Samtíðin - 01.05.1957, Page 17
SAMTÍÐIN
13
rvliklimenni 15
Fyrsta konan, sem hlaut Nóbelsverðlaun
ÆVIATRIÐI hennar voru í stuttu
máli þessi: Hún hét María Sklodovska
og var fædd í Póllandi árið 1867. Hún
kom til Parísar og hóf nám í Sor-
bonne-háskólanum 1891. Fjórum ár-
um seinna giftist hún Pétri Curie.
Fyrri dóttir þeirra, Iréne, fæddist
1897. Ári seinna tókst frú Curie að
efnagreina polonium og radium. Ár-
ið 1903 voru þeim, manni hennar,
henni og Henri Bequerel, veitt eðlis-
fræðiverðlaun Nóbels í sameiningu.
1 desember 1904 fæddist þeim
Curiehjónunum önnur dóttir, sem
skírð var Eva. Tæpum tveim árum
seinna, í apríl 1906, lézt Pétur Curie
af slysförum. Frú María liélt þá ein-
sörnul áfram vísindarannsóknum
þeirra hjóna, og árið 1908 lét hún
tilleiðast að takast á liendur prófess-
orsembætti manns síns við Sorbonne.
Varð hún fyrsti kvenprófessor við
þessa virðulegu vísindastofnun,
stærsta háskóla Norðurálfunnar.
Árið 1911 voru henni veitt efna-
fræðiverðlaun Nóbels, í það sinn
einni. Þegar heimsstyrjöldin skall á
1914, beindi hún kröftum sínum að
Röntgengeislum pg leysti af liendi
fádæma mannúðar- og menningar-
starf með því að koma upp Röntgen-
þjónustu í hermannasjúkrahúsum.
Frú Curie andaðist í júlí 1934.
Þannig eru í örstuttu máli nokkur
helztu atriði úr ævi einnar merkustu
konu, sem sögur fara af, studd fáein-
um ártölum. Við þessar staðreyndir
verður hér aðeins bætt eftirfarandi
orðum:
María Curie var hugvitssnillingur,
en hún var lika þeim hæfileikum
gædd að kunna að lifa horgaralegu
lífi, vera fyrirmyndar eiginkona og
móðir, og það er meira en sagt verð-
ur um öll séni. Hún átti sér þann
hreinleik hugarfarsins, sem þekkir
ekki soramennsku, livað þá óþokka-
skap. Án mannkosta sinna hefði
henni ekki tekizt að verða önnur eins
dóttir, systir, eiginkona og móðir og
raun varð á. En án snilligáfna sinna
hefði hún heldur aldrei orðið sá vís-
indamaður, sem raun her vitni, aldrei
orðið hinn frægi, ómetanlegi félagi
Péturs Curie, manns sins.
Hún var yngst 5 barna. Faðir henn-
ar var eðlisfræðingur og skólastjóri,
móðir hennar, sem dó, þegar María
var aðeins 11 ára, var engilfögur,
gædd ríkri tónlistargáfu og miklu
menntaðri en þá var titt um pólskar
konur. Foreldrarnir voru báðir af
hláfátækum, en tignum ættum, og öll
voru hörn þeirra stórvel gefin. En
María litla, sem var þeirra yngst, átti
fyrir sér að klífa liátinda frægðar-
innar, þvi að hún var, eins og áður
er getið, fyrsta kona, sem gerð var að
prófessor við Sorhonne, og fyrsta
konan, sem vann Nóbelsverðlaun.
Enginn hefur hlotið þau verðlaun oft-
ar en einu sinni nema hún, og enn
mætti það þykja í frásögur færandi,
að dóttir hennar hlaut þessi verðlaun