Samtíðin - 01.05.1957, Page 7
4. hefti 24. árg,
Nr. 232
IVlaí 1957
TÍIVI/IRIT TIL SKEIVIIVITIJIXIAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavík, sími 2526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 81985. Árgjaldið, 45
kr. (erl. 55 kr.), greiðist fyrirfi'am, Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöld-
um veitt móttaka i Bækur og ritföng hf., Austurstræti 1. — Félagsprentsmiðjan hf.
SIGURÐUR SKÚLASDN:
Mtábarg tslenzhra sjántanna er að rísa
ÞRJÁR HÁBORGIR eru nú óðum að
rísa á Islandi, reistar að verulegu leyti
fyrir fé, sem alþjóð hefur látið af hendi
rakna með eftirvæntingarkenndum fögn-
uði: háskólahverfið á Melunum með safna-
húsum o. s. frv., Vinnuheimili SÍBS að
Reykjalundi með verksmiðju- og íbúðar-
húsum — og Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna á Laugarásnum með dásamlegri
útsýn yfir höfn, eyjar og sund. Þess mikla
fjármagns, sem byggingarkostnaður þess-
ara þriggja háborga nemur, er að veru-
legu leyti aflað með sölu happdrættismiða.
Fyrsta sunnudag næsta mánaðar verð-
ur sjómannadagurinn haldinn í 20. sinn.
Hann var upphaflega minningarhátíð um
drukknaða sjómenn, en öðlaðist brátt líf-
rænan tilgang. Hugmyndin um bygging
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna var
rökrétt afleiðing þess, hve vel gekk að
safna fé fyrsta sjómannadaginn. Þeirn
sjóði, er þa myndaðist, bættust brátt
stórgjafir og áheit. Þegar hann var orðinn
tæpar 4 millj. kr., var hafizt handa um
þygging hins mikla dvalarheimilis, sem
nú setur orðið myndarsvip á byggð Laug-
arássins norðanverðs. Er markvisst að
því stefnt, að starfsemi heimilisins geti
hafizt að mánuði liðnum.
Happdrætti DAS hóf starfsemi sína 17.
sjómannadaginn eða fyrir réttum þrem
arum. Síðan hefur það greitt til bygg-
ingarframkvæmda dvalarheimpiisjns 4.2
millj. kr. Vinsældir happdrættisins má
nokkuð marka af því, að fyrsta árið gaf
það út 30 þús. miða, annað árið 50 þús.
og þriðja árið 65 þús. miða. Velta happ-
drættisins hefur nú verið tvöfölduð, og
verða vinningar þessa happdrættisárs 10 í
hverjum flokki, þar á meðal 11 íbúðir, 1
einbýlishús, 24 bifreiðar, 2 bátar, 8 ferða-
lög auk húsgagna, hljóðfæra og heimilis-
(ækja. Happdrættið mun á komandi ár-
um standa straum af byggingarfram-
kvæmdum, sem áætlað er, að kosti um
20 millj. kr., og er af því ljóst, hvílíku
Grettistaki því er ætlað að lyfta.
Reynslan hefur sýnt, að ekkert fjáröfl-
unarform til þjóðþrifaframkvæmda er
íslendingum jafn geðþekkt og happdrætti.
Ohugsandi er þvi, að sú vinsæla fjáröfl-
unaraðferð verði í framtíðinni niður
felld, einkum meðan svo margt er enn
ógert hér, er til menningar horfir. Hins
vegar orka síauknar skattaálögur sem
þjakandi farg á framtakssemi fólks. ís-
lenzka ríkið á því að efla happdrættin,
er létta á vinsælan hátt byrðar ríkissjóðs.
Skynsamlegra væri, að ríkið tæki held-
ur nokkurn toll af happdrættunum en að
hafa þann hátt á, að skaítleggja æ meir
erfiði vinnufúsra þegna og lama þannig
heilbrigða starfslöngun þjóðarinnar, er
sízt má skerða.