Samtíðin - 01.05.1957, Qupperneq 15
SAMTlÐIN
11
leyndardóm dauðu handarimiar,
liafði hann ekki orð á því við nokk-
urn mann.
Svo var það einn sólskinsdag vorið
ið eftir, að hann tók sér ferð á liend-
ur og ók til þorpsins, þar sem hann
hafði séð dauðu liöndina.
Hús trésmiðsins var harðlæst, og
þar hjó enginn maður frarnar. Það
var autt og tómt að öðru levti en því,
að fáein húsgögn úr húi gamla prests-
ins, sem ekki þótti taka að hirða,
höfðu verið slcilin þar eftir. Núver-
andi prestur í þorpinu var ungur,
einhleypur maður, sem leigði hjá
einum af sóknarmönnum sínum.
Aðkomupresturinn hað um leyfi til
að mega líta inn í liúsið undir því
yfirskyni, að hann væri að skoða það
fyrir einn af vinum sínum, sem hefði
hug á að fá þar leigt. Voru honum
þá afhentir lvklarnir að þvi, og liann
fór inn um aðaldyrnar.
Myrkrið þarna inni og mygluþef-
urinn, sem barst að vitum prests-
ins, gerðu það að verkum, að hon-
um sló fyrir hrjóst. Stundarkorn var
hann svo miður sín, að hann gat ekki
haft sig í það að ganga upp stigann
og líta inn i litla lestrarherbergið
uppi á loftinu. Ilann gekk því inn í
setustofuna, gegnum borðstofuna og
eldhúsið og var þá allt í einu staddur
í litlu, koldimmu anddyri.
Prestur kveikti á eldspýtu og kom
þá auga á hálfopnar dyr niður að
kjallaranum. Án þess að gera sér
grein fyrir, hvert hann væri að fara,
tók harin að klungrast niður gamlan
og hrörlegan stiga, og áður en varði,
var hann kominn niður í kjallara-
lierbergi. Dauf hirta inn um óhrein-
ar gluggarúður uppi undir lofti í
herberginu gaf aðeins til kynna, að
allt og sumt, sem þarna væri inni,
væri hefilhekkur og kista með smíða-
tólum.
Að lokum fór prestur upp í skrif-
stofuherbergið. Það var rykugt og
tómt að öðru leyti en því, að á veggn-
um gegnt eldstónni voru bókahillurn-
ar með röð af dúfnaholum. Það, sem
vakti athygli prestsins, var ásigkomu-
lag veggjarins kringum bókahillurn-
ar. Múrhúðunin hafði sprungið af
veggnum alla leið frá gólfi til lofts,
svo að alls staðar sá í bera viðina.
Hinir veggirnir voru óskemmdir.
„Þelta er víst vegna þess, að múr-
húðuriin á þessum vegg var mörgum
árum eldri en á hinum,“ sagði prest-
ur uppliátt. Sagan lilýtur að hafa
verið sönn.“
Veggurinn dró að sér óskipta at-
hvgli hans, og hann stóð góða stund
grafkvrr og einblíndi á hann alveg
frá sér numinn.
Bókahillurnar höfðu verið festar
við vegginn, og fyrir ofan þær var
nokkurra feta autt bil upp að loft-
inu, þar sem múrhúðunin hafði
sprungið og var dottin af. Prestur
steig upp á aðra hilluna, vó sig upp
á handafli og gægðist upp fyrir lrill-
urnar inn í glufurnar, sem myndazt
höfðu milli innviðanna og ytra borðs
veggjarins.
NIÐRI I KJALLARANUM handlék
hann smíðatól — sömu verkfærin og
húsasmiðurinn hafði notað. Það var
orðið mjög áliðið dags, og í herherg-
inu var niðdimmt og grafkyrrt.
Uppi í gamla skrifstofuherberginu,