Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 ur og stofnun og rekstur radium- stofnana í París og Varsjá. Þá var hún og kvödd til fyrirlestrahalds i háskólum viðsvegar um Bandarikin. Á þeirri ferð varð hún að vinna fyrir einu dýrmætu grammi af radium handa Evrópu. Ferðin varð hinni ó- framfærnu og yfirlætislausu konu á allan hátt örðug. En ást hennar á rannsóknum sínum, sem jafnvel maður hennar hafði stundum efazt um, að unnt yrði ^að leiða til farsæl- legra lykta, veitti henni þrek i hverri raun. Allt til æviloka rækti hún skyldur sínar og bar hina miklu ábyrgð, sem örlögin liöfðu lagt henni á herðar, með þeirri tign og þeim virðuleik, sem henni var áskapaður. Alla ævi var hún trúr nemandi á þeim æðri sviðum mannlegrar þekkingar, sem aðeins örfáum útvöldum er leyft að lcynnast, áður en brautryðjendurnir hafa varðað vegina. En jafntrú reynd- ist hún ástvinum sínum i þrotlausri umhyggju fyrir velferð þeirra. Hún lézt, eins og áður er getið, árið 1934. Banamein hennar var blóðsjúkdóm- ur, sem kenndur var ofreynslu á sviði radiumrannsóknanna. Þannig fórnaði liún lífi sínu í þágu þeirra vísinda, sem hún unni af alliug, og alls þess fjölda fólks, sem ldjóta skyldi blessun af þrotlausu erfiði liennar. MUNIÐ að tilkynnn Samtíðinni tatiu laust bústaðaskipti til að forðast vansldl. Freyju-vörur mæla meö sér sjálfar. Veljið það bezta. FREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð Lindargötu 12. Símar 4014 og 2710. ♦ ÞAÐ ER SAGT ♦ að falleg eiginkona sé góð í eina viku, en góð eiginkona sé falleg ævi-' langt. ♦ að eilíf bölsýni sé eins og sífellt rugg í ruggustól. Það kann að veita einhverja afþreyingu, en maður jagast bara í söniu sporum. ♦ að í hvert sinn, sem ný hugmynd kemur fram, vekist upp tíu menn, sem allir liöfðu átt liana áður, en gleymdu að koma henni í fram- kvæmd. ♦ að erfiðasti áfanginn upp í efstu tröppuna á stiganum sé gegnum þessa sífelldu mannþröng, sem hópast kringum hann. ♦ að meðal þeirra liluta, sem oftast opnast í ógáti, sé munnurinn. ♦ að sumir karlmenn gifti sig, af því að þá vantar tilfinnanlega ófáan- lega vinnukonu. ♦ að það sé sök sér, þótt sagan endur- taki sig, en lakara, ef menn end- urtaki sömu sögurnar oft. —★— ÞEIM FJÖLGAR daglega, sem lesa Samtíðina. Sendið okkur áskriftarbeiðn- ina á bls. 2 og þér fáið árlega 10 hefti fyrir aðeins 45 kr. og 1 eldri árgang i kaupbœti. MUIMIÐ Nora Magasín

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.