Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN ð sér, livort hún sé ófrísk, en af því hefur hún miklar áhyggjur, Upplýs- ingar eru ekki nægilegar til að úr- skurða þetta. Einstöku fyrirspurnum hréfsins má svara á þá leið, að kon- ur hætta að missa hlóð mánaðarlega, er þær verða ófrískar. Það, sem þú talar um brjóstin á þér, þarf ekki að vera sönnun þess, að þú sért þunguð. Annars væri öruggast að skrifa lækni, ef ekki næst til lians öðruvísi. — Freyja. Kjörréttur mánaðarins FYLLTAR SMNAIvOTELETTUR. Áætluð er ein þykk kóteletta á mann. Kóteletturnar eru barðar lítið eitt, en síðan er skorin rifa í þær endilangar eins og vasi, og í hana er látið mauk úr 1 matskeið af rúsínum og 1 msk. af ristuðum ætisveppum. Vasanum er svo lokað með nokkrum eldspýt- um, kótelettunum velt upp úr tvíböku- mylsnu og þær brúnaðar. Þá er ör- litlu vatni liellt yfir og látið sjóða í 20 mín. Að þvi loknu eru kóteletturn- ar settar á fat, en út i soðið er sett- ur appelsínubörkur, saft úr 1 appel- sínu, afgangurinn af rúsínunum og ætisveppunum ásamt rjóma og tóm- atkrafti, og er það horið fram sem sósa. Soðnar kartöflur eru hornar nieð og einnig rifið hvítkál eða rauð- kál, ef til er. Það er rifið á grófu rifjárni, og út i það er látið litið eitt af hráum rifnum lauk, en þeyttur rjómi saman við. Sigurður Reynir Pétursson hœstaréttarlögmaður. Austurstræti 14 II. hæð. Sími 82478. Handa fjórum er áætlað: 85 g rús- ínur, 1 dós ætisveppar, 11/2 dl kjöt- kraftur, 1 dl rjómi, j/o dl tómatkraft- ur og 1 appelsína. Eftirmatur: apríkósukaka. 3 msk. smjör, 3 msk. hveiti, 1 bolli volg mjólk, 14 bolli sykur, 4 eggjarauður, 1 bolli abríkósumauk, 5 stífþeyttar eggjahvítur. Þetta er hrært saman, en eggja- hvíturnar síðan látnar varlega út í. Deigið er látið í djúpt, vel smurt form, sem er sykri stráð. Rakist i liér um hil 3 stundarfjórðunga við góðan hita. Gott er að bera þevttan rjóma með vanillubragði með kök- unni. FRÆGIR OHÐSKVIÐIII Fágun sumra manná fer fljótt af þeim, ef þeir komast í áfengi. Oft eru það þeir, sem njóta ham- ingjunnar með þér, sem öfunda þig mest. Þú getur staðið uppréttur, þegar þú sáir, en þegar uppskerutfminn kemur, verðurðu að beygja þig. Heimtaðu ekki af neinum það, sem honum er um megn. Mundu, að þegar þú bendir með vísifingri á einhvern mann í ásökun- arskyni, snúa þrír af fingrum þínum alltaf að sjálfum þér. ÞÚSUNDIR kvenna lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntunina neðst á bls. 2 strax í dag, og við póstsendum yður blaðið tafarlaust ásamt 1 eldri ár- gangi í kaupbæti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.