957, Side 7
2. hefti 24. árg. Nr. 230 lllarz 1957 TÍIVIARIT TStL $KEMMTU\AR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaSarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavik, sími 2526, pósthólf 472. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bæk- ur og ritföng hf., Austurstræti 1. — FcTagsprentsmiðjan hf. ^4ron Cju&lran l áóon , Lauwi syndarinnar er tlasiiíi EKKI ERU mörg- ár, síðan svo var kveð- ið: Farið allar fornu dygðir/ fjandans til í bráð og lengd. I meira en þúsund ár hefur okkar litla þjóð lifað í þessu lirjóstruga landi í nábýli við hafís og heimskautskulda. Hungrið var helvegur hennar og beiningastafur- inn fangaráð þeirra, er ekki eygðu aðra leið til iífsbjargar. Lif þjóðarinnar var háð duttlungum skins og skúra, og þó voru skuggarnn miklu fleiri en ljósgeisl- arnir, sem heilladísirnar vörpuðu á veg hennar. Pegar kjörin voru kröppust, komu kostir þjóðarinnar hvað greinilegast í ljós. Fornar erfðadygðir entust þá bezt í bar- áttunni við eymd og áþján. Hófsemi, trúrækni, skyldurækni, spar- semi og nýtni hafa löngum verið taldar dygðir. Án þeirra hefðu íslendingar liðið undir lok. I>að bar við, að hungrið knúði menn til þjófnaðar og gerði þannig upp- reisn gegn eignaréttinum. Og refsingar voru harðar. Ef Gálgaklettar Þingvalla mættu mæia og hamraveggir Almanna- gjár í grennd við Drekkingarhyl fengju bergmálað neyðaróp þeirra, er þar létu líf sitt oft fyrir litlar sakir, myndu menn skilja betur, hve strangar kröfur voru fyrrum gerðar hér tU dygðugs lífernis. Menning og mannúð okkar tima fer mýkri höndum um hrösula meðbræður en gert var fyrr á öidum. En samúðin gerir líka minni kröfur til dygðugs líf- ernis. Og svo langt skref befur verið stig- ið hér aftur á bak, að hinum fornu dygð- um hefur afdráttariaust verið sagt að fara til fjandans. í því litla rúmi, sem mér er ætlað hér, langar mig að víkja örfáum orðum að einni þessara fornu dygða, spar- seminni. Hófleg sparsemi hefur jafnan verið tal- in dygð hér á landi og jafnframt verið mörgum manninum lífsnauðsyn. Á undan- förnum árum hafa margir íslendingar eignazt mikið fé með tiltölulega lítilli fyr- irhöfn. En það er gamalla manna mál, að fljóttekinn gróði loði fáum Iengi við hend- ur. Á s'.ðustu ánmi hafa skapazt hér alveg ný viðhorf til sparseminnar. Fólk, sem hefur neitað sér um margháttuð lífsþæg- indi, en sparað og lagt fyrir fé, hefur vakn- að við þann vonda draum, að sparifé þess var að engu orðið og hin forna dygð, sparsemin, er í framkvæmdinni helber lieimska. Vilji íslendingar njóta fjármuna, sem þeir afla, verða þeir að eyða þeim tafarlaust, en tapa þeim að öðrum kosti. Frá sjónarmiði einstaklingsins er þetta brot á aldagamalii reglu: að f é skuli minnka því meir sem það liggur lengur á vöxtum. Frá sjónarmiði þjóðfélagsins er það stað- reynd, að þann dag, sem ekkert sparifé er til í landinu, er hér ekki framar um menningarþjóðfélag að ræða. En þjóðfé-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.